Filtrer par genre
Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14. Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á mbl.is.
- 49 - #47. - Stóra plan Kristrúnar og fornleifar í stjórnmálunum
Öll spjót standa á Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar en flokkur hennar mælist enn sem fyrr stærstur í öllum skoðanakönnunum.
Kristrún mætir nú í Spursmál og svarar fyrir stefnu flokksins, sem þessar kannanir benda til að muni hljóta framgang að loknum kosningum. Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er hvaða skatta? Hverju eiga auðlindagjöld að skila og hvernig lýsir Kristrún hinu svokallaða ehf.-gati sem Samfylkingunni er tíðrætt um.
Þá mæta þau Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og Þórður Snær Júlíusson blaðamaður. Hún býður sig fram fyrir hönd Framsóknarflokksins og vermir 3. sætið í Suðvesturkjördæmi. Þórður Snær er í Samfylkingunni og situr í 3. sætinu í Reykjavík norður.
Þau fara yfir fréttir vikunnar, m.a. vendingar tengdar Jóni Gunnarssyni og njósnum sem sonur hans hefur orðið fyrir.
Sneisafullur þáttur af spennandi umræðu um stjórnmál dagsins og kosningarnar 30. nóvember næstkomandi.
Tue, 12 Nov 2024 - 1h 25min - 48 - #.46 - Bjarni svarar fyrir fylgið
Bjarni Benediktsson er gestur Stefáns í þetta skiptið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur flökkt talsvert síðustu vikur en flokknum hefur reynst erfitt að halda í þann árangur sem kom fram í könnunum í kjölfar þess að stjórninni var slitið.
Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu fer yfir nýja könnun á fylgi flokka.
Þá mæta tveir fréttamenn RÚV í settið til Stefáns Einars og ræða fréttir vikunnar, bæði innlendar og erlendar. Það eru þau Oddur Þórðarson og Urður Örlygsdóttir.
Sneisafullur þáttur af áhugaverðum fréttum og lifandi umræðu um mikilvægustu málefni landsins.
Fri, 08 Nov 2024 - 1h 20min - 47 - #45. - Þjarmað að Ingu og Stefán hlýðir Víði yfir
Inga Sæland formaður Flokks fólksins situr fyrir svörum. Í síðustu skoðanakönnunum Prósents hefur fylgi flokksins verið í hæstu hæðum en samkvæmt nýjustu könnun mælist hann einungis með þremur prósentustigum lægra fylgi en Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur og mælist nú í 11,2%.
Má því segja að Flokkur fólksins sé á hvínandi siglingu þrátt fyrir að stefnumál flokksins séu enn frekar óljós. Það verður því athyglisvert að fylgjast með hvort breytingar kunni að verða á fylginu þegar stefnuskrá flokksins verður gerð opinber.
Í þættinum verður þjarmað að Ingu og knúið á um svör við því hver helstu áherslumál flokksins verða í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir og hvers verður að vænta af Flokki fólksins þegar að myndun nýrrar ríkisstjórnar kemur. Ásamt Ingu mæta tveir sterkir frambjóðendur í þáttinn til að fara yfir stöðuna í stjórnmálunum sem ríkir um þessar mundir. Það eru þeir Víðir Reynisson, lögregluvarðstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, og Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi, en hann situr nú í öðru sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Tue, 05 Nov 2024 - 1h 42min - 46 - #44. - Nauðvörn Svandísar, skattaparadísin og Viðreisn á flugi
Svandís Svavarsdóttir formaður VG mætir Stefáni Einari í hressilegu spjalli um pólitíkina. Í skoðanakönnun Prósents í liðinni viku mældist flokkur Svandísar, Vinstrihreyfingin grænt framboð, með sögulega lágt fylgi. Svo virðist sem brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sé að draga dilk á eftir sér og hafi áhrif á fylgi flokksins í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir. Svandís hyggst nú leggja allt sitt kapp á að auka fylgi flokksins um land allt ásamt sínu fólki og verður spennandi að fylgjast með hvernig til tekst.
