Filtra per genere
- 76 - 72. Tímastjórnun á Tossa de Mar
Þar sem íslenska snemmsumarsveðrið hefur ekki verið upp á marga fiska vilja Brestssystur senda hlustendum smá sumargjöf og sól frá Tossa de Mar á Spáni.
Þátturinn var tekinn upp í lok maí þegar Birna var sólkysst í Tossa en Bryndís að slást við trampólín í gulri viðvörun.
Ef þið hafið áhuga að koma með hópi af landsins skemmtilegustu ADHD konum til Tossa de Mar í september þar sem sólarslökun, góður matur, náttúrutöfrar og misgóð tímastjórnun verður í hávegum höfð finnið þið allar upplýsingar á vefVisitor.
Ath. lokað verður fyrir bókanir 26. júlí.
-----
Brestssystur eru framúrskarandi í tímastjórnun eins og flestu öðru tengdu skipulagsfærni, en hafa þó heyrt af fólki þarna úti sem er að glíma við ýmis vandamál tengd tímastjórnun og -blindu. Af einskærri góðmennsku tóku þær því klukkutíma til að kenna hlustendum á þeirra helstu tips and tricks til að halda heimilislífi gangandi.
Fyrir þau sem ekki vita að Birna og Bryndís eru lygasjúkar, þá var textinn hér að ofan eintóm lygi og fjallar þátturinn fyrst og fremst um vanhæfni þeirra á flestum sviðum.
Fyrir utan umræður tengdar tímastjórnun ræða vinkonurnar einnig fjölnotagildi íþróttatoppa, sangríusósaðar moskítóflugur og margt margt fleira.
Tue, 02 Jul 2024 - 1h 06min - 75 - 71. Afsakið hlé
Nú taka við breytingar hjá Brestssystrum þar sem Birna ætlar að flytja af landi brott. Í þættinum útskýra þær fjarveru síðustu vikna, (ó)skipulag næstu vikurnar, nokkur góð nenni mér ekki móment og hvort Brestur muni lifa fjarsambandið af.
Þú getur hlusta á þrjá þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Upplýsingar um Brestur x Ofurkona í orlofi ferðina okkar til Tossa de Mar má finna á https://visitor.is/ferdir/brestur-x-ofurkona-i-orlofi
Thu, 04 Apr 2024 - 56min - 74 - 70. ADHD höfnunarnæmni
Í þættinum fáum við allt það helsta af krísu Kensington kastala, en fréttaritari Brests var í Lundúnum á dögunum. Þá bar líka okkar helsta og besta RSD, Rejection sensitive dysphoria eða höfnunarnæmni á góma og ræddu Brestssystur orsök, afleiðingu og góð bjargráð því tengdu. Nenni mér ekki mómentin voru á sínum stað en að auki átti gamall og gleymdur þáttarliður einnig góða endurkomu; ADHD ráð vikunnar.
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Upplýsingar um Brestur x Ofurkona í orlofi ferðina okkar til Tossa de Mar má finna á https://visitor.is/ferdir/brestur-x-ofurkona-i-orlofi
Tue, 19 Mar 2024 - 1h 03min - 73 - 69. ADHD misophonia (líkamlegt hljóðhatur)
Mörg með ADHD glíma við misophonia. Ekki gátum við fundið íslenskt heiti yfir fyrirbærið en auðveldast er að lýsa því sem líkamlegu hljóðhatri.
Misophonia er kvilli sem lýsir sér þannig að ákveðin (oft endurtekin) hljóð kalla fram tilfinningaleg viðbrögð sem mörgum gæti þótt full yfirdrifin. Við sem þekkjum tilfinninguna vitum þó að það er einfaldlega taugakerfið sem hatar hljóðið og það er jú erfitt að deila við taugakerfið.
Í þætti vikunnar fara Birna og Bryndís yfir þó hljóð sem fá taugakerfi þeirra til að taka afturábak heljarstökk og hljóð sem láta sál þeirra syngja. Þær gleyma sér þó alveg nokkrum sinnum í gleðinni og fara að ræða málefni þessu al ótengd.
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Upplýsingar um Brestur x Ofurkona í orlofi ferðina okkar til Tossa de Mar má finna á https://visitor.is/ferdir/brestur-x-ofurkona-i-orlofi
Thu, 14 Mar 2024 - 1h 01min - 72 - 68. ADHD innsæið
Þáttur vikunnar var óvenju mikið kaos, meira að segja á Brestsmælikvarða. Birna og Bryndís ræddu mikilvægi þess að læra að hlusta á ADHD innsæið, viðburðamikla Brestsviku, dragdrottningar, dvínandi drykkjuþol og nærandi eða tæmandi vinabönd. Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Tue, 05 Mar 2024 - 52min - 71 - 67. ADHD og færnihvarf
Mörg upplifa ýkt ADHD einkenni eftir greiningu. Þó það sé einstaklega pirrandi þá getum við huggað okkur við þá staðreynd þetta er klínískt!
Í þætti vikunnar ræða Birna og Bryndís færnihvarf (e. skill regression) og hver birtingamynd þess hefur verið í þeirra lífi frá greiningu.
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Tue, 27 Feb 2024 - 56min - 70 - 66. Að koma útúr ADHD skápnum
Það flækist fyrir mörgum hvernig best sé að snúa sér þegar kemur að því að tala opinskátt um greiningu sína eða barna sinna. Er hægt að segja öllum frá ? Mun ADHD greining koma í veg fyrir ný atvinnutækifæri ? Er hægt að tala opinskátt um ADHD greiningu og allt sem því fylgir við ung börn ? Í þætti vikunnar litu Birna og Bryndís yfir farinn veg og hvernig hugarfar þeirra gagnvart greiningunni hefur breyst eftir Brest. Þær ræddu það sem þær hefðu viljað gera öðruvísi, hversu miklu þær myndu deila ef þeim væri boðið í atvinnuviðtal í dag og hvernig þær tækla ADHD umræðuna við börnin sín. Að sjálfsögðu var óþarflega mikið af nenni mér ekki mómentum og segir Bryndís m.a. frá því hvers vegna hún mun aldrei geta stigið fæti inn á Sbarro aftur. Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Tue, 20 Feb 2024 - 1h 06min - 69 - 65. ADHD sniðugt
Skjáskotsárátta Brestssystra kom loksins að góðum notum. Birna og Bryndís rúlluðu í gegnum sniðugar ADHD staðreyndir og sögur í skjáskotum síðustu ára og úr því varð mjög svo kaótískt spjall.
Það voru líka óvenju mörg nenni mér ekki móment í liðinni vikunni svo það var mikilvægt að gera þeim góð skil.
