Filtrar por género
Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum. Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.
- 702 - Rauður raunveruleiki - Fangelsin, öryrkjar og velferð. Sósíalistar ræða málin.
Karl Héðinn og Anita Da Silva tala við tvo félaga sína í Sósíalistaflokknum, þær Guðrúnu Ósk Þórudóttur og Maríu Pétursdóttur. Við ræddum um stöðu fangelsanna, öryrkja og almennrar velferðar og um alvarlega stöðu og þróun í þessum málaflokkum. Kíkið á stefnu Sósíalistaflokksins í velferðarmálum og ríkisfjármálum á Sosialistaflokkurinn.is
Sat, 23 Nov 2024 - 49min - 701 - Grimmi og Snar - #29 Blár og rauður eru fjólublár samkvæmt Panton ♥️💙=💜
Föstudagur 22. nóvember Grimmi og Snar - #29 Blár og rauður eru fjólublár samkvæmt Panton ♥️💙=💜 Hvort er betra: Heit sár reiði sem getur gosið? Hana finnur þú i kalda pottinum 🥵 henni er alltaf heitt. Eða bæld og frosin reiði, finnur hana í saunu, henni er alltaf kalt, enda þolir engan kulda 🥶 Er kannski bæði gott í hófi? Hefur Gunnar Smári svar við þessum spurningum? Grimmi og Snar vita hvorki upp né niður, enda bandbrjálaðir báðir tveir 😱🤩😎 varist að hlusta á þá tvo.
Fri, 22 Nov 2024 - 1h 19min - 700 - Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 47
Föstudagur 22. nóvember Vikuskammtur: Vika 47 Kosningabaráttan, lög sem brjóta stjórnarskrá, framferði formanns Miðflokksins fyrir norðan og margt fleira skemmtilegt og óskemmtilegt verður til umræðu í Vikuskammti. Fréttir vikunnar og tíðandi líðandi stundar verður krufinn. Til þess mæta í beina útsendingu til Björns Þ:orlákssonar þau Kári Jónsson, Hjörtur Hjartarson, Magnea Marínós og Atli Fanndal.
Fri, 22 Nov 2024 - 1h 19min - 699 - Rauða borðið 21. nóv - Sjókvíaeldi, ESB, húsnæðiskrísa, smáfyrirtækjaskattamál, Gaza
Fimmtudagur 21. nóvember Sjókvíaeldi, ESB, húsnæðiskrísa, smáfyrirtækjaskattamál, Gaza Í beina útsendingu í kvöld mæta vaskir frambjóðendur og talsmenn, þau Karl Héðinn Kristjánsson, Sósíalisti, Gísli Rafn Ólafsson, Pírati, Mörður Árnason, Samfylkingu og Björg Eva Erlendsdóttir, Landvernd til að ræða um sjókvíeldi, eldgos og önnur eldheit kosningamál. Þau Haraldur Ólafsson hjá Heimssýn og Helga Vala Helgadóttir hjá Evrópuvaktinni eru á öndverðum meiði um hvort Ísland eigi að ganga í ESB. Við heyrum rökræðu þeirra á millum. Við höldum síðan áfram að ræða húsnæðiskrísuna á markvissan máta með fulltrúa Leigjendsamtakanna, Yngva Ómari Sighvatssyni sem tekur frambjóðendur nokkura flokka í próf og í dag mæta þeir Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, Grímur Grímsson, frambjóðandi Viðreisnar og Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins. Spurning dagsins er hvernig líður almenningi í samfélaginu, við spyrjum fólk á förnum vegi. Síðan segir Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufélagsins okkur frá hvernig skattaumhverfi fyrirtækja hyglir hinum stóru á kostnað smáfyrirtækja og Benjamín Julian, verkefnastjóri Verðlagseftirlits Alþýðusambandsins, fræðir okkur um samkeppnina á dagvörumarkaði. Illugi Jökulsson, rithöfundur segir okkur frá allri fegurðinni sem finna má í hversdeginum en hann hefur í nokkur ár fangað lítil augnablik, glefsur úr lífum fólks og gefið út í bókinni "Rétt áðan". Í Radió Gaza koma þau saman Gígja Sara Björnsson, Valgeir Skorri Vernharðsson, Hjálmtýr Heiðdal og Snæbjörn Brynjarsson sem öll standa fyrir viðburðum á næstu vikum. Áherslurnar og aðferðirnar eru kannski ólíkar en meginstefið er það sama, mannréttindi. Að lokum heyrum við í oddvita Sósíalista í Norðvesturkjördæmi, Guðmundi Hrafni sem spjallar við Sigurjón Magnús Egilsson í Oddvitaspjalli Rauða borðsins.
Thu, 21 Nov 2024 - 6h 26min - 698 - Sjávarútvegsspjallið - 31. þáttur - Grásleppa og handfæraveiðar
Fimmtudagur 21. nóvember Sjávarútvegsspjallið - 31. þáttur Grásleppa og handfæraveiðar Gestir Grétars að þessu sinni eru þeir Þórólfur Júlían Dagsson, Jens Guðbjörnsson og Ólafur Jónsson.
Thu, 21 Nov 2024 - 58min - 697 - Rauða borðið 20. nóv - Kosningar, almenningur, húsnæði og Davíð Þór
Miðvikudagurinn 20. nóvember Kosningar, almenningur, húsnæði og Davíð Þór Gísli Tryggvason lögmaður, Atli Þór Fanndal almannatengill, Kristín Eiríksdóttir skáld og Sunna Sæmundsdóttir fréttakona koma að Rauða borðinu og greina kosningabaráttu sem er uppfull af hneykslum. Almenningur verður spurður og Oddný Eir Ævarsdóttir fær Yngva Ómar Sighvatsson frá Leigjendasamtökunum til að yfirheyra frambjóðendur um húsnæðismál og athuga hvað flokkarnir bjóða upp á sem alvöru lausn í húsnæðiskrísunni miklu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar og Guðmundur Hrafn Arngrímsson frambjóðandi Sósíalistaríða á vaðið og takast á við vandann. Í lokin ræðir Sigurjón Magnús Egilsson við Davíð Þór Jónsson prest og oddvita Sósíalista í Suðvesturkjördæmi.
Thu, 21 Nov 2024 - 3h 08min - 696 - Rauða borðið 19. nóv. - Kosningar, verkföll, hvalveiðar og Gunnar blaðasali
Þriðjudagur 19. nóvember Kosningar, verkföll, hvalveiðar og Gunnar blaðasali. Pólitík, verkföll, hvalveiðar eða ekki, bókmenntir og Gunnar Valur Gunnarsson Jensen blaðasali eru á dagskrá Rauða borðsins í kvöld. Doktor Kristín Vala Ragnarsdóttir, Starkaður Björnsson MR-nemi í verkfalli, Tómas Ellert Tómasson byggingaverkfræðingur og Jasmína Vajzovic baráttukona sem flutti til hins fyrirheitna Íslands verða gestir Björns Þorlákssonar í beinni útsendingu. Þau ræða pólitíkina og samfélagið. Þau Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og Vala Árnadóttir hvalfriðunarsinni koma svo og rökræða hvort veiða eigi hval eða ekki. Meint spilling inni í matvælaráðuneytinu verður sérstaklega til umræðu. Sigurjón Magnús Egilsson kemur svo og ræðir við frambjóðanda sósíalista. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur og Oddný Eir ræða við Kristínu Ómarsdóttur um nýjustu bók hennar Móðurást, Draumþing, um ömmurnar og karlana og lífið í skáldskapnum. Og við ljúkum þættinum á spjalli Gunnars Smára Egilssonar við Gunnar Val Gunnarsson Jense fyrrum blaðasala, sem segir frá lífi sínu og skoðunum.
Tue, 19 Nov 2024 - 4h 11min - 695 - Rauða borðið 18. nóv - Skandalar, búvöruhneyksli, fiskur og spilling
Mánudagur, 18. nóvember Skandalar, búvöruhneyksli, fiskur og spilling. Í beina útsendingu koma til okkar Þórunn Hreggviðsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur og Þórdís Bjarnleifsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi bóndi til að ræða líðandi stund og helstu skandala í pólitíkinni í aðdraganda kosninga. Breki Karlsson og Sigurjón Magnús Egilsson fara síðan yfir störf Alþingis - en í dag var þinginu slitið. Þeir ræða líka um búvöruhneykslið. Jón Kristjánsson fiskifræðingur rekur samband spillingar og fiskiráðgjafar. Hann vill að við veiðum meiri þorsk en lagt er til.
Mon, 18 Nov 2024 - 3h 09min - 694 - Synir Egils 17. nóv - Pólitík, kosningar, öryggismál
Sunnudagurinn 17. nóvember: Synir Egils: Pólitík, kosningar, öryggismál Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Rakel Þorbergsdóttir samskiptastjóri og fyrrverandi fréttastjóri, Róbert Marshall fjallamaður og fyrrum blaðamaður og Lára Zulima Ómarsdóttir upplýsingafulltrúi og fyrrum blaðakona og ræða æsispennandi og viðburðaríka viku í upphafi kosningabaráttu. Þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni með sínu nefi og ræða síðan við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri um öryggismál Evrópu og þar með Íslands í veröld sem tekur hröðum breytingum.
Sun, 17 Nov 2024 - 3h 23min - 693 - Rauða borðið - Helgi-spjall: Sólveig Anna
Laugardagurinn 16. nóvember Helgi-spjall: Sólveig Anna Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir okkur frá æsku sinni og uppvexti, innra lífi og uppreisn, pólitískum þroska og baráttu.
Sat, 16 Nov 2024 - 1h 45min - 692 - Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 46
Föstudagur 15. nóvember Vikuskammtur: Vika 46 Náttúruhamfarir, umhverfishamfarir, framboðshamfarir en líka grín og gleði verður til umræðu í Vikuskammtinum að þessu sinni. Tíðindarík vika að baki og veitir ekki af eldfjallafræðingi til að greina stöðuna! Þau Sigurrós Eggertsdóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Þorvaldur Þórðarson og Páll Valur Gíslason leiða saman hesta sína. Þau ræða fréttir vikunnar og tíðaranda líðandi stundar. Björn Þorláks stýrir umræðunum
Fri, 15 Nov 2024 - 1h 18min - 691 - Rauða borðið 14. nóv: Kosningar, spilling, list, inngilding og fjölmiðlar
Fimmtudagur 14. nóvember Kosningar, spilling, list, inngilding og fjölmiðlar Í beina útsendingu við Rauða borðið í kvöld koma þau Henry Alexander Henryson, siðfræðingur, Snorri Ásmundsson, myndlistarmaður, Sigurður Haraldsson, rafvirkjameistari og Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari og plötusnúður til að ræða málefni líðandi stundar í aðdraganda kosninganna. Í málefnaumræðu um mikilvægustu málefni kosninganna ræðum við um spillingu á Íslandi og þau Guðrún Johnsen, hagfræðingur og deildarforseti Viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst, Jón Þórisson, fyrrum aðstoðarmaður Evu Joly, Björn Þorláksson, höfundur og blaðamaður og Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands ræða um stöðu og umfang spillingarinnar á Íslandi og velta fyrir sér spillingarvörnum, tjáningarfrelsi og ótta í ljósi nýliðinna atburða og annarra eldri. Til að ræða annað mikilvægt mál sem sumir telja að sé tískuorð forréttindahópa en er í raun réttindabarátta upp á líf og dauða koma þau Margrét M. Norðdahl, Þórir Gunnarsson, Elín Sigríður María Ólafsdóttir listafólk hjá Listvinnzlunni. Þau ræða um lokaðar dyr sem fatlaðir einstaklingar og listamenn rekast á og um sína eigin sáru reynslu af jaðarsetningu og útilokun frá skólakerfinu og skora á stjórnvöld og samfélagið allt að taka skref og taka þátt í inngildingu, skapandi starfi og samræðu sem opnar dyr. Við heyrum svo í Skapta Hallgrímssyni ritstjóra á Akureyri sen fer yfir helstu màl norðan heiða, brjàlaða veðurspá og afmæli mikilvægs vefmiðils.