Auk hennar mæta þeir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í settið og rýna helstu fréttir vikunnar þar sem mest hefur farið fyrir stjórnmálunum. Þá fer Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, yfir nýjustu tölur úr könnun Prósents í þættinum sem snerta á fylgi flokkanna og þykja nýjustu tölur tíðindum sækja.
Fri, 01 Nov 2024 - 1h 23min - 45 - #43. - Djúpríkið í klandri, vaxtaþak á bankana og vika í uppgjör í USA
Arnar Þór Jónsson, er formaður hins nýja Lýðræðisflokks. Hann vill fá umboð til þess að umbylta peningamarkaðnum á Íslandi, taka á djúpríkinu og í viðtalinu kynnir hann leiðir til þess að draga úr verðbólgu.
Auk hans eru þær mættar í Hádegismóana, þingkonurnar Þórunn Sveinbjarnardóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Flokkur Þórunnar er á mikilli siglingu og mælist trekk í trekk með 24% fylgi eða meira. Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, flokkur Rannveigar, í kröppum dansi og í sumum könnunum virðist hann á barmi þess að falla út af þingi. Það eru mikil tíðindi fyrir elsta stjórnmálaflokka landsins.
Þær stöllur ræða stöðuna í stjórnmálunum heima og Þórunn fer meðal annars yfir nýlega uppákomu þar sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talaði niður til Dags B. Eggertssonar í tölvupóstsamskiptum við kjósanda.
Tue, 29 Oct 2024 - 1h 23min - 44 - #42. - Píratar sýna á spilin og hrókeringar á hægri vængnum
Leiðtogaviðtölin halda áfram og að þessu sinni er gestur Spursmála Lenya Rún Taha Karim, sem vann frækinn sigur í prófkjöri Pírata í Reykjavík þar sem hún skaut reynslumiklum sitjandi þingmönnum aftur fyrir sig.
Í viðtalinu er rætt við Lenyu um stefnu Pírata í málum sem tengjast heilbrigðisþjónustu, skattheimtu, stöðu útlendinga og hælisleitenda og margt fleira.
Áður en að því kemur mæta þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins og Brynjar Níelsson, fyrrum alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á vettvang og ræða stöðuna í stjórnmálunum og glóðheitar tölur úr nýjustu könnun Prósents. Það er könnun sem unnin er fyrir Morgunblaðið og mbl.is.
Fri, 25 Oct 2024 - 1h 16min - 43 - #41. - Sanna tekur slaginn fyrir sósíalismann og folar í framboði
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands í komandi þingkosningum, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála.
AUk hennar mæta þingframbjóðendurnir Snorri Másson, sem sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem að öllu óbreyttu mun skipa annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Vegna komandi þingkosninga þann 30. nóvember verða tveir þættir af Spursmálum í hverri viku fram að kosningum, á þriðjudögum og föstudögum.
Meðal annars verður rætt við formenn flokkanna og hina ýmsu oddvita.
Tue, 22 Oct 2024 - 1h 11min - 42 - #40. - Uppgjör í kraganum, ný könnun og Trump á siglingu
Jón Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, mætir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, í pólitísku einvígi í nýjasta þætti Spursmála. Er þetta í fyrsta sinn sem þau Jón og Þórdís mætast eftir að hún tilkynnti um framboð sitt en bæði ætla þau sér annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum.
Til að ræða helstu fréttir vikunnar og nýjustu vendingar á vettvangi stjórnmálanna mæta þau Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna, og Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, í settið.
Þá fer Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, yfir nýjustu tölur í skoðanakönnun Prósents sem benda til mikillar fylgisbreytingar eftir að upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu flosnaði síðustu helgi.
Fri, 18 Oct 2024 - 1h 06min - 41 - #39. - Ríkisstjórnin í andarslitrunumFri, 11 Oct 2024 - 48min
- 40 - #38. - Viðreisn Jóns, örkin hans Óla og skvettugangur í Móunum
Hvaða áherslumál hyggst Jón Gnarr setja á oddinn í stjórnmálastarfi innan Viðreisnar? Er stefnuskrá flokksins leiðarvísirinn eða hyggst hann fara sínar eigin leiðir. Þetta kemur í ljós í viðtali á vettvangi Spursmála.