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle kósýgallar Brestssystra eru meðal annars til í :
Nína Akranesi
Garðashólmi Húsavík
Paloma Grindavík
Siglósport Siglufirði
Gallerí Ozone Selfossi
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Tue, 13 Feb 2024 - 1h 02min - 68 - 64. ADHD lömun
Við sem erum að glíma við smávægilegan heilaskaða eigum það til að lamast þegar verkefnin verða of stór, of flókin, of tímafrek eða einfaldlega allt of leiðinleg. Í þætti vikunnar ræða Brestssystur hvernig birtingamynd ADHD lömunar þeirra hefur breyst með komu snjallsíma og hvort þær hafi fundið bjargràð við þessum leiðinlega ADHD kvilla. Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe. Elle kósýgallar Brestssystra eru meðal annars til í: Garðashólmi Húsavík Paloma Grindavík Siglósport Siglufirði Gallerí Ozone Selfossi Nína Akranesi Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Tue, 06 Feb 2024 - 1h 02min - 67 - Aukaþáttur - Fegurðin í brestunum
Það má alltaf láta sig dreyma því draumar geta ræst!
Frá því að Brestssystur fengu Bjargeyju í viðtal síðastliðið vor hafa þær látið sig dreyma um paradísarheiminn í Tossa de Mar á Spáni. Nú ætla þær að leggja land undir fót með verðandi en skemmtilegustu ADHD vinkonum sínum!
Brestur x Ofurkona í orlofi kynnir:
Sjö daga ferð fulla af brestum til Tossa de Mar á Spáni 16.-23. september 2024 í samstarfi við VISITOR ferðaskrifstofu.
Taugakerfið fær langþráða hvíld, sólin mun gefa og grímur fá að falla. Birna Sif, Dísa og Bjargey munu dansa með ykkur inn í sólsetrið því frelsið er yndislegt þegar við leyfum okkur að sjá fegurðina öllum brestunum.
Allar frekari upplýsingar má finna inni áheimasíðu Visitor
Thu, 01 Feb 2024 - 46min - 66 - 63. ADHD kamelljón
Erum við félagsleg kamelljón vegna grímuofnotkunnar eða liggur meira þar að baki?
Í þætti vikunnar dæsa Brestssystur sig í gegnum skömmina við að hafa klúðrað áskriftarviðtali, ræða flutninga til suðrænna landa og máta sig við litaflóru félagslega kamelljónsins.
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe. Elle kósýgallar Brestssystra eru meðal annars til í: Garðashólmi HúsavíkNína Akranesi Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Wed, 31 Jan 2024 - 1h 05min - 65 - 62. ADHD næring og heilsubras
Þessi þáttur er tileinkaður þeim sem vilja vita hvernig best sé að næra ADHD heilann. Líkurnar á að farið verði eftir ráðleggingum eru engar, en það er jú aukaatriði. Þáttur vikunnar byrjar á heilsu(leysis)horni Birnu því hún fékk nýlega sjúkdómsgreiningar sem útskýra hina ýmsu heilsubresti sem hafa hrjáð hana síðustu ár. Þar sem margir kvillar tengjast beint eða óbeint ADHD heilanum fannst okkur tilvalið að deila með hlustendum sem gætu verið að glíma við sömu einkenni. Birna og Bryndís fara síðan yfir í næringarspjall, bera saman bækur um það sem þær hafa prófað til að vinna á leiðinlegum ADHD einkennum og hvernig það hefur virkað fyrir þær. Þær fóru einnig í rannsóknarleiðangur til að finna góð ráð frá næringarfræðingum og öðrum sérfræðingum, settu sér markmið sem þær voru búnar að gleyma að tökum loknum og ekki má gleyma nenni mér ekki mómentum vikunnar. Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe. Elle kósýgallar Brestssystra eru meðal annars til í : Garðashólmi Húsavík Paloma Grindavík Siglósport Siglufirði Gallerí Ozone Selfossi Nína Akranesi Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Wed, 31 Jan 2024 - 1h 09min - 64 - 61. ADHD athafnir
Hlustendur geta andað rólega, Birna er ekki búin að skipuleggja fyrstu samkomu sértrúarsöfnuð síns. Brestssystur fengu einfaldlega frábæra hugmynd frá hlustenda eftir síðasta þátt og úr því varð þáttur um ADHD athafnir eða seremóníur.
Birna og Bryndís neyddust til að horfast í augu við þá staðreynd að þær eru sekar um óþarflega margar ADHD seremóníur. Einnig tóku þær smá internet snúning og komust þar að margvíslegum ástæðum fyrir þessari stórfurðulegu hegðun og hvernig þær geta einnig tengst öðrum taugaþroskaröskunum.
Nenni mér ekki móment vikunnar eru einnig snúin aftur eftir smá fjarveru og allskonar galsi og látalæti!
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle kósýgallar Brestssystra eru meðal annars til í :
Garðashólmi Húsavík
Paloma Grindavík
Siglósport Siglufirði
Gallerí Ozone Selfossi
Nína Akranesi
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Tue, 16 Jan 2024 - 1h 14min - 63 - 60. ADHD og svefn
Við erum komnar aftur eftir dásamlegt jólafrí og því var innilega fagnað með því að ræða svefnmynstur einstaklinga með ADHD.
Í þætti vikunnar ræðum við hina ýmsu svefnkvilla sem geta fylgt ADHD, Dísa skammar Birnu í 70000 skiptið fyrir almennt svefnleysi og Birna gerir grín að svefnsýki Dísu í fyrsta og síðasta skiptið.
---
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle gallann frá MEW má m.a. finna í:
Gallerí Ozone Selfossi
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift áwww.patreon.com/brestur
Brestssystur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 09 Jan 2024 - 59min - 62 - 59. Brussast um jólin
Hlustendur fá hér einstakt tækifæri til að hlusta á jólaþáttinn Brussast um jólin sem var í beinni útsendingu á Útvarpi Akraness 2. desember 2023.
Í þættinum fá hlustendur að kíkja inn í jólaundirbúning kvenna með skerta stýrifærni, takmarkað skammtímaminni og frammúrskarandi lélega tímastjórnun. Umsjón: Brestssystur.
