Filtrer par genre

Samstöðin

Samstöðin

Samstöðin

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum. Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

690 - Rauða borðið 13. nóv - Kosningar, hneyksli, húsnæði og saga úr daglega lífinu
0:00 / 0:00
1x
  • 690 - Rauða borðið 13. nóv - Kosningar, hneyksli, húsnæði og saga úr daglega lífinu

    Miðvikudagurinn 13. nóvember Kosningar, hneyksli, húsnæði og saga úr daglega lífinu Fjórir listamenn mæta í beina útsendingu í kvöld og svara spurningu um hvort listamenn forðist að opinbera pólitískar skoðanir? Getur það skaðað þá? Og þá hvernig? Þekkjum við dæmi um það? Listamennirnir eru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Auður Jónsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Hörður Torfason. Rannsóknarblaðamennirnir Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson bregða sér í hlutverk viðmælenda í kvöld og fara yfir mál vikunnar; meinta spillingu í sjávarútvegsráðuneytinu og títt umrædda uppljóstrun tengda syni fyrrverandi ráðherra. Jónas Atli Gunnarsson, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Sigurður Stefánsson, Aflvaka og Yngvi Ómar Sighvatsson, Leigjendasamtökunum ræða um helstu áskoranir í umbótum í húsnæðisóefni þjóðarinnar. Hafdís Huld Eyfeld Haakansson eftirlaunakona og móðir fjölfatlaðrar konu, Svanhvítar Eddu Johnsen, segir frá baráttu sinni fyrir að dóttirin fái notið arfs sem hún fékk eftir föður sinn.

    Thu, 14 Nov 2024 - 3h 33min
  • 689 - Rauða borðið 12. nóv - Sakamál, fíkn, spilling, bækur og pólitík

    Þriðjudagur 12. nóvember Sakamál, fíkn, spilling, bækur og pólitík Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður, Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir uppistandari, Halla B. Þorkelsson hjá Heyrnarhjálp og Teitur Atlason kryfja samtímann í beinni útsendingu með Birni Þorláks. Sigrún Sigurðardóttir doktor í hjúkrunarfræði og prófessor við HA, Daðey Albertsdóttir sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna, Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari og óvirkur alkóhólisti koma og ræða að aldrei hafa fleiri látist úr lyfjaeitrunum en nú er kemur að ungu fólki. Hvað er til ráða? Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur kemur og segir nokkur orð um Jón Gunnarsson og spillingarmál sem nú skekur stjórnsýsluna. Sigþrúður Gunnars, framkvæmdastjóri Forlagsins, kemur og ræðir árekstra bóksölu og kosninganna. Og í lokin kemur Soffía Sigurðardóttir og segir Gunnari Smára Egilssyni frá Geirfinnsmálinu í tilefni af nýrri bók bróður hennar, Sigurðar Björgvins. Var rannsóknin þvæla byggð á sandi?

    Tue, 12 Nov 2024 - 4h 41min
  • 688 - Rauða borðið: Pólitíkin, fátækt, þöggun og vinstrið

    Mánudagurinn 11. nóvember Pólitíkin, fátækt, þöggun og vinstrið Við byrjum á umræðu um stöðuna í pólitíkinni. Drífa Snædal talskona Stígamóta, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins greina stöðuna. Verður fátækt kosningamál? Ætti fátæk að vera kosningamál? Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, Vilborg Oddsdóttir félagráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og Laufey Líndal Ólafsdóttir formaður Pepp samtaka fólks í fátækt ræða stöðuna. Jóhann Hauksson blaðamaður ræðir mál Jóns Gunnarssonar, sem sakar Heimildina um alvarleg óheilindi, er til umræðu. Í lokin kemur Steingrímur J. Sigfússon og ræðir um stöðu Vg og vinstrisins.

    Mon, 11 Nov 2024 - 3h 41min
  • 687 - Synir Egils: Kosningar, umpólun í stjórnmálum og framtíð vinstrisins

    Sunnudagurinn 10. nóvember: Synir Egils: Kosningar, umpólun í stjórnmálum og framtíð vinstrisins Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan blaðamaður, Alma Mjöll Ólafsdóttir starfsmaður þingflokks Vg og Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og ræða fréttir vikunnar og sviptingar í pólitíkinni, hér heiman og vestan hafs. Þeir bræður taka líka stöðuna á pólitíkinni og ræða síðan við vinstra fólk um stöðuna á vinstrinu í okkar heimshluta. Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur, Viðar Þorsteinsson fræðslu og félagsmálastjóri, Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Kjartan Valgarðsson framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur velta fyrir sér framtíð vinstrisins í stjórnmálunum.

    Sun, 10 Nov 2024 - 2h 59min
  • 686 - Rauða borðið - Helgi-spjall: Rán Reynis

    Laugardagurinn 9. nóvember Helgi-spjall: Rán Reynisdóttir Unnur Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari og fjögurra barna móðir er komin í framboð. Hún segir okkur frá lífsbaráttu sinni sem varð önnur og harðari en hún bjóst við, ástinni sem svíkur, grimmri fátækt og mikilvægi þess að berjast með samherjum fyrir réttlæti.

    Sat, 9 Nov 2024 - 1h 55min
Afficher plus d'épisodes