Nýverið lýsti Jón því yfir að hann hygðist hasla sér völl í landsmálunum á vettvangi Viðreisnar.
Hann mun taka þátt í prófkjöri og sækjast eftir leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. Þar sitja nú á fleti fyrir þær Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir. Sú fyrrnefnda í Reykjavík suður og hin í norður.
Líkt og undanfarnar vikur hafa mörg stórtíðindi rekið önnur á fréttavettvangi. Til þess að ræða þau mál mæta þau Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og fyrrum bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju sem nú hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs, sem siglir milli lands og æskustöðva prestsins, Vestmannaeyja.
Fri, 04 Oct 2024 - 1h 26min - 39 - #37. - Spangólandi ráðherra og ósvífinn stjórnandiFri, 27 Sep 2024 - 1h 18min
- 38 - #36. - Rugby-rimma, remúlaðislys og umdeildur kjörþokki
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins situr fyrir svörum. Fylgi Miðflokksins hefur sjaldan eða aldrei mælst hærra en nýlegar skoðanakannanir gefa sterklega til kynna að fylgi flokksins fari nú með himinskautum en enn er óvíst hvenær til kosninga kemur. Að svo stöddu virðist svo vera að úthald ríkisstjórnarinnar sé sleitulaust þrátt fyrir að gustað hafi um ríkisstjórnarsamstarfið á kjörtímabilinu.
Foringjar stjórnmálaflokkanna hafa nú tekið sér stöðu á vettvangi stjórnmálanna. Enda ekki seinna vænna því innan árs munu landsmenn ganga að kjörborðinu á nýjan leik og velja sér nýja forystu sem kann að hugnast landanum betur.
Lagðar verða ýmsar spurningar fyrir Sigmund Davíð um stjórnarsamstarfið og hvers sé að vænta í pólitíkinni á komandi misserum.
Fjörleg yfirferð á fréttum vikunnar
Margt hefur dregið til tíðinda í vikunni. Verður það í höndum þeirra Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Jón Gunnarssonar, þingismanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, að fara yfir helstu fréttir í líðandi viku. Búast má við að mikið fjör færist í leikana þegar þessi tvö mæta í settið og rýna helstu fréttir með sínum eigin skoðanagleraugum.
Fri, 20 Sep 2024 - 1h 22min - 37 - #35. - Misheppnuð mótmæli og sjávarútvegurinn pakkar í vörn
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála. Lagabreytingatillögur Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra hafa að undanförnu hlotið mikla gagnrýni af hálfu forsvarsmanna SFS og verður Heiðrún Lind meðal annars krafin svara um rétt og sanngjörn afgjöld fyrir sjávarauðlindina við strendur Íslands.
Þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, mæta einnig í settið og rýna í það sem helst bar á góma í fréttum líðandi viku; setningu þingsins, stefnuræðu forsætisráðherra, mótmæli launafólks á Austurvelli og margt fleira.
Fri, 13 Sep 2024 - 1h 11min - 36 - #34. - Tik Tok eitraðra en filterslaus Camel og ráðaleysi í Valhöll
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og Tryggvi Hjaltason, formaður hugverkaráðs og höfundur nýlegrar skýrslu um stöðu drengja í íslensku menntakerfi, sitja fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála.
Í kjölfar hnífaárásarinnar í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt þar sem ung stúlka týndi lífi sínu og fleiri ungmenni særðust hafa margar spurningar vaknað um hvers konar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað hér á landi.
Í þætti dagsins ræða þeir Grímur og Tryggvi tæpitungulaust um afleiðingar stóraukins vopnaburðar, óöryggi og vanlíðan barna og með hvaða hætti hægt sé að sporna við þessari válegu þróun. Enda um risavaxið mál að ræða sem snertir allt samfélagið í heild.
Píratinn Björn Leví Gunnarsson fer yfir helstu tíðindi í líðandi viku ásamt Teiti Birni Einarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og á nógu er að taka.
Stormasamur kosningavetur virðist vera í vændum. Sjálfstæðisflokkurinn á nú undir högg að sækja eftir að í ljós kom að fylgi flokksins mælist í sögulegu lágmarki.