Lög þáttarins hafa verið klippt út en fyrir þau sem vilja viðhalda góðum jólaanda má finna hlekki á lögin í þeirri röð sem þau voru spiluð hér:
The Pogues – Fairytale of New York
Wed, 27 Dec 2023 - 33min - 61 - "Að hunsa tilfinningar sínar er eins og að slá með orfi og ljá árið 2023"
Brot úr áskriftarviðtali við Kristínu Bragadóttur sálfræðing og uppgjörsþætti mánaðarins. Kristín er sálfræðingur með yfir 20 ára reynslu. Hún sérhæfir sig í áfallameðferðum og er í dag sjálfstætt starfandi hjá Hugarsetri, en hún er einnig menntaður grunnskólakennari, hefur starfað sem skólasálfræðingur og á geðdeild í Noregi. Hún er með ADHD sem og allir hennar afkomendur, þar á meðal dóttir hennar Birna. Í þættinum ræðir Kristín um algengar birtingamyndir hjá konum sem greinast með ADHD á fullorðinsaldri, ferlið að læra að greina eigin tilfinningar og hvað hún lærði sjálf á því þegar dóttir hennar fékk ADHD greiningu. Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Fri, 22 Dec 2023 - 11min - 60 - 58. ADHD og dópamín
Eins og fram hefur komið þá þjást Brestssystur af krónískum dópamínþorsta. Til að svala þeim þorsta (mjög tímabundið samt) fóru þær í leiðangur um internetið í leit að svörum við því hvað dópamín gerir fyrir almenna líkamsstarfsemi. Einnig fara þær yfir mislukkuleg nenni þér ekki móment og allskyns mál sem koma ADHD ekki neitt við.
---
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle gallann frá MEW má m.a. finna í:
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift áwww.patreon.com/brestur
Brestssystur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 12 Dec 2023 - 54min - 59 - 57. Að halda ADHD jól
Þrjár konur með mismikið ADHD lögðu land undir fót til að koma saman, forðast jólastress og gera allt annað en skipuleggja jólahald.
Þurfa jólin að vera stress? Þarf að halda í jólahefðir? Má vera á náttfötunum? Þarf að vera sykur?
Brestssystur fá dygga hjálp frá jólahúsmóðurinni Bjargeyju við að svara þessu og öllu öðru í Bresti vikunnar.
---
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle gallann frá MEW má m.a. finna í:
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift áwww.patreon.com/brestur
Brestssystur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 05 Dec 2023 - 54min - 58 - 56. Þegar ADHD er ekki eina púslið sem vantaði - Viðtal við Kristínu Auðbjörnsdóttur
Í þætti vikunnar spjalla Birna og Bryndís við Kristínu sem heldur úti reikningnum lífið og líðan á Instagram. Þær tala um ADHD greiningu Kristínar, þær greiningar sem hún fékk í kjölfarið og um endurhæfingarferlið.
---
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle gallann frá MEW má m.a. finna í:
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift áwww.patreon.com/brestur
Brestssystur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 28 Nov 2023 - 1h 10min - 57 - 55. ADHD og sjálfstraust
Hvað gerist þegar barn fær 20.000 fleiri neikvæðar athugasemdir en jákvæðar fyrir 10 ára aldur? Hvað veldur því að við erum kröfuharðari við okkur sjálfar en okkar bestu vinkonur? Er aukið dópamín lausn á öllum okkar vandamálum? Brestssystur ræða það og fleira tengt ADHD og sjálfstrausti í þætti vikunnar.
---
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle gallann frá MEW má m.a. finna í:
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift áwww.patreon.com/brestur
Brestssystur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 21 Nov 2023 - 1h 09min - 56 - 54. Afmælishátíð - Eitt ár af (ATHYGLIS)BRESTI
Litla ADHD barnið okkar er eins árs!
Í þætti vikunnar lítum við yfir farinn veg, það sem við höfum lært/ekki lært á fyrsta lífsári Brests, aðdragandann að því að Pilot þátturinn fór í loftið, hvernig við fundum nafn á þáttinn og það helsta sem hefur staðið upp úr í ferlinu.
Meyrar Brestssystur þakka fyrir móttökur umfram allar væntingar hlustenda síðastliðið ár <3
---
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHITog My Essential Wardrobe.
Elle gallann frá MEW má m.a. finna í:
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift áwww.patreon.com/brestur
Brestssystur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 14 Nov 2023 - 1h 00min - 55 - 53. Tiltekt í ADHD hausum
Á þessum síðustu og verstu hafa Birna og Bryndís tekið saman lista af heillaráðum til að komast í gegnum lyfjalausa veturinn mikla. Hvort ráðin séu gagnleg eða hvort þær fylgi þeim sjálfar eftir er svo önnur saga.
Þá skora þær stöllur á sig með aukinni hausatiltekt, en eru auk þess með háleitar væntingar um að draga hlustendur með sér í allsherjar body-doubling tiltektarverkefni, meira um það á Patreon. Engin pressa samt, það er ekki eins og þær séu viðkvæmar fyrir loddaralíðan (imposter syndrome) og höfnunarnæmni (rejection sensitive dysphoria).
Rúsínan í pylsuendanum er svo óvænt tónverk úr vinnslu Birnu og HljóðkirkjuBaldurs. Allar líkur á að það endi í Eurovision.
Þáttur vikunnar er í boði VITHIT og My Essential Wardrobe.
Tue, 07 Nov 2023 - 1h 01min - 54 - 52. ADHD mótþrói
Þið sem hafið alltaf velt því fyrir ykkur hversvegna einstaklingar með ADHD eru svona óþolandi erfiðir, þessi þáttur er fyrir ykkur! Í þætti vikunnar ræða Brestssystur margar birtingamyndir ADHD mótþróa, hvað veldur honum og ræða svo um það bil 15.000 aðra hluti þess á milli þegar þær gleyma sér og fara út fyrir efnið.
Tue, 31 Oct 2023 - 1h 00min - 53 - 51. Þáttur sem átti að vera um grímurTue, 24 Oct 2023 - 57min
- 52 - 50. Skrítnar staðreyndir um ADHD
Þátturinn sem næstum því aldrei varð því sumar gleymdu upptökugræjum í öðru bæjarfélagi. Við vitum margt um ADHD en þó er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. Brestssystrum þótti því tilvalið að skoða skrítnar og mis skemmtilegar staðreyndir tengdar ADHD. Í þætti vikunnar létu þær sig þó líka dreyma um lífið með góða stýrifærni, ræddu óvæntar nýjungar í hártísku grunnskólabarna og Birna fékk minnimáttarkennd yfir þekkingarleysi á tedrykkju.
Tue, 17 Oct 2023 - 58min - 51 - 49. ADHD kulnun
Við erum búnar að fresta þessum þætti í næstum því ár en haustlægðirnar sem herja á okkur Íslendinga öskruðu á umræðuna: ADHD og kulnun.
Er fólk með vægan heilaskaða líklegra til að lenda í kulnun/örmögnun? Hvað veldur því að við erum líklegri til að spóla yfir okkur og leita okkur seinna hjálpar ?
Þurfum við liðveislu?
Brestssystur ræddu í 49. þætti um helstu einkenni örmögnunar, gagnleg bjargráð og það sem Birna hefði viljað vita árið 2021.
