Nach Genre filtern

HR Hlaðvarpið

HR Hlaðvarpið

Háskólinn í Reykjavík / Reykjavik University

HR-hlaðvarpið er mikilvægur hluti af vísindamiðlun Háskólans í Reykjavík til samfélagsins; allt frá nemendum og starfsfólki til kollega og almennings. Í hlaðvarpinu fjalla vísindafólk, kennarar og aðrir sérfræðingar háskólans um metnaðarfullar rannsóknir sínar og verkefni. HR-hlaðvarpinu er ætlað að næra starfsemi háskólans og miðla í leiðinni fjölbreyttri þekkingu út fyrir veggi hans. Samhliða er skyggnst inn í veröld nemenda og fróðleik miðlað um margvíslega starfsemi í skólanum. HR-hlaðvarpið er í umsjón samskiptasviðs HR (samskipti@hr.is).

88 - HR hlaðvarpið // Pössum púlsinn og veskið í desember
0:00 / 0:00
1x
  • 88 - HR hlaðvarpið // Pössum púlsinn og veskið í desember

    Gestir dagsins í HR hlaðvarpinu eru þau Sigrún Þóra Sveinsdóttir og Valdimar Sigurðsson. Sigrún Þóra er sálfræðingur sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Hún er doktorsnemi í sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og hefur starfað sem leiðtogi sálfræðiþjónustu fullorðinna hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu og sálfræðingur lögreglu. Valdimar er prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir hans hafa einkum bei...

    Mon, 02 Dec 2024
  • 87 - Verkfræðivarpið // 31. þáttur: Gilbert Silvius -Um sjálfbærni, sem lykilhugtak í verkefnastjórnun

    Helgi Þór Ingason ræddi við Gilbert Silvius.Dr. Gilbert Silvius prófessor við HU háskóla í Hollandi er reyndur fyrirlesari, ráðgjafi og vísindamaður sem lagt hefur áherslu á verkefnastjórnun og upplýsingastjórnun. Gilbert hefur gefið út yfir 100 fræðigreinar og nokkrar bækur og hefur umsjón með fræðilegum rannsóknum við nokkra háskóla víðsvegar um Evrópu. Hann átti frumkvæði að og þróaði fyrsta verkefnastjórnunarnámið á meistarastigi í Hollandi og er leiðandi fræðimaður og sérfræðingur á svið...

    Mon, 02 Dec 2024
  • 86 - Verkfræðivarpið // 30 þáttur - Stórvirkið Samgöngusáttmáli

    Gestir Verkfræðivarpsins eru þeir Þorsteinn R. Hermannsson og Dr. Þröstur Guðmundsson frá Betri samgöngum. Þeir eru reyndir verkfræðingar sem leiða m.a. undirbúningsvinnu við Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem fullyrða má að sé eitt flóknasta og mest krefjandi verkefni seinni tíma. Raunar er Samgöngusáttmáli safn margra verkefna og Betri samgöngur hafa mikilvægu hlutverki að gegna við áætlunargerð, fjármögnun og samhæfingu þessa stórvirkis. Í spjalli við Þórð Víking fóru Þorsteinn...

    Wed, 27 Nov 2024
  • 85 - Verkfræðivarpið // 29. þáttur: Gervigreind við sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla (RPA)

    Gestur Verkfræðivarpsins er Hanna Kristín Skaftadóttir lektor við Háskólann á Bifröst. Í spjalli við Þórð Víking segir Hanna Kristín frá “háskólanum í skýinu” eins og Bifröst skilgreinir sig í dag. Hanna er nú að leggja lokahönd á doktorsritgerð sína um sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla eða RPA. RPA er talið geta lækkað kostnað og aukið skilvirkni svo um munar ekki síst í dag þegar að gervigreind er notuð til að besta viðskiptaferla. Við innleiðingu RPA (og annarra breytinga) er að mörgu að h...

    Fri, 22 Nov 2024
  • 84 - Lagadeildin // 1. þáttur: Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor við lagadeild

    Helga Kristín Auðunsdóttir er lektor við lagadeild HR. Hún hvetur laganema til að skoða námstækifæri erlendis og hugsa út fyrir boxið. Sjálf lauk hún doktorsgráðu í lögfræði frá Fordham háskóla í New York og nam lögfræði við Aristotle háskólann í Thessaloniki í Grikklandi. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2004 og ML gráðu í lögfræði árið 2006 frá sama skóla. Lauk hún LL.M. gráðu í lögfræði frá háskólanum í Miami í alþjóðlegum viðskiptarétti og samningagerð.&...

    Tue, 05 Nov 2024
Weitere Folgen anzeigen