Fri, 06 Sep 2024 - 1h 21min - 35 - #33. - Rándýr samgöngusáttmáli og Sjálfstæðisflokkur í sögulegri lægð
Enn er margt á huldu um það hvernig fjármagna skuli borgarlínuna. Til að varpa ljósi á málið mæta Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri og Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna í Spursmál.
Líkt og fram hefur komið stefna stjórnvöld á að verja 311 milljörðum króna í samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu fram til ársins 2040. Enn er þess beðið að ljósi verði varpað á hvernig verkefnið verður fjármagnað en ljóst er að nýjar álögur verða að veruleika, gangi fyrirætlanir yfirvalda eftir.
Ný Maskínukönnun sýnir að fylgi Sjálfstæðisflokksins er í frjálsu falli og hefur aldrei í 95 ára sögu hans mælst viðlíka lágt. Á sama tíma fara Miðflokkurinn og Samfylkingin með himinskautum og margt bendir til þess að Sósíalistar muni ná mönnum inn á þing meðan VG sitji eftir með sárt ennið.
Til þess að ræða þessa stöðu, ásamt þróun stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum, mæta þau Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, á vettvang og ræða fréttir vikunnar.
Fri, 30 Aug 2024 - 1h 19min - 34 - #32. - Menntakerfi í molum og enn eitt gosið
Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra mætir í Spursmál til að fara yfir stöðuna í íslensku menntakerfi.
Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að íslensk grunnskólabörn standa flestum öðrum börnum á OECD svæðinu langt að baki þegar kemur að lesskilningi, stærðfræðikunnáttu og þekkingu á náttúruvísindum. Staðan hefur versnað hratt allt frá árinu 2009 þegar samræmd próf voru lögð af.
Ásmundur Einar hefur boðað miklar breytingar á menntakerfinu sem hann segir ætlaðar til þess að bæta ástandið. Margir hafa tjáð sig um þessi mál að undanförnu og hart hefur verið tekist á. Í ítarlegu viðtali svarar ráðherrann fyrir ákvarðanir sínar og einnig það hvað valdið hefur því að ekkert Evrópuríki, að Grikklandi undanskildu, kemur verr út í PISA-könnunum en Ísland.
Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi í vikunni og þau Hólmfríður María Ragnhildardóttir blaðamaður á Morgunblaðinu og Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri og fyrrum oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Árborg koma í settið til að ræða um menntamálin, eldgos og sitthvað fleira.
Fri, 23 Aug 2024 - 1h 16min - 33 - #31. - Ónýtur lúxusleikskóli og orlof borgarstjóra
Í þættinum situr Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur fyrir svörum. Kastljósinu er beint að íbúðauppbyggingu í borginni, vandaræðagangi með leikskólahúsnæði og biðlista eftir plássum sem honum hlýst. Þá er Einar einnig spurður út í nýjar upplýsingar um himinháar orlofsgreiðslur sem fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, fékk í vasa sinn vegna ónýttra orlofsdaga áratug aftur í tímann.
Að auki mæta þau Sigríður Á. Andersen, fyrrum dómsmálaráðherra og Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, til leiks og ræða fréttir vikunnar og það helsta sem borið hefur til tíðinda á liðnu sumri. Spjallið er líflegt enda eru þau Sigríður og Stefán á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs.
Fri, 16 Aug 2024 - 1h 14min - 32 - #30. - Eldfim áfengisumræða og hrakval í USA
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins, mætir í þáttinn ásamt Arnari Sigurðssyni eiganda Sante þar sem þau takast á um núgildandi áfengislög. Málaflokkurinn hefur verið í kastljósi eftir að ÁTVR höfðaði mál gegn smásölu áfengis á netinu sem síðar var vísað frá.
Til að fara yfir það sem helst dró til tíðinda í vikunni sem senn er á enda mæta þau Jón Axel Ólafsson, útvarps- og athafnamaður, og Fanney Birna Jónsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 1, í settið þar sem fyrstu forsetakappræður Donalds Trump og Joes Biden ber á góma.