Tue, 10 Oct 2023 - 1h 29min - 50 - 48. Hitt eða þetta?Tue, 03 Oct 2023 - 1h 18min
- 49 - 47. Í hjónabandi með ADHDTue, 26 Sep 2023 - 1h 40min
- 48 - 46. Getuleysi heilans
Í þætti vikunnar kynntu Brestssystur komandi áskriftarpakka til leiks. Þar voru þær þó rétt að byrja og fljótt og örugglega fór Birna að leggja drög að sértrúarsöfnuðinum Móður náttúru, Bryndís að opna sig um curly girl method áráttu og farið var í gegnum sameiginlegt tilfinningaúrvinnsluátak pylsufrekjukasts.
Þáttur vikunnar er semsagt stútfullur af allskyns fróðleik og fíflalátum eins og aðrar vikur.
Tue, 19 Sep 2023 - 1h 17min - 47 - 45. Þátturinn um það sem er bannað - á ADHD lyfjum
Það væri vel séð ef hægt væri að minnka kvart undan lyfjaþyrstu fólki með ADHD í apótekum, handtökur þess á rúntinum og virðingarleysi í sjónvarpinu, svo þetta geti verið síðasti lyfjaþáttur haustsins. En hvað má eiginlega og hvað má ekki á ADHD lyfjum? Í miklum galsa ræddu Birna og Bryndís um störf og fleira skemmtilegt sem ekki má sinna á ADHD lyfjum og sömuleiðis störf sem henta vel fyrir ADHD heilann.
Tue, 12 Sep 2023 - 1h 13min - 46 - 44. AUKAÞÁTTUR - Erum við öll á amfetamíni? Svar við Kastljósviðtali við Óttar Guðmundsson geðlækniFri, 08 Sep 2023 - 1h 01min
- 45 - 43. Viðtal við Katrínu Eddu Þorsteinsdóttur
Hvatvísi kattahvíslarinn, vélaverkfræðingurinn og einlægi samfélagamiðlaforkólfurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir heiðraði Brestssystur með nærveru sinni í þætti vikunnar. Umræðuefnið var að þessu sinni ADHD, líkt og í síðustu 42 þáttum.
Tue, 05 Sep 2023 - 1h 22min - 44 - 42. Elvanse skortur
Hvernig er lífið í Elvanse skorti ?
Brestssystrum var heitt í hamsi í þætti dagsins vegna Elvanse skorts á Íslandi. Farið var yfir áhrif á daglegt líf þegar konur þurfa að helminga dagsskammt eða jafnvel taka lyfjalausa daga til að drýgja þau lyf sem til eru eins lengi og hægt er.
Þátturinn er í boði NOW Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá NOW með kóðanum ´brestur´
Brestssytur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur hlaðvarp á Instagram
Brestur spjallið umræðuhópur
Brestur hlaðvarp á Facebook
Tue, 29 Aug 2023 - 50min - 43 - 41. Spurt og svarað
Er til meira viðeigandi titill á hlaðvarpsþætti sem fjallar um ADHD? Að spyrja linnulausra spurninga liðlangan daginn er sérlegt ADHD-áhugamál, en annað og alls ekki síðra áhugamál er að fá að svara slíkum heilabrjótum. Þættinum bárust spurningar, áskorun sem Brestssystur létu ekki framhjá sér fara. Þátturinn er í boði - NOW: Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá Now með kóðanum 'brestur' - Blush Þá mæla Brestssystur með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk. Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins: Brestur á Instagram Spjallið umræðuhópur Brestur á Facebook
Tue, 22 Aug 2023 - 1h 11min - 42 - 40. ADHD og skóla(ó)skipulag
Fertugasti þáttur Brests er fyrsti þáttur Brests undir hatti Hljóðkirkjunnar - þvílík gleði!
Í þættinum senda Brestssystur hugheilar stuðningskveðjur til námsmanna nær og fjær sem um þessar mundir eru að hreinskrifa stundaskrár í nýjar skipulagsbækur og litaraða pennaveskjum. Systurnar rifja upp ADHD-flækjustig fyrrum skólaganga og hvort, og þá hvernig, þær myndu tækla skólabekkinn í dag með betri skilning á eigin stýrifærnisbrestum.
Þátturinn er í boði
- NOW: Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá Now með kóðanum 'brestur'
- Blush
Þá mæla Brestssystur með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 15 Aug 2023 - 1h 18min - 41 - 39. ADHD-vænir vinnustaðir
Brestsystur hafa stokkið í ýmis hlutverk á vinnumarkaðinum, allt frá sorphirðu yfir í gógódansara. Þegar það uppgvötaðist u.þ.b. 5 tímum fyrir brottför Birnu frá Barcelona að enn ætti eftir að taka upp eitt stykki þátt, var því tilvalið að líta yfir farinn veg á vinnumarkaði og rýna í hversu ADHD-væn störfin hafa verið. Hafa fleiri velt vöngum yfir hvort tollgæsla og ofursamkennd sé vænleg samsetning? Leitið ekki lengra, hlustið og njótið.
Þátturinn er í boði
- NOW: Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá Now með kóðanum 'brestur'
- Blush
Þá mæla Brestssystur með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 08 Aug 2023 - 59min - 40 - 38. Hjólabrestur, bit og bjórsmakk
Þáttur sem er eins kaótískur og titill hans ber til kynna. Hlustendur fá suðræn umhverfishljóð beint í æð úr einhverjum af fjölmögum almenningsgörðum Barselónaborgar, þar sem tvær konur með alla heimsins bresti brögðuðu á bjór eftir hjólreiðaferð sem átti að vera 10 mínútur en endaði óvart í 90. Hljóðperrar eru hvattir til að spóla fram um 16 mínútur vilji þeir ögra eyrum sínum með ögn skárri hljóðgæðum.
Þátturinn er í boði
- NOW: Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá Now með kóðanum 'brestur'
- Blush
Þá mæla Brestssystur með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 01 Aug 2023 - 1h 00min - 39 - 37. Brestur í Barcelona
Í svitabaði og sangríuslökun beint frá Barcelona er eirðarleysi, lyfjaofskömmtun, freknur, nærföt og túttufrelsi það helsta í fréttum.
Þátturinn er í boði
- NOW: Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá Now með kóðanum 'brestur'
- Blush: Nældu þér í miða á Vottaður tottari
Þá mæla Brestssystur með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 25 Jul 2023 - 51min - 38 - 36. Brestur í orlofi
Í þætti dagsins taka Birna og Bryndís lauflétt spjall um áskoranir tengdar sumarfríinu. Maður þarf jú alltaf að taka brestina sína með sér í sumarfríið.