Thu, 14 Nov 2024 - 4h 17min - 690 - Rauða borðið 13. nóv - Kosningar, hneyksli, húsnæði og saga úr daglega lífinu
Miðvikudagurinn 13. nóvember Kosningar, hneyksli, húsnæði og saga úr daglega lífinu Fjórir listamenn mæta í beina útsendingu í kvöld og svara spurningu um hvort listamenn forðist að opinbera pólitískar skoðanir? Getur það skaðað þá? Og þá hvernig? Þekkjum við dæmi um það? Listamennirnir eru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Auður Jónsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Hörður Torfason. Rannsóknarblaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson bregða sér í hlutverk viðmælenda í kvöld og fara yfir mál vikunnar; meinta spillingu í sjávarútvegsráðuneytinu og títt umrædda uppljóstrun tengda syni fyrrverandi ráðherra. Jónas Atli Gunnarsson, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Sigurður Stefánsson, Aflvaka og Yngvi Ómar Sighvatsson, Leigjendasamtökunum ræða um helstu áskoranir í umbótum í húsnæðisóefni þjóðarinnar. Hafdís Huld Eyfeld Haakansson eftirlaunakona og móðir fjölfatlaðrar konu, Svanhvítar Eddu Johnsen, segir frá baráttu sinni fyrir að dóttirin fái notið arfs sem hún fékk eftir föður sinn.
Thu, 14 Nov 2024 - 3h 33min - 689 - Rauða borðið 12. nóv - Sakamál, fíkn, spilling, bækur og pólitík
Þriðjudagur 12. nóvember Sakamál, fíkn, spilling, bækur og pólitík Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður, Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir uppistandari, Halla B. Þorkelsson hjá Heyrnarhjálp og Teitur Atlason kryfja samtímann í beinni útsendingu með Birni Þorláks. Sigrún Sigurðardóttir doktor í hjúkrunarfræði og prófessor við HA, Daðey Albertsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna, Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari og óvirkur alkóhólisti koma og ræða að aldrei hafa fleiri látist úr lyfjaeitrunum en nú er kemur að ungu fólki. Hvað er til ráða? Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur kemur og segir nokkur orð um Jón Gunnarsson og spillingarmál sem nú skekur stjórnsýsluna. Sigþrúður Gunnars, framkvæmdastjóri Forlagsins, kemur og ræðir árekstra bóksölu og kosninganna. Og í lokin kemur Soffía Sigurðardóttir og segir Gunnari Smára Egilssyni frá Geirfinnsmálinu í tilefni af nýrri bók bróður hennar, Sigurðar Björgvins. Var rannsóknin þvæla byggð á sandi?
Tue, 12 Nov 2024 - 4h 41min - 688 - Rauða borðið: Pólitíkin, fátækt, þöggun og vinstrið
Mánudagurinn 11. nóvember Pólitíkin, fátækt, þöggun og vinstrið Við byrjum á umræðu um stöðuna í pólitíkinni. Drífa Snædal talskona Stígamóta, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins greina stöðuna. Verður fátækt kosningamál? Ætti fátæk að vera kosningamál? Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, Vilborg Oddsdóttir félagráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og Laufey Líndal Ólafsdóttir formaður Pepp samtaka fólks í fátækt ræða stöðuna. Jóhann Hauksson blaðamaður ræðir mál Jóns Gunnarssonar, sem sakar Heimildina um alvarleg óheilindi, er til umræðu. Í lokin kemur Steingrímur J. Sigfússon og ræðir um stöðu Vg og vinstrisins.
Mon, 11 Nov 2024 - 3h 41min - 687 - Synir Egils: Kosningar, umpólun í stjórnmálum og framtíð vinstrisins
Sunnudagurinn 10. nóvember: Synir Egils: Kosningar, umpólun í stjórnmálum og framtíð vinstrisins Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan blaðamaður, Alma Mjöll Ólafsdóttir starfsmaður þingflokks Vg og Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og ræða fréttir vikunnar og sviptingar í pólitíkinni, hér heiman og vestan hafs. Þeir bræður taka líka stöðuna á pólitíkinni og ræða síðan við vinstra fólk um stöðuna á vinstrinu í okkar heimshluta. Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur, Viðar Þorsteinsson fræðslu og félagsmálastjóri, Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Kjartan Valgarðsson framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur velta fyrir sér framtíð vinstrisins í stjórnmálunum.
Sun, 10 Nov 2024 - 2h 59min - 686 - Rauða borðið - Helgi-spjall: Rán Reynis
Laugardagurinn 9. nóvember Helgi-spjall: Rán Reynisdóttir Unnur Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari og fjögurra barna móðir er komin í framboð. Hún segir okkur frá lífsbaráttu sinni sem varð önnur og harðari en hún bjóst við, ástinni sem svíkur, grimmri fátækt og mikilvægi þess að berjast með samherjum fyrir réttlæti.
Sat, 9 Nov 2024 - 1h 55min - 685 - Rauða borðið - Vikuskammtu: Vika 45
Föstudagur 8. nóvember Vikuskammtu: Vika 45 Við fáum góða gesti til að renna yfir tíðindi vikunnar með okkur. Þetta eru þau Helga Þórey Jónsdóttir, menningarfræðingur, Óli Dóri, tónlistarstjóri og fjölmiðlamaður, Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrum þingmaður og nú kennari við Háskóla Íslands og Katla Ásgeirsdóttir, plötusnúður.
Fri, 8 Nov 2024 - 1h 11min - 684 - Rauða borðið: Heilbrigðiskerfi, fjársvelti, fötlun, harka, list
Fimmtudagur 7. nóv. Heilbrigðiskerfi, fjársvelti, fötlun, harka, list Það er tekið á mörgum ólíkum grundvallarmálum við Rauða borðið í dag og gestir úr öllum áttum. Í beina útsendingu mætir fólk sem hefur þekkingu og reynslu af uppbyggingu og niðurbroti heilbrigðiskerfisins, en það eru þau Jósep Blöndal, læknir, Sigurður Ingibergur Björnsson, stjórnarformaður Eyris Venture Management og fyrrum framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, María Pétursdóttir listakona og frambjóðandi og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir heilsuhagfræðingur, prófessor við Háskóla Íslands. Því næst tökum við fyrir fjársveltar samfélagsstofanir í samræðu við Hilmar Malmquist forstjóra Náttúruminjastofnunar Íslands, Andrés Skúlason formann Fornminjanefndar, Svanhildi Bogadóttur fyrrum Borgarskjalavörð og Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóra Tjarnarbíós. Þá er komið að spurningu dagsins þar sem almenningur á strætum borgarinnar svarar spurningunni: Skiptir viðhorf stjórnmálaflokka til menningarmála þig máli? Í Radíó Gaza er rætt um hörkuna sem færst hefur í hælisleitendamál undanfarin misseri, þær Arndís Anna fráfarandi þingmaður Pírata og lögfræðingur, Margrét Baldursdóttir, túlkur og Áslaug Ýr Hjartardóttir, ritlistarnemi sem er með samhæfða sjón og heyrnarskerðingu koma og ræða meðal annars um mál fimm manna fjölskyldu frá Írak en hluti þeirra er haldinn sömu fötlun og Áslaug Ýr. Að lokum segir Lára Zulima Ómarsdóttir okkur frá gleymdri myndlistarkonu, Höllu Haraldsdóttur.
Thu, 7 Nov 2024 - 3h 55min - 683 - Sjávarútvegsspjallið - 29. þáttur
Fimmtudagur 7. nóvember Sjávarútvegsspjallið - 29. þáttur Viðmælendur Grétars að þessu sinni eru þeir Ólafur Jónsson, Rúnar Björgvinsson og Arnar B. Atlason
Thu, 7 Nov 2024 - 53min - 682 - Rauða borðið 6. nóv - Trump, efnahagur, stjórnarskrá, neytendur, rödd almennings, verkfallsvakt
Miðvikudagur 6. nóvember Trump, efnahagur, stjórnarskrá, neytendur, rödd almennings, verkfallsvakt. Við Rauða borðið í kvöld verður tekið á grundvallarmálunum og nýjustu fréttum. Sigurjón Magnús Egilsson tekur á móti góðum gestum í beina útsendingu til að ræða meðal annars um úrslit kosninganna í Bandaríkjunum; Eva Bergþóra Þorbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gunnnar Hólmsteinn Ársælsson, kennari, Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur, Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði í Háskóla Íslands. Efnahagsstjórnin hér hefur gengið frekar illa, ríkissjóður er rekinn með halla ár eftir ár. Hvers vegna er það og hvað er unnt að gera til að snúa þessu við? Við fáum fjóra góða hagfræðinga til að greina stöðuna. Þeir eru: Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB, Ólafur Garðar Halldórsson, hagfræðingur hjá SA og Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ. Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrárfélaginu setja nýja stjórnarskrá á dagskrá og útskýra hvers vegna það er kosningamál sem liggur til grundvallar öllum helstu kröfum okkur og draumum um betra líf og réttlátara. Benjamín Julian fer yfir neytendafréttir og fólk á förnum vegi svarar spurningum um stjórnarskrá sem kosningamál og hvað þurfi til að gera til að bjarga ríkissjóði úr halla. Á Verkfallsvakt Rauða borðsins ræðir Haukur Hilmarsson, smíðakennari í Reykjanesbæ um kennara sem blóraböggla en hann skrifaði samninganefndunum skeyti í formi dagbókar kennara sem varpar ljósi á umfang starfsins sem er vanmetið.