Fri, 28 Jun 2024 - 1h 11min - 31 - #29. - Lilja og listamannalaunin
Ákvörðun Lilju Daggar Alfreðsdóttur um að hækka fjárframlög til listamannalauna hefur hlotið talsverða gagnrýni undanfarið. Hefur því verið haldið fram að fremur frjálslega sé farið með almannafé í því tilliti og ákvörðunin ekki í takti við rétta forgangsröðun fjárheimilda.
Í þættinum verður margt fleira til umræðu og verður ráðherra gert að svara krefjandi spurningum um stöðu ferðaþjónustunnar, listamannalaunin, ríkisfjármálin, íslenska tungu og annað sem tengist störfum hennar sem ráðherra. Þau Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mæta í settið til að fara yfir það helsta sem þótti draga til tíðinda í líðandi viku.
Fri, 21 Jun 2024 - 1h 13min - 30 - #28. - Dagur svarar fyrir bensínstöðvalóðirnar
Dagur B. Eggertsson hefur setið undir töluverðri gagnrýni að undanförnu fyrir embættisfærslur í borgarstjóratíð sinni.
Því hefur verið haldið fram að Reykjavíkurborg hafi veitt olíufélögum undanþágur á gjöldum sem nema milljörðum króna með því að komast hjá að greiða innviðagjöld né byggingaréttargjöld á reitum sem þau hyggjast byggja á.
Stefán Einar knýr á svör um þetta og fleira í þættinum og þá mun Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra fara yfir landslagið í pólitíkinni bæði hér heima og erlendis.
Fri, 14 Jun 2024 - 1h 15min - 29 - #27. - Bjarni á pólitísku jarðsprengjusvæði?
Bjarni Benediktsson nýskipaður forsætisræðherra fer yfir málin með Stefáni Einari. Til umræðu er ríkisstjórnarsamstarfið, ríkisfjármálin, nýkjörinn forseti, hvalveiðar og hælisleitendamál svo eitthvað sé nefnt.
Stór mál hafa beðið afgreiðslu í þinginu undanfarið en ný yfirstaðnar forsetakosningar höfðu áhrif á störf þingmanna og ríkisstjórnar sem nú er sögð hanga á bláþræði eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur.
Auk hans koma þau Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra og Sandra Hlíf Ocares varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fara yfir það sem komst í hámæli í vikunni.
Fri, 07 Jun 2024 - 1h 22min - 28 - #26. - Baráttan um Bessastaði og eldsumbrot
Þau Edda Hermannsdóttir markaðs- og samskiptastjóri hjá Íslandsbanka, Sindri Sindrason fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill mæta í settið og rýna í stöðuna sem nú blasir við á lokametrum kosningabaráttunnar. Miðað við niðurstöður síðustu skoðanakannana gæti verið að fram undan séu mest spennandi kosningar síðustu áratugi.
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson ræðir við Stefán Einar Stefánsson um um eldsumbrotin en eins og alþjóð veit þá hóft nýtt eldgos í Sundhnúkagígaröðinni á miðvikudag.
Fri, 31 May 2024 - 1h 04min - 27 - #25. - Arnar Þór situr fyrir svörum
Undanfarið hefur framboð Arnars vakið mikið umtal. Einna helst eftir að Arnar Þór kærði Halldór Baldursson skopteiknara til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands á dögunum.
Þá hafa hugsjónir Arnars og andóf hans á ríkjandi stjórnarfari og forræðishyggju ríkisvaldsins einnig verið í umræðunni síðastliðna daga. Hefur hann hlotið þó nokkra gagnrýni vegna afstöðu sinnar til þungunarrofs og bólusetninga en Arnar Þór gefur sig út fyrir að vera mikill talsmaður fyrir frelsi einstaklingsins.
Fri, 24 May 2024 - 1h 05min - 26 - #24. - Hverju svarar Halla T.
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.
Líkt og í fyrri þáttum verður Höllu gert að svara krefjandi spurningum. Beint verður að henni spurningum sem snúa að skyldum forsetans og því sem kemur í hlutskipti hans út frá bakgrunni hennar sem forstjóri alþjóðlegu sjálfseignarstofnunarinnar B Team.