Þær láta þó þar ekki við sitja heldur taka þær einnig fyrir tannholdsbólgur, tittlinga, nenni mér ekki móment og margt margt fleira. Sumsé, þáttur sem enginn má láta framhjá sér fara.
Þátturinn er í boði
- NOW: Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá Now með kóðanum 'brestur'
- Blush: Nældu þér í miða á Vottaður tottari
Þá mæla Brestssystur með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 18 Jul 2023 - 1h 18min - 37 - 35. Jákvæða ADHD leiðsögukonan - Perla Magnúsdóttir
Brestssystur hafa mögulega fundið jákvæðustu og peppuðustu leiðsögukonu landsins!
Perla Magnúsdóttir er ferðamálafræðingur og leiðsögukona sem hefur tekist að virkja ADHD krafta sína í eigin fyrirtækjarekstri. Starf hennar er að sjá til þess að aðrir fái að njóta á ferðalögum sínum og fær á meðan að ferðast bæði innanlands og út fyrir landsteinana.
Birna, Bryndís og Perla spjölluðu um krísustjórnun leiðsögukonu, að kunna ekki að vera fullorðin, kúnstina að útdeila þeim verkefnum sem þeim finnst leiðinleg, hvatvísi, þynnkudrauga og margt margt fleira.
Þátturinn er í boði
- NOW: Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá Now með kóðanum 'brestur'
- Blush: Nældu þér í miða á Vottaður tottari
Þá mæla Brestssystur með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 11 Jul 2023 - 1h 03min - 36 - 34. ADHD og samkennd
Góð samkennd, ofur-samkennd, skaðleg samkennd og bara allskonar samkennd ásamt upplestri frá fyrstu kynnum Birnu og Bryndísar.
Þátturinn er í boði
- NOW: Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá Now með kóðanum 'brestur'
- Blush: Nældu þér í miða á Vottaður tottari
Þá mæla Brestssystur með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 04 Jul 2023 - 1h 19min - 35 - 33. Fjandans frestunaráráttan
Eru allir með ADHD sóðabrækur? Hvort er betra að dreifa verkefnaálagi jafnt og þétt yfir lengri tíma, eða bíða þar til skilafrestsadrenalínið kikkar inn? Hvernig ætli hljómsveitarstjórinn líti út? Hvað hétu aftur föndurþættirnir vinsælu sem sýndir voru á RÚV fyrir jólin á tíunda áratugnum? Eru nokkuð til föndurhlaðvörp ? Hverjar eru bestu hárvörurnar fyrir curly girl method?
Það má segja að ADHD heilinn hafi farið á yfirsnúning þegar Birna og Bryndís gerðu tilraun til að tækla frestunaráráttuvandann.
Þátturinn er í boði
- NOW: Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá Now með kóðanum 'brestur'
- Blush: Nældu þér í miða á Vottaður tottari
Þá mæla Brestssystur með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 27 Jun 2023 - 1h 16min - 34 - 32. Hvaða áhrif hefur ógreint ADHD á samfélagið?
Birna og Bryndís bæta fjárhag ríkissjóðs á 65 mínútum.
Léttur snúningur á þjóðfélagsmálum í þætti vikunnar sem er í boði:
- NOW: Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá Now með kóðanum 'brestur'
- Blush: Nældu þér í miða á Vottaður tottari hér
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram Spjallið umræðuhópur Brestur á FacebookTue, 20 Jun 2023 - 1h 07min - 33 - 31. Ég nenni mér ekki
Háþrýstidælur, háspennubakstur, handlagnar húsfreyjur og hyperfókusáverkar. Nenni mér ekki afrek vikunnar voru svo mörg að þau fylltu heilan þátt.
Njótið vel.
Þátturinn er í boði - NOW: Þú færð 25% afslátt af öllum vörum frá Now með kóðanum 'brestur'
- Blush: Nældu þér í miða á Vottaður tottari hér
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram Spjallið umræðuhópur Brestur á FacebookTue, 13 Jun 2023 - 1h 03min - 32 - 30. Skemmdar konur með lélegt stöðu- og hreyfiskyn
Þegar ADHD fer að valda konum krónískum bólgum, liða- og vöðvaveseni er gott að vera með hlaðvarp til að ranta um vanhæfni ADHD heilans.
Birna og Bryndís fara yfir minnisstæðustu nenni mér ekki atvik vikunnar, líkamsstöður úr Hringadrottinssögu og byltingu fyrir hönd kvenna með ADHD. Stiklað á þeim stóru semsagt.
Þátturinn er í boði NOW og Blush - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram Spjallið umræðuhópur Brestur á FacebookTue, 06 Jun 2023 - 1h 08min - 31 - 29. Live Show - Brestur x Now með Ásu Ninnu
Hvað er skemmtilegra en að tala mjög mikið í hlaðvarpi? Tala mjög mikið í hlaðvarpi með áhorfendur!
Í þættinum má heyra upptöku af Live Showi Brests í boði Now sem fór fram í H verslun á dögunum. Ása Ninna Pétursdóttir fjölmiðlakona var viðmælandi þáttarins þar sem rætt var um margvíslegar áskoranir út frá ADHD í tengslum við á andlegt og líkamlegt heilbrigði. Í bland við einlægt og áhrifamikið spjall lék Ása Ninna á hláturtaugar viðstaddra, meðal annars með skátasöng og þolfimiæfingum.Þú færð vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 30 May 2023 - 1h 11min - 30 - 28. ADHD og kynlíf - Spjallað við Indíönu Rós kynfræðing
Miðvikudaginn 24. maí klukkan 20:00 verður Brestur með Live Show í H-verslun í boðiNow. Frítt er á viðburðinn, nánari upplýsingarhér.
Ætli kynlíf og almennt kynheilbrigði geti vafist fyrir fólki með ADHD?
Þegar tvær hvatvísar konur tala um kynlíf er vissara að hafa fagaðila, sem einnig er hvatvís, á hliðarlínunni. Í þætti dagsins eiga Birna og Bryndís stórskemmtilegt spjall við Indíönu Rós kynfræðing um ADHD og kynlíf ásamt því að svara spurningum hlustenda.
Þátturinn er í boði NOW og Blush - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 23 May 2023 - 1h 23min - 29 - 27. ADHD | DHDA - Þversagnir
Að hafa of mikinn skilning á tilfinningum annara en engan skilning á eigin tilfinningum, að þrífast best í rútínu en hata rútínu, að þurfa svigrúm til að vinna úr tilfinningum en skilja ekki þegar aðrir þurfa það. Að vera með ADHD er stundum bara ein stór þversögn.