Wed, 6 Nov 2024 - 3h 36min - 681 - Rauða borðið - Kosningar, forsetakjör í USA, samgöngumál, Færeyjar, rokkstjörnur og gamalt sakamál
Þriðjudaginn 5. nóvember Kosningar, forsetakjör í USA, samgöngumál, Færeyjar, rokkstjörnur og gamalt sakamál. Við hefjum leik með hópumræðu þar sem spurt verður hvað við ættum helst að vera að ræða fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi. Frosti Logason, Hjálmar Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Kristín Erna Arnardóttir ræða málin. Nú þá verða samgöngumál sem kosningamál rædd frá ýmsum hliðum. Stefán Jón Hafstein, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Ólafur Arnarson blaðamaður og Hjalti Jóhannesson landfræðingur á Akureyri spjalla við Björn Þorláks. María Lilja Þrastardóttir Kemp ræðir við almenning um forsetakjörið í Bandaríkjunum. Hún spyr einnig hvað rokkstjörnur kjósi. Hljómsveitin Spacestation kemur beint úr hljóðprufu að Rauða borðinu en bandið tekur eins dags forskot á Airwaves vertíðina sem hefst á morgun með grasrótartónleikum í Hörpu í kvöld. Oddný Eir Ævarsdóttir flytur okkur fréttir frá Færeyjum í gegnum viðmælandann Carl Jóhan Jensen. Skorað verður á frambjóðendur að taka afstöðu til aukins samstarfs Íslendinga og Færeyinga. Við ljúkum svo þætti kvöldsins með umræðu um nýja bók. Magnús Ólafsson fyrrverandi bóndi á Sveinsstöðum segir okkur frá riti sem fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi og varpar ljósi á réttvísi og ranglæti.
Tue, 5 Nov 2024 - 4h 07min - 680 - Rauða borðið - Pólitíkin, flóttafólk, geðheilbrigði, kjósendur, verkfall, landflótti og Gaza
Mánudagurinn 4. nóvember Pólitíkin, flóttafólk, geðheilbrigði, kjósendur, verkfall, landflótti og Gaza Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Helga Arnardóttir fjölmiðlakona og Páll Ásgeir Ásgeirsson fjallamaður ræða stöðuna í pólitíkinni í aðdraganda kosninga. Hvernig verður fólki við þegar manneskjur sem dvalið hafa hér misserum saman eru allt í einu fangelsaðar með hótun um brottvísun. Ragnar Magnússon framhaldsskólakennari segir frá. Við tökum fyrir geðheilbrigðismál, verða þau kosningamál? Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi í Hlutverkasetri, Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar og Sigurþóra Bergsdóttir frá Berginu headspace ræða stöðuna. Við förum í Kringluna og ræðum við kjósendur og tvær unglingsstúlkur sem eru í kennaraverkfalli: Lena Louzir og Þórdís Sigtryggsdóttir. Jack Hrafnkell Danielsson er fluttur til Noregs. Hann er í heimsókn hér á landi en honum líst hvorki á pólitíkina né umferðina. Í lokin verður Radíó Gaza. María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ræðir við mótmælendur: Pétur Eggertz, Sigtrygg Ara Jóhannsson, Guðbjörgu Ásu Jóns-Huldudóttur og Möggu Stínu.
Mon, 4 Nov 2024 - 4h 23min - 679 - Synir Egils 3. nóv - Kosningar, kappræður, kjaradeilur
Sunnudagurinn 3. nóvember: Synir Egils: Kosningar, kappræður, kjaradeilur Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR, Sema Erla Serdaroglu aðjúnkt og Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og ræða pólitík og samfélag í aðdraganda kosninga. Þeir bræður taka púlsinn á Alþingi og ræða síðan um verkföll í kosningabaráttu. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins greinir stöðuna í kjaraviðræðum.
Sun, 3 Nov 2024 - 2h 01min - 678 - Rauða borðið - Helgi-spjall: Magnús Scheving
Laugardagurinn 2. nóvember Helgi-spjall: Magnús Scheving Magnús Scheving segir frá harðræði í æsku, hvernig hann lifði af og hvernig þau viðbrögð mótaðu líf hans, frá lífsviðhorfum sínum og leit að því að sætta þá Magga sem búa innra með honum.
Sat, 2 Nov 2024 - 3h 24min - 677 - Rauða borðið - Vikuskammtur - Vika 44
Föstudagur 1. nóvember Vikuskammtur: Vika 44 Að Rauða borðinu í beina útsendingu í Vikuskammtinn koma til að ræða frjálslega út frá fréttum vikunnar þau Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari og plötusnúður, Valur Gunnarsson, rithöfundur, Sigrún Sandra Ólafsdóttir, endurvinnsluáhugamanneskja, Arnar Páll Gunnlaugsson, bifvélavirki og frambjóðandi og Þór Martinsson, sagnfræðingur. Umsjón með umræðunni hefur Oddný Eir.
Fri, 1 Nov 2024 - 1h 26min - 676 - Grimmi og Snar #28 - Hverju vill Haraldur Þorleifsson spyrja Manga Tarot stokkinn að🔮
Fimmtudagur 31. október Grimmi og Snar #28 - Hverju vill Haraldur Þorleifsson spyrja Manga Tarot stokkinn að🔮 Haraldur Þorleifsson hitti Grimma og Snar sem hvatti hann til að hætta á Twitter og Chat gpd túlkaði niðurstöður spádómsins 🦥🦭🐆
Thu, 31 Oct 2024 - 1h 17min - 675 - Rauða borðið 31. okt - Kosningar, samkeppni, verkfall, Bandaríkin og klassíkin
Fimmtudagurinn 31. október Kosningar, samkeppni, verkfall, Bandaríkin og klassíkin Spennan í íslenskum stjórnmálum vex. Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarfræðingur, Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og þingmaður, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar taka stöðuna. Við ræðum samkeppnismál í aðdraganda kosninga: Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Gísli Tryggvason lögmaður og fyrrum talsmaður neytenda ræða hvað stjórnvöld þurfa að gera til efla samkeppni og styrkja hag neytenda. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara, Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara, Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins koma á verkfallsvakt kennara. Jón Ólafsson prófessor og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi ræða forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og Magnús Lyngdal Magnússon sagnfræðingur segir okkur frá bók sinni um Klassíska tónlist.
Thu, 31 Oct 2024 - 4h 08min - 674 - Rauða borðið 30. okt - Kosningar, skattar, verkfall, öryggismál og gervigreind
Miðvikudagurinn 30. október Kosningar, skattar, verkfall, öryggismál og gervigreind Við byrjum á kosningum: Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrrverandi þingkona og nú bæjarfulltrúi, Erna Hlynsdóttir blaðakona, Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna og Guðmundur Ari Sigurjónsson formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar greina stöðuna. Skattamál verða kosningamál. Stefán Ólafsson prófessor, Indriði H. Þorláksson fyrrum skattstjóra og Skapti Harðarson formaður Samtaka skattgreiðenda ræða allar hliðar skattamála. Egill Helgason og Hulda Lovísa Ámundadóttir, deildarstjórar á Drafnarsteini, koma á verkfallsvaktina. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir öryggismál Evrópu og Úkraínustríðið og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur ræðir um áhrif gervigreindar á samfélagið.
Wed, 30 Oct 2024 - 5h 04min - 673 - Rauða borðið: Kosningar, útlendingamál, Selenskí, lýðræði og Elísabet
Þriðjudagurinn 29. október Kosningar, útlendingamál, Selenskí, lýðræði og Elísabet Við ræðum komandi kosningar, um hvað verður kosið, hvaða flokkar eru í sókn og hverjir í vörn. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor, Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins greina stöðuna. Svo kölluð útlendingamál eru eitt af kosningamálunum. Qussay Odeh íslensk-palestínskur aðgerðarsinni, Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri, Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum ræða þetta hitamál. Tjörvi Schiöth doktorsnemi í sagnfræði greinir hvað Selenskí Úkraínuforseti var að biðja Norðurlöndin um. Björn Þorsteinsson heimspekiprófessor ræðir um lýðræðiskrísuna og Elísabet Jökulsdóttir segir okkur frá bók sinni um Grikklandsárin sín, þegar hún var barn.
Tue, 29 Oct 2024 - 4h 38min - 672 - Rauða borðið: Kosningar, skólamál, forseti USA, kennaraverkfall og heilbrigðiskerfið
Mánudagurinn 28. október Kosningar, skólamál, forseti USA, kennaraverkfall og heilbrigðiskerfið Við höldum áfram að ræða komandi kosningar: Bolli Héðinsson hagfræðingur, Davíð Þór Jónsson prestur og frambjóðandi Sósíalista, Halldóra Mogensen þingkona Pírata og Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur og skútuskipstjóri ræða stöðuna. Skólamál verða eitt af kosningamálunum: Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur, Björgvin Þór Þórhallsson aðstoðarskólastjóri og Ragnar Þór Pétursson kennari Í Norðlingaskóla ræða skólamálin og meta áhrif þeirra á kosningarnar. Guðmundur Hálfdanarson prófessor og Magnús Helgason sagnfræðingur greina æsispennandi forsetakosningar í Bandaríkjunum og áhrif þeirra innanlands og utan. Kennarar eru að fara í verkfall: Þórunn Sif Böðvarsdóttir kennari í Laugalækjarskóla, Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri í Drafnarsteini, Helga Baldursdóttir varaformaður Félags framhaldsskólakennara og kennir í Tækniskólanum og Egill Helgason kennari í Drafnarsteini ræða stöðuna og í lokin ræðir Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur um heilbrigðiskerfið.
Mon, 28 Oct 2024 - 4h 18min - 671 - Synir Egils: Kosningar, átök og deilur
Sunnudagurinn 27. október: Synir Egils: Kosningar, átök og deilur Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Margrét Sanders bæjarfulltrúi, Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi og ræða stöðuna í aðdraganda kosninga á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseta til að fjalla um fjölmiðlamálið og Icesave í tilefni af útgáfu dagbóka sinna.
Sun, 27 Oct 2024 - 3h 02min - 670 - Rauða borðið - Helgi-spjall: Sigurður SkúlasonSat, 26 Oct 2024 - 2h 24min
- 669 - Heimsmyndir - Valgerður Þ. Pálmadóttir
Föstudagur 25. október Heimsmyndir - Valgerður Þ. Pálmadóttir Valgerður Þ. Pálmadóttir doktor í hugmyndasögu kom i þáttinn að ræða breytingar á heimsskilningi fólks í gegnum tíðina. Svo tóku þau Kristinn djúpa dýfu í Frankenstein eftir Mary Shelley. Það ótrúlega margbrotna verk.
Fri, 25 Oct 2024 - 1h 18min - 668 - Með á nótunum #101 - Hrund Atladóttir
Föstudagur 25. október Með á nótunum #101 Í þessum þætti fengum við til liðs við okkur Hrund Atladóttur myndlistarkonu og fórum yfir málefni líðandi stundar og allt þar á milli. Hópurinn skellti sér í Bíó Paradís og sá myndina Substance og var hún rædd. Ríkistjórnin er spruning. Nýjar vendingar í máli rapparans P Diddy halda áfram að koma í ljós og virðast fleiri og fleiri frægir flækjast inn í það erfiða mál. Hliðarverðlaun Nóbels voru veitt á dögunum og fékk frekar áhugaverð uppgötvun þau í ár og að sjálfsögðu eru afmælisbörnin á sínum stað. ATH: Með á nótunum er venjulega á dagskrá Samstöðvarinnar annað hvert þriðjudagskvöld kl. 23 en af óviðráðanlegum orsakum forfallaðist útsending s.l. þriðjudag og sýnum við því þátt þriðjudagsins núna.
Fri, 25 Oct 2024 - 1h 11min - 667 - Rauða borðið: Vikuskammtur - Vika 43
Föstudagur 25. október Vikuskammtur - Vika 43 Í vikuskammt að þessu sinni koma þau Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, Yngvi Ómar Sighvatsson, tölvuleikjahönnuður og varaformaður leigjendasamtakanna, Sunna Ingólfsdóttir, mannfræðingur, kennari og tónlistarkona og Geir Sigurðsson, rithöfundur og prófessor. Umsjón hefur Oddný Eir Ævarsdóttir.
Fri, 25 Oct 2024 - 1h 24min - 666 - Rauða borðið 24. okt - Kosningar, átök, hækkun matarverð, hernaðarandstæðingar, Gaza og vond leikrit
Fimmtudagurinn 24. október Kosningar, átök, hækkun matarverð, hernaðarandstæðingar, Gaza og vond leikrit Við ræðum pólitík í aðdraganda kosninga. Karen Halldórsdóttir fyrrum bæjarfulltrúi, Marinó G. Njálsson ráðgjafi, Guðríður Arnardóttir fyrrverandi form Félags framhaldsskólakennara og fyrrum bæjarfulltrúi og Hákon Gunnarsson varabæjarfulltrúi, allt Kópavogsbúar, koma fyrst og svo blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Frosti Logason og Karen Kjartansdóttir. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambandsins, fjallar um hækkun matvælaverðs og önnur neytendamál. Árni Hjartarson, sem var ritstjóri veglegar bókar um baráttu hernaðarandstæðinga, segir okkur frá bókinni og baráttunni. Árni segir enn: Ísland úr Nató og herinn burt. María Lilja fær til sín ungliða til að ræða þjóðarmorðið í Gaza: Gunnar Ásgrímsson kemur frá Ung Framsókn, Ármann Leifsson frá Ungum jafnaðarmönnum í Samfylkingunni, Karl Héðinn Kristjánsson frá Roða í Sósíalistaflokknum og Sverrir Páll frá Uppreisn í Viðreisn. Og Lára Magnúsardóttir ræðir um tvö leikrit á fjölum leikhúsanna og þær leiðir sem hægt er að fara til að virkja menningarstofnanir okkar til að styrkja íslensku og fólk sem vill læra íslensku.
Fri, 25 Oct 2024 - 5h 02min - 665 - Grimmi og Snar #27 - Þessi þáttur á eftir að slá í gegn eftir 50 ár 🎛️
Fimmtudagur 24. október Grimmi og Snar #27 - Þessi þáttur á eftir að slá í gegn eftir 50 ár 🎛️ Haldið ykkur, Halldóra Geirhards og Barbara hittu Grimma, Snar og Munda 🐇🤡
Fri, 25 Oct 2024 - 1h 22min - 664 - Rauða borðið 23. okt - Pallborð ungliða, pólitíkin, flokkur innflytjenda, leikhús, búverkabyltingin
Miðvikudagur 23. október Pallborð ungliða, pólitíkin, stjórnmálaafl innflytjenda, leikhús og forn vinnumenning Við hefjum leik á umræðu ungs fólks, heyrum hvað þeim finnst að stjórnmálaflokkar ættu að setja á oddinn nú fyrir kosningarnar. Þau Jósúa Gabríel Davíðsson, Valgerður Birna, Karl Héðinn Kristjánsson og Viktor Pétur Finnsson ræða málin með Birni Þorláks umsjónarmanni í beinni útsendingu. Að þeirri umræðu lokinni koma þau Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Vigdís Hauksdóttir fyrrum þingmaður, Björg Eva Erlendsdóttir fyrrum fréttamaður og Sigmundur Ernir, sem er bæði fyrrum ritstjóri og fyrrum þingmaður og ræða ýmsa anga stjórnmálanana og bregðast að einhverju leyti við orðum unga fólksins. Jasmina Vajzovic ætlar svo að segja okkur frá höfnun og útilokun sem hún upplifði eftir röðun á lista Viðreisnar. Hún upplýsir um hugmyndir um stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem aðeins yrði skipaður innflytjendum. Gunnar Smári fjallar um Óskalandið, gamandrama í Borgarleikhúsinu, og ræðir við leikstjórann Hilmi Snæ Guðnason og leikarana Esther Talíu Casay og Vilhelm Neto. Einnig kynnum við nýlega bók um forna búskaparhætti, Bjarni Guðmundsson kennari er höfundur hennar og segir hann okkur frá bókinni og efni hennar.
Thu, 24 Oct 2024 - 3h 38min - 663 - Rauða borðið 22. okt - Kosningar, karlar, dans og ofbeldi
Þriðjudagurinn 22. október Kosningar, karlar, dans og ofbeldi Við höldum fram að ræða komandi kosningar: Jón Gnarr frambjóðandi Viðreisnar, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Valur Gunnarsson sagnfræðingur og Frosti Sigurjónsson fyrrum þingmaður Framsóknar metra stöðuna og síðan halda þau áfram: Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og þjóðfræðingarnir Auður Viðarsdóttir og Vilborg Bjarkadóttir. Í karlaspjalli á þriðjudegi ræðum við spaka karlinn. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur leiðir samtalið og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður og hönnuður, Sverrir Norland rithöfundur og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri taka þátt. Svartir fuglar er dansverk sem sýnt er í Tjarnarbíói, Lára Stefánsdóttir samdi dansa við ljóð Elísabetar Jökulsdóttur og Lára Þorsteinsdóttir dansar. Við fáum þær í heimsókn. Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins ræðir breytta birtingarmynd ofbeldis. Engin teikn eru á lofti um að útlendingar beiti frekar íslenskar konur ofbeldi en innfæddir karlar.
Wed, 23 Oct 2024 - 4h 51min - 662 - Rauða borðið: Kosningar, frambjóðendur, blaðamennska, Grindavík og Gaza
Mánudagurinn 21. október Kosningar, frambjóðendur, blaðamennska, Grindavík og Gaza Við höldum áfram þjóðfundi um komandi kosningar: Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Jón Magnús Kristjánsson læknir og Brynhildur Björnsdóttir fjölmiðlakona ræða pólitíkina og síðan koma: Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur, Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður og Lóa Hjálmtýsdóttir myndlistarkona og greina stöðuna. Kristinn Hrafnsson blaðamaður greinir þunga stöðu blaðamennsku á Íslandi sem og í umheiminum og Magnús Gunnarsson trillukarl ræðir tímamótin sem urðu í dag þegar Grindavík var opnuð. Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Hildur Þórðardóttir ræða við Maríu Lilju Ingveldar-Þrastardóttur Kemp um þjóðarmorðin á Gaza.
Mon, 21 Oct 2024 - 4h 09min - 661 - Synir Egils: Hasar í pólitíkinni, fallin ríkisstjórn, veikir flokkar og rísandi
Sunnudagurinn 20. október: Synir Egils: Hasar í pólitíkinni, fallin ríkisstjórn, veikir flokkar og rísandi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Sonja Þorbergsdóttir forseti BSRB, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Stefanía Óskarsdóttir prófessor. Þeir bræður ræða stöðuna í stjórnmálunum og fá líka fleiri gesti til að meta stöðuna: Ólaf Þ. Harðarson prófessor, Helgu Völu Helgadóttur lögmann og Líf Magneudóttur borgarfulltrúa.
Sun, 20 Oct 2024 - 2h 45min - 660 - Rauða borðið - Helgi-spjall: Kristinn Sigmunds
Laugardagurinn 19. október Helgi-spjall: Kristinn Sigmunds Kristinn Sigmundsson segir okkur frá ferð sinni um lífið og óperuheiminn, hvernig tilviljanir og heppni ráða oft mestu í lífinu og hvernig best er að sætta sig við það og njóta.
Sat, 19 Oct 2024 - 34min - 659 - Rauða borðið: Jovana Pavlović, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Jón Ferdínand Estherarson og Rakel McMahon
Oddný Eir ræðir fréttir vikunnar með góðum gestum en að þessu sinni mæta þau Jovana Pavlović, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Jón Ferdínand Estherarson og Rakel McMahon í Vikuskammt við Rauða borðið.
Fri, 18 Oct 2024 - 1h 20min - 658 - Rauða borðið: Dagskrárvald, Gaza, tónlistaruppeldi, andófs-usli
Rauða borðið: Dagskrárvald, Gaza, tónlistaruppeldi, andófs-usli. Rauða borðið heldur áfram að taka stöðuna og setja málefni á dagskrá kosninganna. Er allt mögulegt? Oddný Eir stýrir samræðu kvöldsins í beinni útsendingu sem hefst klukkan átta og er í tveimur liðum: Fyrst mæta til leiks þau Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Auðunn Arnórsson, og Sigurjón Magnús Egilsson. Síðan mæta þau Kristín Ómarsdóttir, Árni Finnsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Atli Ingólfsson. Björn Þorláksson ræðir svo við þau Herdísi Önnu Jónsdóttur og Þóri Jóhannsson um tónlistarlegt uppeldi í hinu bjarta norðri. María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp segir okkur nýjustu hörmungarfréttir í Radíó Gaza og Oddný Eir ræðir svo við Gunnar Þorra Pétursson um andófs-uslann í Meistaranum og Margarítu eftir Bulgakov.
Thu, 17 Oct 2024 - 4h 17min - 657 - Grimmi og Snar - #26 Frábærir kennarar 🥸🤓
Fimmtudagur 17. október Grimmi og Snar - #26 Frábærir kennarar 🥸🤓 Curver Thoroddsens 🧔🏻renndi sér niður slóð minninganna með Grimma og Snar. Draumavélin 😶🌫️ DMT augnanudd 👀 og rappið á átjándu öld 🧞♀️
Thu, 17 Oct 2024 - 1h 20min - 656 - Sjávarútvegsspjallið - 26. þáttur - Stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum
Fimmtudgur 17. október Sjávarútvegsspjallið - 26. þáttur Grétar Mar og Ólafur Jónsson (Óli ufsi) yfirheyra Ásmund Friðriksson um stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs- og fiskveiðistjórnarmálum.
Thu, 17 Oct 2024 - 1h 11min - 655 - Rauða borðið 16. okt - Stjórnmál, samfélagið, klassísk tónlist og landflótti Íslendinga
Miðvikudagurinn 16. október 2024 Stjórnmál, samfélagið, klassísk tónlist og landflótti Íslendinga. Við hefjum leik á pólitíkinni og stöðunni sem upp er komin. Við munum kjósa í svartasta skammdeginu eftir nokkrar vikur. Stór hópur fólks hittist í beinni útsendingu og ræðir hvað ber að varast, auk þess sem óskalista kosningamála ber á góma. Þau Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, Þórhildur Sunna, þingmaður pírata, Auður Önnu Magnúsdóttir hjá Kvenréttindafélaginu, Henry Alexander siðfræðingur, Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur, Sara Óskarsdóttir móðir og listamaður og Ólafur Arnarsson blaðamaður ræða við Björn Þorláks. Að lokinni pólitíkinni kemur Michael Clarke, tónlistarmaður á Akureyri, og ræðir norðlenska tónlistarsögu og stofnun Hljómsveitar Akureyrar. Rúsínan í pylsuendanum er Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikhúsmanneskja. Hún ræðir alöru þess að hrekjast úr landi, en hnyttnin er aldrei fjarri þegar Hlín er annars vegar.