Í þættinum eru líka upplýsingar um væntanlegt Live Show í H verslun í boði NOW, en þátturinn er í boði NOW og Blush - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 16 May 2023 - 1h 02min - 28 - 26. Stýrifærnisbrestur og ADHD útúrsnúningar
Gleðilegt hálft ár af Bresti!
Þegar tvær konur með arfaslaka stýrifærni reyna að taka upp þátt um stýrifærni má svo sem alveg búast við því að spjallið fari frekar út í Bretsútrás til Færeyja, ný auglýsingastef, daginn sem Dísa hataði alla, Hoppkapphlaup í boði Birnu og margt fleira.
Stútfullur hálfsárs afmælisgalsaþáttur í boði NOW og Blush - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 09 May 2023 - 57min - 27 - 25. Grímulaus ADHD lífstíll með Bjargeyju Ingólfsdóttur
Bjargey Ingólfsdóttir er fararstjóri, fyrirlesari, félagsráðgjafi og fæðingardoula svo lengi mætti telja.
Í 25. þætti Brests spjölluðu Birna og Bryndís við Bjargeyju um hyperfókus líðandi stundar, hvað varð til þess að hún hætti að gera það sem henni finnst leiðinlegt og öll þau spennandi verkefni sem hafa komið til hennar síðan.
Þessi magnaði þáttur er í boði NOW og Blush - nældu þér í vörur frá NOWá 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Tue, 02 May 2023 - 1h 28min - 26 - 24. ADHD og dópamínkrass
Brestskonur tóku nauðsynlega aktívistapásu í dag þar sem réttlætiskenndin hefur verið á yfirsnúningi síðustu vikur og mánuði.
Birna og Bryndís bjóða því upp á dópamínskammt með nokkrum góðum nenni mér ekki sögum, léttri tungumálakennslu, gleymdum djammhljóðupptökum og fleira.
Þátturinn er í boði Blush og NOW - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Spjallið umræðuhópur
Tue, 25 Apr 2023 - 1h 03min - 25 - 23. Listakona með ADHD - Viðtal við Hildi Kristínu Stefánsdóttur
Hvern gæti grunað að kona sem hefur keppt á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum, ferðast með rafmagnsselló á síðustu stundu á milli heimsálfa, gefið út sólóplötur, stofnað skapandi skóla, starfað í hljómsveitum og útvarpi og lokið BA gráðu í japönsku gæti verið með ADHD?
Söngkonan, lagahöfundurinn og pródúsentinn Hildur Kristín Stefánssdóttir kom í frábært viðtal til Birnu og Bryndísar, en hún hlaut á dögunum Hvatningarverðlaun ON og Kítón (Félag kvenna í tónlist) fyrir framúrskarandi og brautryðjandi störf sín í tónlist. Hildur segir Brestssystrum frá hvað varð til þess að hún fór í greiningu á fullorðinsaldri, hverjar hennar helstu ADHD áskoranir eru sem skapandi kona í sjálfstæðum rekstri og hvernig hún nýtir ADHD styrkleika sína.
Þátturinn er í boði Blush og NOW - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Tue, 18 Apr 2023 - 1h 22min - 24 - 22. Vanhæfar mæður
Í 22. þætti Brests ræða Birna og Bryndís áskoranir tengdar foreldrahlutverkinu með ADHD. Þær velta upp hugmyndum um félagslíf barna sinna utan skólatíma, þreytuna á úlfatímanum og skömmina í kringum óskipulag og tilfinningastjórnun. Til að vega upp á móti niðurrifinu ræða þær svo styrkleika ADHD foreldra í uppeldinu.
Þátturinn er í boði Blush og NOW - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Tue, 11 Apr 2023 - 1h 13min - 23 - 21. Loddaralíðan og skoskar skásystur
Loddaralíðan Brestssystra náði nýjum hæðum þegar þær fundu í léttri hlaðvarpsleit skoskar skásystur sínar. Forvitnir hlustendur þurfa ekki að örvænta því Birna og Bryndís áttu ekki erfitt með að ræða þetta nýja hlaðvarp, tilfinningar sínar gagnvart hlaðvarpinu og skásystrum sínum í um það bil 69 mínútur.
Í þætti dagsins má finna misvandræðaleg nenni mér ekki augnablik, áður óreynd ADHD ráð og einnig er farið ítarlega yfir dagskrá hátíðlegs 30. mars.
Þátturinn er í boði Blush og NOW - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Tue, 04 Apr 2023 - 1h 09min - 22 - 20. Ólíkir heilar, ólíkar ADHD týpur
Við undirbúning fyrir upptökur á 20. þætti Brests komst Birna nokkuð langt með að næla sér í doktorsgráðu í taugavísindum, enda dugar ekkert minna þegar konur ætla að komast að því hvað það er í raun sem veldur ADHD í heilum þessa útvalda og stórskemmtilega fólks. Spoiler alert: það er margt! Allskonar og mismiklar raskanir innan mismunandi heilastöðva, sem útskýrir ólíkar birtingamyndir og týpur af ADHD.
Vinkonurnar (sem eru alls ekki læknar né annarskonar heilbrigðisstarfsfólk) rýndu að þessu sinni í skilgreininguna á ADHD og hinar ýmsu kenningar um mögulega undirflokka. Þær skoðuðu hvort örvandi lyf henti fyrir allar tegundir ADHD og af hverju lyf séu oft einu tólin sem einstaklingum er boðið við greiningu. ADHD ráð vikunnar er einnig á sínum stað og ýmislegt annað út fyrir efnið.
Þátturinn er í boði Blush og NOW - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Tue, 28 Mar 2023 - 1h 05min - 21 - 19. Ofurnæmni eða ímyndunarveiki?
Þegar konur hafa verið þekktar fyrir óþarfa dramatík í meira en þrjátíu ár er gott að fá staðfestingu á að ofurnæmni fyrir hinum ýmsu hlutum er klínísk!
Dr. Birna og Dr. Bryndís ræða óþægileg föt, hreyfiveiki, ofnæmi fyrir hávaða og fleira sem fær taugakerfið til að nötra.
Þátturinn er í boði Blush og NOW - nældu þér í vörur frá NOW á 25% afslætti með kóðanum 'brestur'
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Tue, 21 Mar 2023 - 1h 13min - 20 - 18. Off dagur - Strúktúr sem við þurfum en hötum
Það geta ekki allir dagar verið góðir Brests-dagar. Í þættinum fara Birna og Bryndís yfir óvanalegan hlaðvarpstökudag þar sem ræða átti strúktúr og rútínur sem ADHD heilinn þarf en hatar. Strúkturinn á fyrstu upptökutilraun var þó ekki betri en svo að hann leiddi til kulnunar. En hvernig kemur maður til baka eftir kulnun? Allt þetta og meira til í þætti vikunnar. Þátturinn er í boði Blush.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Tue, 14 Mar 2023 - 1h 04min - 18 - 17. Sambönd
Við höfum öll heyrt um flókin sambönd, hvort sem umræðir ástar- eða efnasambönd, en eru flækjustigin fleiri í því fyrrnefnda fyrir fólk með ADHD?