Wed, 16 Oct 2024 - 3h 15min - 654 - Rauða borðið: Dauð ríkisstjórn, kosningar, karlar og Bréf til Láru
Þriðjudagurinn 15. október Dauð ríkisstjórn, kosningar, karlar og Bréf til Láru Við höldum áfram að greina stöðuna í pólitíkinni, dauða stjórnar og komandi kosninganna. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingkona, Ragnar Þór Pétursson kennari og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi ræða málin og síðan rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson, Halldór Armand Ásgeirsson og Auður Jónsdóttir. Fjórði þáttur karlaspjallsins hefst svo: Valdimar Örn Flygenring leikari og leiðsögumaður, Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur og Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi ræða við Bjarna Karlsson prest og siðfræðing um staka karlinn. Í lokin fögnum við 100 ára afmæli Bréfs til Láru með Pétri Gunnarssyni rithöfundi og Soffíu Auði Birgisdóttur bókmenntafræðingi.
Wed, 16 Oct 2024 - 3h 53min - 653 - Rauða borðið: Ástandið í stjórnmálunum, rímnaskáld og ferðakapítalismi
Mánudagurinn 14. október Ástandið í stjórnmálunum, rímnaskáld og ferðakapítalismi Við höldum áfram að greina ástandið í pólitíkinni með gestum: Vilhjálmur Árnason þingmaður, Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Halldóra Mogensen þingkona, Drífa Snædal talskona Stígamóta, Gísli Tryggvason lögmaður og Björn Jón Bragason sagnfræðingur meta stöðuna. Mun allt fara samkvæmt vilja Bjarna Benediktssonar? Á næstu dögum kemur út bók um skáldverk Sigurðar Breiðfjörðs og hvernig Jónas Hallgrímsson hjólaði í rímur skáldsins og bar hvorugur barr sitt á eftir að mati höfundar. Óttar Guðmundsson geðlæknir ritar bókina og ræðir verk sitt. Hjörleifur Finnsson, heimspekingur og fyrrverandi frumkvöðull í ferðaiðnaði fer í gegnum óheillaþróun ferðamála á Íslandi og sýnir hvernig ferðamálin eru í heljargreipum stórkapítalismans.
Tue, 15 Oct 2024 - 3h 28min - 652 - Rauða borðið - AUKAÞÁTTUR - Bjarni sprengir ríkisstjórn sína
Sunnudagurinn 13. október: Aukaþáttur Rauða borðsins: Bjarni sprengir ríkisstjórn sína Við fáum gesti og gangandi til að meta stöðuna eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórn sína. Líklega verður kosið 30. nóvember, eftir 48 daga. Um hvað verður kosið? Lifa allir flokkar kosningarnar af? Áhugafólk um pólitík sest að borðinu: Karen Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi, Brynjar Níelsson lögfræðingur, Hallur Magnússon verktaki, Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Tómas Ellert Tómasson fyrrum bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, Þórður Snær Júlíusson fyrrum ritstjóri, Atli Þór Fanndal fyrrum blaðamaður, Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vg, Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Davíð Þór Jónsson prestur og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi.
Mon, 14 Oct 2024 - 2h 43min - 651 - Synir Egils: Stjórnarkreppa, kosningar, Samfylkingin
Sunnudagurinn 13. október: Synir Egils: Stjórnarkreppa, kosningar, Samfylkingin Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Heimildarinnar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi og Heimir Már Pétursson fréttamaður og fara yfir stöðuna í pólitíkinni. Vill einhver vera í þessari ríkisstjórn? Verður kosið fyrir jól? Þeir bræður fara líka yfir pólitíkina og það gerir líka Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Vill hún breyta stjórnarstefnunni og hvernig þá?
Sun, 13 Oct 2024 - 2h 34min - 650 - Rauða borðið - Helgi-spjall: Hallgrímur
Laugardagurinn 12. október Helgi-spjall: Hallgrímur Hallgrímur Helgason rithöfundur og málari segir okkur frá lífi sínu og list, fljótinu sem rennur í gegnum hann og því sem hann er og hefur orðið.
Sat, 12 Oct 2024 - 2h 29min - 649 - Heimsmyndir - Helga Þórey
Föstudagur 11. október Heimsmyndir - Helga Þórey Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir kom í þáttinn að rýna í unglingabækur frá 8. og 9. áratug síðustu aldar. Hver var siðferðisboðskapur þessara bóka? Var hann heldur kristilegur og íhaldssamur stundum?
Fri, 11 Oct 2024 - 58min - 648 - Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 41
Föstudagur 11. október Vikuskammtur: Vika 41 Í vikuskammt að þessu sinni koma þau Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir, Sæþór Benjamín Randalsson, Grímur Atlason og Sólveig Arnarsdóttir að ræða fréttir vikunnar.
Fri, 11 Oct 2024 - 1h 38min - 647 - Rauða borðið 10. okt - Fósturvísamálið. neytendur, spilling, fréttir frá Gaza, sýndarmennska
Fimmtudagurinn 10. október Fósturvísamálið. neytendur, spilling, fréttir frá Gaza, sýndarmennska Hallur Hallsson blaðamaður segir frá fósturvísamálinu, ótrúlegri sögu þess og viðbrögðum sem hann hefur fengið við frásögnum sínum. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna fer yfir neytendamál og Björn Þorláksson segir okkur frá bók sinni um spillingu á Íslandi. María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ræðir við Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóra Ríkisútvarpsins um fréttaflutning frá Gaza og Einar Baldvin Brimar höfundur og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri verksins Nauðbeygð Messa nýrra tíma segja okkur frá erindi þess og uppfærslu.
Thu, 10 Oct 2024 - 4h 06min - 646 - Grimmi og Snar - #25 Hver er maðurinn? 👞🩴👟
Fimmtudagur 10. október Grimmi og Snar - #25 Hver er maðurinn? 👞🩴👟 Helgi Örn Pétursson gamall meðlimur Singapore sling 🧵🪡🕸️losnaði Við jakkafötin þegar hann fór að vinna hjá Utanríkisráðuneytinu 🏴☠️🇪🇺🇮🇸 Ekki missa af viðtali við karlmann sem kann að fara í splitt og spíkat í hausnum 😵💫👀🧔🏻♂️
Thu, 10 Oct 2024 - 1h 20min - 645 - Sjávarútvegsspjallið - 25. þáttur: Stefna VG í sjávarútvegsmálum
Fimmtudagur 10. október Sjávarútvegsspjallið 25. þáttur Grétar Mar fær aðstoð Jóns Kristjánssonar, fiskifræðings, til þess að spyrja Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur út í stefnu VG í sjávarútvegs- og fiskveiðistjórnarmálum.
Thu, 10 Oct 2024 - 56min - 644 - Rauða borðið 9. okt - Viðreisn, framleiðni, pólitík, gæsla, heimsmálin, flugvöllur og kannabis
Miðvikudagurinn 9. október Viðreisn, framleiðni, pólitík, gæsla, heimsmálin, flugvöllur og kannabis Það hefur skapast örlítil ólga í Viðreisn eftir að Jón Gnarr sóttist óvænt eftir oddvitasæti í Reykjavík án þess að hafa nokkru sinni verið í flokknum. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir þingmaður ræðir gusuganginn. Þórólfur Matthíasson prófessor greinir efnahaginn; hagvöxt, verðbólgu og vexti. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins og Erna Bjarnadóttir varaþingkona Miðflokksins ræða við Sigurjón Magnús Egilsson um stjórnmál. Katrín Oddsdóttir mannréttindalögfræðingur telur að vopnaburður og öryggisgæsla í kringum ráðherra kunni að hafa gengið út í öfgar. Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi ræðir heimsmálin á tímum stríðs og þjóðarmorðs. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur lýsir furðu sinni á umræðu um samgöngur og náttúruhamfarir þessa dagana. Hvassahraun er galin hugmynd. Magnús Þórsson prófessor á Rhode Island skýrir hvað cannabis science eru.
Wed, 9 Oct 2024 - 4h 46min - 643 - Rauða borðið 8. okt - Kennarar, hjúkrunarfræðingar, svefn, karlar, klassík og vopn
Þriðjudagurinn 8. október Kennarar, hjúkrunarfræðingar, svefn, karlar, klassík og vopn Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræða kjarabaráttu sinna félaga. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í svefni segir að margir Íslendingar þurfi að sofa meira - ekki síst ungt fólk. Við höldum áfram að ræða karlmennsku með Bjarna Karlssyni presti og guðfræðingi. Karl Pétur Jónsson ráðgjafi, Ingólfur Gíslason prófessor og Jökull Sólberg Auðunsson ráðgjafi ræða við okkur út frá lúxuskarlinum. Sigrún Eðvaldsdóttir mun spila fiðlukonsert Brahms með Sinfóníunni á fimmtudaginn og kemur að Rauða borðinu ásamt Tryggva M. Baldvinssyni listræns ráðgjafa sveitarinnar og ræðir við klassíska tónlist við okkur og tónlistarnemana Sóley Lóu Smáradóttur og Sól Björnsdóttir. Í lokin segir Hildur Þórðardóttir fyrrum forsetaframbjóðandi okkur frá undirskriftasöfnun gegn vopnasendingum til Úkraínu.
Tue, 8 Oct 2024 - 4h 07min - 642 - Reykjavíkurfréttir 8. okt - Talað og tekið á málum
Þriðjudagur 8. október Talað og tekið á málum Borgarstjórnarhópur Sósíalista fer yfir það helsta sem hefur átt sér stað innan borgarinnar á liðnum dögum; tillögu um mælingar á þáttum er tengjast gjaldfrjálsum máltíðum svo hægt sé að fylgjast með þróun þeirra þátta, svo sem næringargildi, gæði og magn. Við munum einnig fjalla um tillögu Sósíalista um samvinnuvettvang við stéttarfélögin sem fékk brautargengi innan borgarinnar sem og breytingar á gjaldskrá í akstursþjónustu fatlaðra, þar sem loks á að miða gjaldið við það sem þekkist hjá Strætó bs
Tue, 8 Oct 2024 - 26min - 641 - Rauða borðið: Vinstrið, pólitíkin, kannabis, þjóðarmorð og rauðar heimsbókmenntir
Mánudagurinn 7. október Vinstrið, pólitíkin, kannabis, þjóðarmorð og rauðar heimsbókmenntir Við höldum fund með rótum Vg: Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingkona, Einar Ólafsson skáld og bókavörður, Margrét Pétursdóttir verkakona og Guðmundur Auðunsson hagfræðingur, sem öll hafa verið í Vg, ræða um stöðu vinstrisins í dag. Í Þinginu ræðir Björn Þorláks við Ólaf Harðarson stjórnmálafræðing. VG og framtíð ríkisstjórnarinnar ber þar hæst. Við ræðum hamp og kannibis við fjórar konur: Lára Bryndís Pálmadóttir hefur tekið inn cbd-olíu vegna verkja, Brynhildur Arthúrsdóttir er móðir stúlku með flogaveiki sem hefur líka notað cbd, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er aðstandandi sjúklings sem tók inn kannabisolíur og Þórunn Jónsdóttir er stofnandi og varaformaður Hampfélagsins og stendur fyrir ráðstefnu um hamp. María Lilja ræðir við mótmælendur á tímamótum sem hafa staðið vaktina með Palestínu síðasta árið. Bókmenntafræðingarnir Anna Björk Einarsdóttir og Benedikt Hjartarson eru gestaritstjórar Ritsins sem fjalla um rauða heimsbókmenntirnar. Þau segja okkur frá áhrifum þeirra á menningu og pólitík.
Mon, 7 Oct 2024 - 4h 37min - 640 - Synir Egils 6. okt - Pólitískar hræringar og Hrun
Sunnudagurinn 6 . október: Synir Egils: Pólitískur hræringar og Hrun Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins, Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri hjá Eflingu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni, veika stöðu ríkisstjórnar og flokkanna sem að henni standa. Þeir bræður fara yfir pólitíkina og ræða síðan um arfleið Hrunsins. Guðrún Johnsen hagfræðingur, Jón Þórisson arkitekt og Þorvaldur Logason sagnfræðingur ræða hvað hrundi og hvort nokkuð hafi verið reist við.
Sun, 6 Oct 2024 - 2h 46min - 639 - Rauða borðið - Helgi-spjall: Lilja Ingólfsdóttir
Laugardagurinn 5. október Helgi-spjall: Lilja Ingólfsdóttir Lilja Ingólfsdóttir segir okkur frá æsku sinni og tengslunum við Ísland og fólkið sitt hér, mótun og þroska, leið sinni að bíómyndinni Elskuleg sem fjallar um þránna eftir ást og vandanum við að þiggja hana og veita.
Sat, 5 Oct 2024 - 1h 44min - 638 - Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 40
Föstudagurinn 4. október Vikuskammtur: Vika 40 Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Anita Da Silva Bjarnadóttir öryrki og ungur Roði, Grímur Hákonarson leikstjóri, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Margrét Manda Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af hrörnun ríkisstjórnar, innanflokksátökum, vaxandi stríðsógn og háum vöxtum.
Fri, 4 Oct 2024 - 1h 16min - 637 - Rauða borðið 3. okt - Líbanon, hægrið, samkeppni og sagnfræði
Fimmtudagurinn 3. október Líbanon, hægrið, samkeppni og sagnfræði Við byrjum á Radíó Gaza: María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ræðir um ástandið í Mið-Austurlöndum við Margréti Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing og Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur mannfræðing sem báðar þekkja þennan heimshluta vel. Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi er búinn að stofna Lýðræðisflokkinn. Hann kemur og segir okkur frá flokknum, hægrinu og samfélaginu. Benjamín Julian verkaefnastjóri í verðlagseftirliti Alþýðusambandsins segir okkur frá verðsamkeppni á matvörumarkaði og hvernig búðir geta haldið uppi verði þar sem samanburður er illframkvæmanlegur. Í lokin koma ungir sagnfræðingar, Unnur Helga Vífilsdóttir, Þórey Einarsdóttir og Kolbeinn Sturla G. Heiðuson, og segja okkar frá rannsóknum sínum og stöðu sögunnar í samtímanum.
Thu, 3 Oct 2024 - 3h 21min - 636 - Sjávarútvegsspjallið - 24. þáttur - Stefna Pírata í sjávarútvegsmálum
Fimmtudagur 3. október Sjávarútvegsspjallið - 25. þáttur Björn Leví Gunnarsson mætir til Grétars Mars og Óla ufsa og greinir frá stefnu Pírata í sjávarútvegsmálum.
Thu, 3 Oct 2024 - 1h 00min - 635 - Rauða borðið 2. okt - Krakkaþing, elítur, eftirlaunafólk, búddistar og Einar Sigurður
Miðvikudagurinn 2. október Krakkaþing, elítur, eftirlaunafólk, búddistar og Einar Sigurður Krakkaþing Fíusólar hefur skilað niðurstöðum sínum. Tinna Sigfinnsdóttir framhaldsskólanemi og Guðmundur Brynjar Bergsson grunnskólanemi segja okkur frá þeim ásamt Þórunni Örnu Kristjánsdóttur leikstjóriaog leikkonu. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur ræðir um íslenskar elítur og elítuhugsun. Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri lifdununa.is og Guðmumdur Þ. Ragnarsson fyrrverandi formaður VM, ræða við Sigurjón Magnús Egilsson um áskoranir sem mæta fólki á eftirlaunaaldri. Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Ástvaldur Zenki Traustason ræða um búddismann í amstri dagsins og Einar Sigurður Jónsson segir frá lífi sínu.
Wed, 2 Oct 2024 - 3h 41min - 634 - Með á nótunum - 100 - Brynja Skjaldar
Þriðjudagur 1. október Með á nótunum - 100 - Brynja Skjaldar Jæja, kæru Landsmenn. Season 4 af Með á Nótunum er hafið. Óli Hjörtur og Natalie verða með þér annan hvern þriðjudag á þessum bremsulausa bíl með góða skapið og góða gesti. Í þessum fyrsta þætti fengum við hana Brynju Skjaldar í kaffi til að fara yfir helstu fréttirnar og afmælisbörnin góðu. Verið Með á Nótunum í boði Bíó Paradísar í vetur.
Tue, 1 Oct 2024 - 1h 19min - 633 - Rauða borðið 1. okt - Þriðja heimsstyrjöldin, vistkrísa, borgarlína, Elskuleg og karlar
Þriðjudagurinn 1. október Þriðja heimstyrjöldin, vistkrísa, borgarlína, Elskuleg og karlar Tjörvi Schiöth doktorsnemi segir okkur frá innrás Ísraelshers í Líbanon og veikri vígstöðu Úkraínuhers, sem hvort tveggja getur leitt til þriðju heimstyrjöldinni. Heldri eldhugar og fulltrúar eldri aðgerðarsinna Aldins, þeir Stefán Jón Hafstein og Árni Bragason koma að Rauða borðinu og varða veg úr vistkrísunni með alvöru aðgerðaráætlun í raunhæfri bjartsýni. Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur er í hópi skeptískra er kemur að Borgarlínu. Hann segir að Borgarlínan hafi þegar kostað höfuðborgarbúa mikið. Vera Wonder Sölvadóttir leikstjóri, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Vilborg Halldórsdóttir leikkona og Helga Rakel Rafnsdóttir leikstjóri ræða Elskuleg, mynd Lilju Ingólfsdóttir, sem fjallar um konur og skilnaði. Annar kafli í karlaspjallinu fjallar um seka karlinn. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur leiðir samtal um karlmennsku. Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur, Reinhold Richter eftirlaunamaður og Freyr Eyjólfsson öskukarl svara og segja frá.
Tue, 1 Oct 2024 - 4h 54min - 632 - Rauður raunveruleiki - Ragnar Sverrirsson / Heimsganga fyrir friði og tilveru án ofbeldis
Ragnar Sverrirson hefur lengi verið viðloðin alþjóðlegu Húmanistahreyfingunni og er nýkominn frá Keníu. Á miðvikudaginn verður viðburður í Klambratúni þar sem verður gert mannlegt friðarmerki. Sanna Magdalena verður fundastjóri og ræðufólk frá fjölmörgum samtökum taka til máls. Magga Stína mun synga. Mæting klukkan 20! Hvetjum alla til að mæta og standa fyrir friði. En eins og sagt var er Ragnar nýkomin frá Keníu þar sem hann var að starfa með félögum í Húmanistahreyfingunni. Heimsgangan fyrir friði og tilveru án ofbeldis mun eiga sér stað um allan heim en hún byrjar fyrst núna á miðvikudaginn! Við ræðum við Ragnar um Húmanistahreyfinguna og Heimsgönguna. Við sýnum tónlist frá húmanistanum og tónlistarkonunni Black Queen í lokin. Hún er 18 barna móðir.
Tue, 1 Oct 2024 - 1h 03min - 631 - Reykjavíkurfréttir 1. okt - Samgönguleysi í Gufunesi
Þriðjudagur 1. október Reykjavíkurfréttir: Samgönguleysi í Gufunesi Í þætti dagsins ræðum við um almenningssamgöngur frá sjónarhóli íbúa í Gufunesi en gestir okkar, Móberg Ordal og Rakel Glytta Brandt heilluðust af vistvænum hugmyndum um sjálfbært þorp og samvinnu íbúa en enduðu samgöngulaus og félagslega einangruð í Jöfursbás.
Tue, 1 Oct 2024 - 48min - 630 - Rauða borðið 30. sept - Umboðsmaður Alþingis, píratar, lýðræðið, samgöngur og þýðingar
Fimmtudagurinn 26. september Rauða borðið: Umboðsmaður Alþingis, píratar, lýðræðið, samgöngur og þýðingar Í dag er síðasti dagurinn sem Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis getur talað frjálst. Við ræðum við Skúla um meðal annars Yazan-málið. Björn Leví Gunnarsson þingmaður pírata kemur og ræðir stemmninguna á Alþingi, fortíð og framtíð flokksins. Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor emerita, Sölvi Halldórsson rithöfundur og kynningarfulltrúi RIFF, Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri horfðu á franska heimildarmynd um búsáhaldarbyltinguna og lýðræðistilraun sem ekki er lokið. Þau ræða máli við Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands, fræðir okkur um störf þýðandans í tilefni af degi þýðenda. Og við endum á umræðu um samgöngur. Unnar Erlingsson, íbúi á Austurlandi ræðir reiði margra flugfarþega í innanlandsfluginu. Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarkona á Rúv og strætófarþegi slær svo botninn í þáttinn með því að lýsa veröld þeirra sem nota almenningssamgöngur á hverjum degi.
Mon, 30 Sep 2024 - 4h 03min - 629 - Rauður raunveruleiki - Alfred de Zayas / Alþjóðalög, mannréttindi og áróður
Alfred de Zayas er prófessor í alþjóðalögum við Háskólann í Genf og hefur áratugareynslu af starfi innan Sameinuðu Þjóðanna. Hann hefur starfað sem óháður sérfræðingur mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna í alþjóðamálum og skrifað fjölmargar bækur um alþjóðakerfið. Alfred hefur margt til málanna að leggja og er harður gagnrýnandi á tvískinnung Vesturlanda þegar kemur að mannréttindum og alþjóðalögum. Alfred hefur skrifað bækur á borð við "The Human Rights Industry" (2023), "Building a Just Order" (2021) og "Countering Mainstream Narratives: Fake News, Fake Law, Fake Freedom" (2022). Við ræddum við Alfred í kjölfar fundar í Safnarhúsinu við Hverfisgötu. Fundurinn var liður í fundarröð Ögmundar Jónassonar: Til róttækrar skoðunar.