Birna og Bryndís opna sambandsreynslubanka sína fyrir hlustendur og dusta rykið af minningum sem hefðu eflaust kosið áframhaldandi einveru undir þykknandi rykfeldi, væru eigendur þeirra ekki hvatvísir hlaðvarpsstjórnendur.Ef þátturinn svalar ekki sambandsspjallsþorsta hlustenda, þá er tilvalið að næla sér í spilið 'Sambönd' frá Blush sem hjálpar pörum að opna umræðuna og styrkja tengslin, en Blush er styrktaraðili þessa þáttar.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Tue, 07 Mar 2023 - 1h 12min - 17 - 16. Þarf alltaf að vera ADHD? - Viðtal við Tinnu Björk Kristinsdóttur
Þegar Brestur fær hlaðvarpsdrottningu og fellow ADHD konu Tinnu Björk Kristinsdóttur í heimsókn má gera ráð fyrir þætti af lengri gerðinni.
Birna og Bryndís ræddu við Tinnu um flækjustig hins langdregna greiningarferlis, ábyrgðarhækjur í heimilislífinu, ADHD styrkleika, hlaðvarpsgerð og svo margt margt fleira.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Tue, 28 Feb 2023 - 1h 36min - 16 - 15. Fjármál - Viðtal við Valdísi Hrönn Berg
Í þætti vikunnar heyrum við frábært viðtal við Valdísi Hrönn Berg, viðskiptafræðing, mark- og einkaþjálfa. Hún ræðir við Birnu og Bryndísi um hvernig lífið breyttist eftir ADHD greiningu og hvernig hún nær nú að nýta styrkleika sína í öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem hún hefur á sinni könnu. Ásamt því að vera í sjálfstæðum rekstri sem markþjálfi býður hún einnig upp á fjármálakennslu fyrir einstaklinga og pör sem vilja bæta fjárhagslega heilsu út frá persónulegum markmiðum. Vert er að benda á að Valdís verður með erindi undir yfirskriftinni Fjármál og ADHD í kvöld, 21. febrúar, en hægt er að skrá sig á viðburðinn á Facebooksíðu ADHD samtakanna.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Tue, 21 Feb 2023 - 1h 18min - 15 - 14. Áhugamál
Er eitthvað sem gleður ADHD hjartað meira en að detta í brakandi ferskt nýtt áhugamál?
Í þessum þætti fara Birna og Bryndís yfir öll þau áhugamál sem hafa átt hug þeirra og hjörtu í gegnum tíðina. Áhugamálin eru jafn mörg og þau eru misjöfn en eiga þó öll eitt sameiginlegt sem er mögulega lýsandi fyrir þeirra helstu ADHD einkenni.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Spjallið umræðuhópur
Tue, 14 Feb 2023 - 1h 17min - 14 - 13. Útópía
Hvernig myndi hið fullkomna samfélag líta út fyrir fólk með ADHD? Birna og Bryndís bjóða hlustendum í ferðalag þar sem þær mála upp nýja heimsmynd með slíku samfélagi og ræða mögulegan ávinning þess að vera með skóla- og vinnuumhverfi sem sniðið er að þörfum ADHD stýrikerfisins. Ráðherrum og öðru starfsfólki stjórnsýslunnar er bent á að hafa samband í gegnum Instagram @bresturhladvarp ef áhugi er fyrir samstarfi.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 07 Feb 2023 - 1h 20min - 13 - 12. Lygar - Síðari hluti
Í þætti vikunnar tekst Birnu og Bryndísi með herkjum að ljúka ókláruðu verkefni sem setið hefur á haka og sálum undanfarna viku þegar þær gera loks upp síðustu lygafrásagnirnar, en það misfórst í fyrri þætti vegna vanmats á lygasýkinni sem og lélegrar tímastjórnunar. Stórkostlegt afrek sem lyginni er líkast enda málglaðar konur sem um ræðir. Þær velta upp mögulegum ástæðum fyrir að því virðist tilefnislausum uppspuna þeirra en láta alls ekki þar við sitja. Hyperfókusar sem hafa verið að skjóta upp kolli fá einnig góðan hljómgrunn, sem og tungumála- og hljóðfærakunnátta æskuáranna, nenni mér ekki móment og eiginlega bara rosalega margt fleira.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 31 Jan 2023 - 1h 07min - 12 - 11. Lygar - Fyrsti hluti
Hvað gera konur þegar þær eiga erfitt með að útskýra skrítna og vandræðalega ADHD hegðun ? Nú oft er bara auðveldast að ljúga.
Í þessum þætti uppgötva Birna og Bryndís að þær eru talsvert lygasjúkari en þær héldu áður en upptökur hófust. Jafnvel svo lygasjúkar að þær neyddust til að skipta þættinum í tvo hluta. Farið er yfir margar ástæður fyrir ADHD lygum eins og loddaralíðan og skömm sem og upprifjun á miserfiðum og vandræðalegum atvikum þar sem lygar hafa komið þáttastjórnendum í klandur.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 24 Jan 2023 - 1h 14min - 11 - 10. Atvinnulífið - Viðtal við Ásdísi Virk Sigtryggsdóttur
Í þætti vikunnar kemur Ásdís Virk Sigtryggsdóttir kjarnakona með meiru í heimsókn í farandsstúdíó Brests. Þar segir hún Birnu og Bryndísi frá því hvernig hún nýtir ofurkrafta ADHD í krefjandi starfi sínu sem forstöðumaður verkefnastofu hjá sprotafyrirtækinu DTE, hvernig hún komst í gegnum þrjú háskólanám með ógreint ADHD og Nenni mér ekki sögu sem verður seint toppuð.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 17 Jan 2023 - 1h 26min - 10 - 9. Hátíðaruppgjör
Níundi þáttur Brests sem átti að fjalla um ADHD og ferðalög en tók mjög hratt og örugglega stefnu í allar aðrar áttir.
Birna og Bryndís fara yfir jólin á Tenerife, spennuþrungna 37 klukkutíma sem það tók að komast á áfangastað, morgunstundirnar þar sem Birnu tekst að sigra Elvanse lystarleysi, ADHD játningar, nokkra ADHD sigra og margt fleira.