Sun, 29 Sep 2024 - 1h 22min - 628 - Synir Egils 29. sept - Byrlun, vinnumansal, pólitísk átök og skuldir ríkissjóðs
Sunnudagur 29. september Synir Egils: Byrlun, vinnumansal, pólitísk átök og skuldir ríkissjóðs Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill, Jón Gnarr listamaður og pólitíkus og Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálaástandið. Þeir bræður munu taka púlsinn á pólitíkinni og síðan koma þrír þingmenn til að ræða stöðu ríkisfjármála, skuldasöfnun og vaxtabyrði: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar, Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata, Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar.
Sun, 29 Sep 2024 - 2h 12min - 627 - Rauða borðið - Helgi-spjall: Þóra Stína
Laugardagur 28. september Helgi-spjall: Þóra Stína Þórunn Kristín Emilsdóttir, líka kölluð Þóra Stína hefur starfað sem leiðbeinandi miðill í mörg ár og lýsir litríku starfi sínu og ræðir einnig um baráttu sína fyrir tjáningu á sannleikanum í gegnum réttarhöld, glæpa- og sálarrannsóknir.
Sat, 28 Sep 2024 - 1h 51min - 626 - Heimsmyndir - Róbert Jack
Föstudagur 27. september Heimsmyndir - Róbert Jack Róbert Jack heimspekingur kom í þáttinn að ræða upplifanir af fyrri lífum. Hvað sú þekking eða lífsskoðun gerir fyrir hans heimsmynd. Hafi maður upplifað slíkt vill maður geta rætt það við einhvern. Við erum félagsverur. En er það með góðu móti hægt?
Fri, 27 Sep 2024 - 1h 11min - 625 - Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 39
Vikuskammtur í dag, 27. september Efnahagsmál, náttúruvernd, pólitík, rasismi og vinnubrögð lögreglu verða meðal umræðuefna í Vikuskammti að þessu sinni. Gestir eru Gunnar Sigurðsson leikari, Sigmundur Ernir Rúnarsson blaðamaður, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd og Sigmar Guðmundsson þingmaður. Umsjónarmaður er Björn Þorláks
Fri, 27 Sep 2024 - 1h 31min - 624 - Rauða borðið 26. sept - Óspilltir blaðamenn, nýir Íslendingar, VG, líðan barna, alþjóðakerfið, kúrekar og dýraníð
Fimmtudagur 26. september Rauða borðið: Óspilltir blaðamenn, nýir Íslendingar, VG, börn og þeirra líðan, alþjóðakerfið, kúrekar og dýraníð. Aðalsteinn Kjartansson sem hefur um árabil haft réttarstöðu sakbornings ásamt fjölda annarra blaðamanna ræðir ákvörðun lögreglu fyrir norðan að hætta rannsókn á umtöluðu máli. Við fjöllum um innflytjendamál. Þau Morgane Priet-Mahéo stuðningsfulltrúi hjá Rétti barna á flótta, Hallfríður Þórarinsdóttir doktor í menningarmannfræði, Sema Erla Serdaroglu formaður Sólaris og Jasmina Vajzović stjórnmálfræðingur ræða stöðu nýrra Íslendinga, flóttafólks og fólks af erlendum uppruna. Hlynur Hallsson VG-félagi telur ekki ráðlegt að sprengja ríkisstjórnina. Hann hyggur að viðspyrna sé á næsta leyti. Geðheilsa barna verður til umfjöllunar. Þórhildur Ólafsdóttir barnasálfræðingur setur hnífamálið í stærra samfélagslegt samhengi. Ögmundur Jónasson segir okkur frá gagnrýni Alfred de Zayas, prófessors í alþjóðalögum, á veiklað alþjóðakerfið, en de Zayas heldur fyrirlestur á vegum Ögmundar í Þjóðmenningarhúsinu á laugardaginn. Árni Sveinsson leikstjóri og Jón Oddi Víkingsson aka Johnny King tónlistarmaður ræða Kúreka. Og við endum á umfjöllun um dýraníð og dýravernd. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands gagnrýnir sinnuleysi.
Thu, 26 Sep 2024 - 4h 19min - 623 - Rauða borðið: Forseti, biskup, vinnumansal, Vg, fréttir og hrepparígur
Miðvikudagurinn 25. september Forseti, biskup, vinnumansal, Vg, fréttir og hrepparígur Guðrún Karls Helgudóttir biskup og Halla Tómasdóttir forseti koma að Rauða borðinu og ræða vaxandi tilfinningu fyrir að samfélagið hafi sveigt af braut. Adam Kári Helgason, eftirlitsfulltrúi Fagfélaganna og Eflingar, Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviði ASÍ, Gundega Jaunlinina, varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands ræða vinnuframsal, starfsmannaleigur og brot á réttindum launafólks. Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR ræðir tillögu sína og annarra fyrir flokksþing, um að stjórnarsamstarfinu verði slitið strax. Sigurjón Magnús Egilsson kemur og ræðir pólitík og fréttir vikunnar við blaðamennina Sigtrygg Ara Jóhannsson og Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur. Í lokin segir dr. Bjarki Þór Grönfeldt stjórnmálafræðingur okkur frá hrepparíg og ólíkan kúltúr milli bæjarfélaga.
Wed, 25 Sep 2024 - 3h 20min - 622 - Rauða borðið: Freki karlinn, aðgerðarleysi í loftlagsmálum, Brasilía, innanlandsflug, Sýslumaður dauðans og ull
Þriðjudagurinn 24. september Freki karlinn, aðgerðarleysi í loftlagsmálum, Brasilía, innanlandsflug, Sýslumaður dauðans og ull Við hefjum þáttinn á umræðu um karla með Bjarna Karlssyni; Bergsteinn Sigurðsson blaðamaður, Atli Þór Fanndal starfsmaður Pírata og Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri ræða karlmennsku og einkum freka karlinn. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands., Auður Önnu Magnúsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri Landverndar, Guðmundur Steingrímsson doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði og Þorbjörg María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar gagnrýna aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Luciano Dutra segir okkur frá pólitíkinni í Brasilíu og Ólína Freysteinsdóttir íbúi á Akureyri frá hækkun á innanlandsflugi. Við ræðum leikritið Sýslumaður dauðans við höfundinn Birni Jón Sigurðsson, leikstjórann Stefán Jónsson, aðalleikarann Harald Ara Stefánsson og leikhússtjórann Brynhildi Guðjónsdóttur. Og í lokin segir Hulda Brynjólfsdóttir bóndi og eigandi Uppspuna okkur frá ullarvikunni.
Wed, 25 Sep 2024 - 5h 13min - 621 - Reykjavíkurfréttir - Slökkvistarf í eiginlegri og óeiginlegri merkingu
Þriðjudagur 24. september Reykjavíkurfréttir: Slökkvistarf í eiginlegri og óeiginlegri merkingu Ásta Dís og Sanna ræða ýmislegt úr borgarmálum síðustu viku. Samþykkt var að skoða nánar tillögu Sósíalistaflokks í borgarstjórn um næringargildi gjaldfrjálsra skólamáltíða. Ásta Dís segir frá reykköfun, óleyfisbúsetu og fleiru í heimsókn sinni til slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en aðalfundur þeirra var haldinn á föstudaginn var í Hafnarfirði og þar kom ýmislegt fróðlegt í ljós. Kjalarnes bar á góma en. einnig ræðum við stuttlega um NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð).
Tue, 24 Sep 2024 - 29min - 620 - Rauða borðið: Reiðhjól, karlmennska, öryggismál, Viðreisn og leikrit um fatlaða konu
Mánudagurinn 23. september Reiðhjól, karlmennska, öryggismál, Viðreisn og leikrit um fatlaða konu Fólk sem ferðast um borgina á hjólum ræðir samgöngumál við Rauða borðið: Sigmundur Ernir Rúnarsson blaðamaður, Herdís Schopka jarðfræðingur, Örn Bárður Jónsson prestur og Gísli Tryggvason lögmaður lýsa samgöngum höfuðborgarsvæðisins séð af hnakki reiðhjóls. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur lítur við og ræðir samtöl um karlmennsku sem verða við Rauða borðið á næstu vikum. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við okkur um Eystrasaltslöndin, aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, hrörnandi hagkerfi og vaxandi stórveldaátök. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksmaður Viðreisnar segir frá áherslum flokksins og metur stöðu stjórnmála í vikulegum þætti þingsins. Við fjöllum um leikritið Taktu flugið, beibí sem segir sögu fatlaðrar konu. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir höfundur, leikari og aðalpersóna, Ilmur Stefánsdóttir leikstjóri og leikararnir Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og ræða verkið og erindi þess.
Mon, 23 Sep 2024 - 3h 48min - 619 - Synir Egils: Samfélagslegur harmur, pólitískur skjálfti og húsnæðiskreppa
Sunnudagurinn 22 . september: Synir Egils: Samfélagslegur harmur, pólitískur skjálfti og húsnæðiskreppa Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona, Dagbjörg Hákonardóttir þingkona og Róbert Marshall leiðsögumaður og fara yfir fréttir vikunnar sem einkenndust af þungbærum fréttum og pólitískum óróa. Þeir bræður taka stöðuna á á pólitíkinni og síðan koma Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, María Pétursdóttir formaður húsnæðishóps ÖBÍ og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða viðvarandi húsnæðiskreppu, aðgerðaleysi stjórnvalda og hvað sé til ráða.
Sun, 22 Sep 2024 - 2h 15min - 618 - Helgi-spjall: Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsjálfari í handbolta
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsjálfari í handbolta, er gestur Björns Þorláks í Helgi-spjalli. Snorri fer yfir lífið og leikinn en stór stund er framundan á komandi ári.
Sat, 21 Sep 2024 - 2h 03min - 617 - Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 38
Föstudagurinn 20. september Vikuskammtur: Vika 38 Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir nemi, Bergþór Másson umboðsmaður og hlaðvarpari, Kristín Sveinsdóttir kennari og söngkona, Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson verkefnastjóri við HÍ og Marinó G. Njálsson ráðgjafi og samfélagsgreinir og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af hörmungarfréttum, brottvísun, mótmælum og átökum
Fri, 20 Sep 2024 - 1h 38min - 616 - Grimmi og Snar - #24 Snar er til í að hugsa 🤯
Fimmtudagur 19. september Grimmi og Snar - #24 Snar er til í að hugsa 🤯 Hvar væru vísindin 🧬stödd án heimspekinga eins M Diljá ívarsdóttur. Hún hitti Grimma og Snar, hversu snar er það 🧊🪙
Thu, 19 Sep 2024 - 1h 36min - 615 - Rauða borðið 19. sept - Kvenfrumkvöðlar, orkuokur, foreldrar og börn, félagslegir töfrar og lífsleikni
Fimmtudagurinn 19. september Kvenfrumkvöðlar, orkuokur, foreldrar og börn, félagslegir töfrar og lífsleikni Verðlaunakvenfrumkvöðlar setjast með Oddnýju Eir Ævarsdóttur og ræða sín afrek og stöðu kvenna: Heiðdís Einarsdóttir, Elinóra Inga Sigurðardóttir, Hraundís Guðmundsdóttir og Björg Árnadóttir. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir um hækkun á orkuverði, rukkanir fyrir bílastæði, vöruskerðingu og önnur neytendamál. Ársæll Arnarsson prófessor í sálfræði ræðir uppeldi og samskipti foreldra við börn og Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði um hvað beri að gera til að endurvefa félagslegt net samfélagsins. Í lokin ræðir Róbert Jack heimspekingur um vanda skólakerfisins, um sjálfsstjórn, lífsleikni og tjáningu tilfinninga.
Thu, 19 Sep 2024 - 3h 53min - 614 - Sjávarútvegsspjallið - 22. þáttur - Stefna Viðreisnar í sjávarútvegsmálum
Fimmtudagur 19. september Sjávarútvegsspjallið - 22. þáttur - Stefna Viðreisnar í sjávarútvegsmálum: Daði Már Kristófersson Á næstunni mun Sjávarútvegsspjallið taka fyrir stefnu stjórnmálaflokkanna í sjávarútvegsmálum. í þessum þætti fær Grétar Mar aðstoð frá Ólafi Jónssyni (Óla ufsa) og fá þeir félagar til sín Daða Má Kristófersson, varaformann Viðreisnar til að fræðast um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum.
Thu, 19 Sep 2024 - 1h 02min - 613 - Rauða borðið 18. sept - Niðurskurðarstefna, borgarlína, borgaraleg óhlýðni og Ólympíuleikar
Miðvikudagurinn 18. september Niðurskurðarstefna, borgarlína, borgaraleg óhlýðni og Ólympíuleikar Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar segir okkur frá bók Clöru Mattei hagfræðiprófessor um Auðvaldsskipulagið og svelti- eða niðurskurðarstefnu. Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalisti og Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati deila um borgarlínu. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands ræða um gildi mótmæla og borgaralegrar óhlýðni. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sagnfræðinemi og íþróttafréttamaður segir okkur frá för íslenskra keppenda og fylgdarliðs á Ólympíuleikana í London 1948.
Wed, 18 Sep 2024 - 3h 14min - 612 - Rauða borðið 17. sept - Pólitískur skjálfti, mótmæli, breytt veðurkerfi og hávaði
Þriðjudagurinn 17. september Pólitískur skjálfti, mótmæli, breytt veðurkerfi og hávaði Við Rauða borðið í kvöld ræðir Sigurjón Magnús Egilsson við þingmann og blaðamann um stöðu ríkisstjórnarinnar í kjölfar gríðarlegrar ólgu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar fatlaða drengsins Yazan. Þeir Björn Leví Gunnarsson pírati og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður verða gestir Sigurjóns. Gunnar Smári Egilsson ræðir við fjölda mótmælenda sem hafa staðið vaktina í andófi gegn brottvísun Yazan. Þau Anna Lára Steindal, Daníel Þór Bjarnason, Kristbjörg Arna Elínardóttir Þorvaldsdóttir, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp og Pétur Eggerz Pétursson ræða baráttu fyrir mannréttindum og samkennd. Hvert veðurmetið á fætur öðru hefur verið slegið undanfarið. Áleitin spurning er hve mikil áhrif loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa á veðrið og aðra þætti mannlegrar tilveru. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kemur og ræðir stóru spurningarnar við Björn Þorláks. Rauða borðinu lýkur svo með spjalli við Daða Rafnsson, meðlim samtaka sem berjast gegn óþörfum hávaða við Reykjavíkurflugvöll. Auðmannadekur ber á góma.
Tue, 17 Sep 2024 - 2h 59min - 611 - Reykjavíkurfréttir - Ójöfnuður í skólakerfinu
Þriðjudagur 17. september Ójöfnuður í skólakerfinu Í þessum þætti ræðum við um ójöfnuð og birtingarmyndir þess í skólum. Þórunn Einarsdóttir kennari í framhaldsskóla kemur til okkar og ræðir við okkur um skólastarfið, falinn kostnað við skólaviðburði og misjafnar aðstæður nemenda. Þá veltum við því einnig upp hvort að framhaldskólar ættu að vera gjaldfrjálsir.
Tue, 17 Sep 2024 - 41min - 610 - Rauða borðið: Samfylking, áfengi, djöfulsins karlar og eitrið í samfélaginu
Mánudagurinn 16. september Samfylking, áfengi, djöfulsins karlar og eitrið í samfélaginu Logi Már Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræðir pólitískan samtíma og sögu flokksins frá því að Vinstri stjórnin var við völd eftir hrun. Árni Guðmundsson félagsfræðingur kærði sjálfan sig fyrir ólögleg áfengiskaup til að láta reyna á lög og reglur samfélagsins. Hann lýsir áhyggjum af bresti í forvörnum ungmenna og hans skilaboð til Hagkaupa eru: Hættið að selja áfengi! Þórdís Gísladóttir þýðandi segir okkur frá bókinni Þessi djöfulsins karlar eftir Andrev Walden, sem er uppvaxtarsaga en fjallar líka um konu sem vill bjarga körlum sem reynast bölvaðir drullusokkar þegar á reynir. Séra Örn Bárður Jónsson jarðsöng Bryndísi Klöru, sautján ára stúlku sem lést eftir árás. Hann segir að Íslendingar þurfi að ræða eitrið í samfélaginu.
Mon, 16 Sep 2024 - 2h 46min - 609 - Synir Egils 15. sept - Vaxtaokur, fjárlög og fallvölt ríkisstjórn
Sunnudagur 15. sept Synir Egils: Fjárlög, vaxtaokur og fallvölt ríkisstjórn Gestir verða Bogi Ágústsson, Ingibjörhg Sólrún Gísladóttir, Jakob Frímann Magnússon og Ólafur Þ. Harðarson. Vettvangur dagsins, Bogi, Ingibjörg og Jakob. Pólitík dagsins, vaxtaokur bankanna, aðför að heimilum, fjárlög. Seinni hluti Ólafur. Staða ríkisstjórnarinnar, lifir hun eða deyr. Heldur Samfylkingin fylginu eða hrapar hún? Hvað með flokkanna sjálfa? T.d. Sósíalistaflokkinn?
Sun, 15 Sep 2024 - 2h 09min - 608 - Rauða borðið - Helgi-spjall: María Bender
Laugrdagur 14. september Helgi-spjall: María Bender María Haraldsdóttir Bender er gestur Björns Þorlákssonar sem sér um Helgispjallið þessa vikuna. María átti veigamikinn þátt í að koma upp um barnaníðing á sínum tíma og ræðir mikilvægi þess að við stöndum sem sjálfum okkur.
Sat, 14 Sep 2024 - 1h 47min - 607 - Heimsmyndir - Nicole Keller
Föstudagur 13. september Heimsmyndir - Nicole Keller Nicole Keller doktor í jarðefnafræði kom í þáttinn að ræða um reynslu vísindamanns af að finna sig í jóga og hugleiðslu. Loftslagsmál og merkingar-krísan komu einnig við sögu.
Fri, 13 Sep 2024 - 55min - 606 - Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 37
Föstudagur 13. september Vikuskammtur: Vika 37 Björn Þorláks stýrir þættinum og hittist þannig á að allir gestir hans fjórir eru konur. Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona, Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri Bændablaðsins, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Valgerður Rúnarsdóttir læknir á SÁÁ ræða helstu fréttamál þar sem stjórnmál, ofbeldi og áfengi kemur við sögu. Einnig verður létt og skemmtileg umræða eins og vera ber í vikulokin.
Fri, 13 Sep 2024 - 1h 17min - 605 - Grimmi og Snar #23 - Ég skora á þig Helgi 🍄
Fimmtudagur 12. september Grimmi og Snar #23 - Ég skora á þig Helgi 🍄 Eftir að hafa gengið á eftir Helga Jean Claessen með grasið í skónum í mörg ár kom hann í þáttinn 👁️ Grimmi skoraði á hann í rökræður, honum leyst ekki vel á það. 🖐🏼️ 💜🤚🏼
Thu, 12 Sep 2024 - 1h 26min - 604 - Rauða borðið 12. sept - Stefnuræða, tónlistarskólar, Gaza, sálarástand og geirfuglinn
Fimmtudagurinn 12. september Stefnuræða, tónlistarskólar, Gaza, sálarástand og geirfuglinn Blaðamennirnir Sigurjón Magnús Egilsson og Björn Þorláksson fara yfir stefnuræðu Bjarna Benediktssonar og umræður um hana í þinginu. Við fáum síðan kennara til að meta kosti og galla tónlistarskólans í yfirferð okkar um skólakerfið: Jóhann Ingi Benediktsson kennari í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Júlíana Rún Indriðadóttir skólastjóri sama skóla, Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri og Sigrún Grendal formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum greina stöðuna. Magga Stína segir fréttir af þjóðarmorðinu á Gaza sem stjórnvöld á Vesturlöndum styðja í orði, á borði eða með aðgerðarleysi. Gísli Pálsson mannfræðingur segir okkur frá geirfuglinum og Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur ræðir um sálarástand landans.
Thu, 12 Sep 2024 - 3h 54min - 603 - Sjávarútvegsspjallið - 20. þáttur
Fimmtudagur 5. september Sjávarútvegsspjallið - 20. þáttur Gestir Grétars að þessu sinni eru þeir Axel Jónsson, Gísli V. Jónsson og Sæmundur Halldórsson
Thu, 12 Sep 2024 - 1h 03min
Podcasts similares a Samstöðin
- Álhatturinn Álhatturinn
- Global News Podcast BBC World Service
- El Partidazo de COPE COPE
- Herrera en COPE COPE
- The Dan Bongino Show Cumulus Podcast Network | Dan Bongino
- The Parkinson's Podcast Davis Phinney Foundation
- Es la Mañana de Federico esRadio
- La Noche de Dieter esRadio
- Hondelatte Raconte - Christophe Hondelatte Europe 1
- Express Biedrzyckiej - seria DOBRZE POSŁUCHAĆ Kamila Biedrzycka
- La rosa de los vientos OndaCero
- Más de uno OndaCero
- La Zanzara Radio 24
- Spursmál Ritstjórn Morgunblaðsins
- Frjálsar hendur RÚV
- Í ljósi sögunnar RÚV
- El Larguero SER Podcast
- Nadie Sabe Nada SER Podcast
- SER Historia SER Podcast
- Todo Concostrina SER Podcast
- The Tucker Carlson Show Tucker Carlson Network
- Ja i moje przyjaciółki idiotki Tu Okuniewska
- Help with Parkinson's Warren Butvinik
- 辛坊治郎 ズーム そこまで言うか! ニッポン放送