Þáttastjórnendur biðjast forláts á enn kaótískari þætti en venjulega, en þetta er einfaldega það sem gerist þegar tvær konur með ADHD eru aðskildar í tvær vikur eftir að hafa talað saman oft á dag í nokkra mánuði.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 10 Jan 2023 - 1h 15min - 9 - 8. Hreyfing
Í áttundi þætti Brests er meðal annars fjallað um keppnisskap og mótþróa í tengslum við hreyfivenjur tveggja kvenna með ADHD. Í þættinum er líka mikið spjallað um Tenerife sem og ofhreyfanleika, en hann má rekja til okkar allra besta ADHD, ólíkt því fyrrnefnda.
Þátturinn er í boði 300 Þjálfun
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 03 Jan 2023 - 1h 07min - 8 - 7. Lyf og önnur bjargráð
Reynslusögur úr lyfjaheiminum. Birna og Dísa ræða þau lyf sem þær hafa reynslu af að taka við ADHD einkennum, áhrif þeirra og aukaverkanir og hvort þær sjái einhverntímann fyrir sér líf aftur án lyfja. Hlustendur verða nú sem endranær ekki sviknir af góðum útúrdúrum og reynslusögum úr ADHD lífinu. Stútfullur þáttur af bjargráðum. Þátturinn er í boði 300 Þjálfun
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 27 Dec 2022 - 1h 14min - 7 - 6. Hormónar
Í þætti vikunnar fáum við fyrsta viðmælanda Brests, hana Þuríði Pétursdóttur sálfræðing. Þuríður greindist sjálf með ADHD eftir fimmtugt en hana fór að gruna að hún gæti verið með ADHD í upphafi breytingaskeiðs. Í þættinum segir Þuríður meðal annars frá áskorunum sem hún mætti í greiningarferlinu en það var á þeim tíma sem hún byrjaði að kynna sér samspil ADHD og hormóna hjá konum. Stórskemmtilegt og fróðlegt viðtal þar sem sem kvenhormónið estrógen fær að baða sig í sviðsljósinu, en óstöðugleiki þess er á pari við ADHD minni. Þátturinn er í boði 300 Þjálfun
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 20 Dec 2022 - 1h 01min - 6 - 5. Eru ekki allir með ADHD?
Uppáhaldsspurning okkar allra - Eru ekki allir með smá ADHD?
Birna og Dísa fara í saumana á hvað það er í raun sem veldur ADHD hjá einstaklingum með smá upprifjun á Líffræði 103 sér til halds og trausts. Útúrdúrum eru ekki settar neinar skorður í þætti vikunnar, en menningahornið teygir anga sína meðal annars til nýrra heimsálfa.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 13 Dec 2022 - 1h 06min - 5 - 4. Of mikið
Of mikil næmni, of miklar tilfinningar, of mikil læti, of margt fólk, of mikið að lesa í aðstæður, of margar ofhugsanir. Stundum er allt of mikið, eða bara of lítill filter. Í þætti vikunnar eru líka of margar árangurslausar tilraunir til að ljúka upptökum.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 06 Dec 2022 - 1h 15min - 4 - 3. Kynjahlutverk
Aðeins minni galsi - aðeins meira málefni líðandi stunda. Í þættinum er dæmigerðum kynjahlutverkum í gagnkynja samböndum gerð skil undir ADHD smásjánni. Birna og Dísa skella þriðju vaktinni í móðins blandara ásamt dassi af okkar allra bestu ADHD einkennum. Útkoman er stútfull af fullkomnunarkvíða og hugskekkju staðalímynda, borin fram í Instagramvænu glasi. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 29 Nov 2022 - 59min - 3 - 2. Hyperfókus
Langur og léttur þáttur um hyperfocus – ofureinbeitingu – algleymisathygli? Í þættinum segja Birna og Dísa frá kómískum kringumstæðum þar sem tímastjórnun var virt að vettugi í algleymi órofinnar athygli. Þær senda jafnframt kall eftir góðu íslensku orði yfir hæperfókus út í kosmósinn.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 22 Nov 2022 - 1h 14min - 2 - 1. Þarf ég greiningu?
Hvað breytist við ADHD greiningu? Birna og Dísa ræða hvað varð til þess að þær fóru í greiningu eftir þrítugt ásamt óvæntum ADHD einkennum, með tilheyrandi útúrdúrum.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Tue, 15 Nov 2022 - 1h 03min - 1 - Pilot
Dísa og Birna fara yfir kveikinn og upphafið að hlaðvarpinu, fyrstu kynnin og allt þar á milli.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
Sat, 12 Nov 2022 - 25min
Podcast simili a <nome>
- Álhatturinn Álhatturinn
- Global News Podcast BBC World Service
- El Partidazo de COPE COPE
- Herrera en COPE COPE
- The Dan Bongino Show Cumulus Podcast Network | Dan Bongino
- The Parkinson's Podcast Davis Phinney Foundation
- Es la Mañana de Federico esRadio
- La Noche de Dieter esRadio
- Hondelatte Raconte - Christophe Hondelatte Europe 1
- Express Biedrzyckiej - seria DOBRZE POSŁUCHAĆ Kamila Biedrzycka
- La rosa de los vientos OndaCero
- Más de uno OndaCero
- La Zanzara Radio 24
- Spursmál Ritstjórn Morgunblaðsins
- Frjálsar hendur RÚV
- Í ljósi sögunnar RÚV
- El Larguero SER Podcast
- Nadie Sabe Nada SER Podcast
- SER Historia SER Podcast
- The Tucker Carlson Show Tucker Carlson Network
- Ja i moje przyjaciółki idiotki Tu Okuniewska
- Help with Parkinson's Warren Butvinik
- 辛坊治郎 ズーム そこまで言うか! ニッポン放送
Altri podcast di Formazione Scolastica
- 6 Minute English BBC Radio
- ألف ليلة وليلة Podcast Record
- Wojna według Wołoszańskiego Bogusław Wołoszański
- Radio Naukowe Radio Naukowe - Karolina Głowacka
- Curiosità della Storia Storica National Geographic
- تعليم الإنجليزية I English for Arabic Speakers Help Me Learn
- On Documentary Adam James Smith
- Podcast Historyczny Rafał Sadowski
- Psychologia, którą warto znać Mirosław Brejwo
- Misja specjalna RMF FM
- الطريق إلى النجاح - د. إبراهيم الفقي علم ينتفع به
- Podcast Wojenne Historie Historia II wojny światowej
- السيرة النبوية -احمد عامر omar
- Conversations in Spanish: Intermediate Spanish & Advanced Spanish Joel E Zarate
- Dobre książki fortunak@radiokrakow.pl (Katarzyna Fortuna)
- English Story english albayyinah
- FluentU Story English Podcast FluentU
- History Extra podcast Immediate Media
- Todo Concostrina SER Podcast
- Sami Sami