Fyrirtækið B Team er vettvangur stjórnmála-, viðskipta- og áhrifafólks víðs vegar um heim með höfuðstöðvar í New York. Stofnandi B Team, Richard Branson, hefur verið umdeildur í gegnum tíðina og hlotið gagnrýni fyrir tvímæli í stefnu sinni um loftslagsmál. Þá hefur hann einnig verið sakaður um skattsvik.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og sr. Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju mæta í settið til að fara yfir þær fréttir sem komust í hámæli í vikunni sem er að líða.
Fri, 17 May 2024 - 1h 08min - 25 - #23. - Jón Gnarr krafinn svara
Jón Gnarr svarar krefjandi spurningum er varða fortíð hans og bakgrunn sem einn vinsælasti grínisti landsins í samhengi við framboð hans til embættis forseta Íslands.
Einnig var knúið á um svör hvers konar hugsjónir Jón hefur á forsetaembættinu og með hvaða hætti hann kemur til með að beita sér í því verði hann kjörinn.
Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins mættu í settið til að fara yfir stærstu fréttamálin sem upp komu í vikunni.
Fri, 10 May 2024 - 1h 06min - 24 - #22. - Halla Hrund situr fyrir svörum
Lagðar eru krefjandi spurningar fyrir Höllu Hrund í þættinum er tengjast valdsviði forsetans og knúið á um svör hvers konar forseti hún hyggst verða nái hún kjöri. Þar verða málskotsrétturinn, stjórnarskráin, tungumálið og margt annað sem kemur í hlutskipti forsetans til umræðu.
Vafi hefur leikið á tengslum Orkustofnunar við verktaka sem starfa nú í kosningateymi Höllu Hrundar.
Þykir mörgum spurningum ósvarað hvað tengslin varðar og hugmyndir uppi um að þau séu af óvenjulegum toga sé tekið mið af nánum tengslum hennar við Orkustofnun þar sem hún hefur verið hæstráðandi fram til þessa.
Yfirferð á fréttum vikunnar verður í góðum höndum í þættinum. Eva Dögg Davíðsdóttir nýr þingmaður Vinstri Grænna mætir í settið ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni varaformanni Samfylkingarinnar til að ræða það sem bar hæst á góma í vikunni sem senn er á enda.
Fri, 03 May 2024 - 1h 09min - 23 - #21. - Baldur svarar erfiðum spurningum
Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi situr fyrir svörum í Spursmálum. Krefjandi spurningum verður beint að Baldri og framboði hans til embættis forseta Íslands.
Auk Baldurs mæta þau Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, og Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði, í settið til að fara yfir helstu fréttir líðandi viku.
Fri, 26 Apr 2024 - 1h 12min - 22 - #20. - Fyrsta stóra viðtal Katrínar í forsetaframboði
Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála.
Er þetta fyrsta stóra viðtalið sem Katrín veitir eftir að hún ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.
Auk Katrínar mæta þau Börkur Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi hjá NATO, og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í settið og rýna helstu fréttir líðandi viku.
Búast má við að upplýsandi umræða skapist um átökin sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Fregnir af árásum Írans og Ísrael í báðar áttir eru mikið áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina og vekja upp ýmsar spurningar hér á landi sem og annars staðar.
Þá hefur þróun ríkisfjármálanna einnig skotið upp kollinum í vikunni sem verður komið inn á í þættinum. Fjármál ríkisins brenna oftar en ekki á landanum enda um eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða og margt sem þykir betur mega fara í þeim efnum.
Fri, 19 Apr 2024 - 1h 08min - 21 - # 19. - Ný ríkisstjórn tifandi tímasprengja og 12 stig Brynjars
Staðan í pólitíkinni og nýmyndað stjórnarsamstarf er í brennidepli í Spursmálum. Þau Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, mæta í settið og ræða nýmyndað ríkisstjórnarsamstarf sem hlotið hefur töluverða gagnrýni síðustu daga.
Brynjar Níelsson, lögmaður og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mætir í settið ásamt Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókagagnrýnanda til að rýna helstu fréttir í liðinni viku. Mörgum þykir Brynjar vænlegur í að lýsa Eurovision-keppninni í ár í fjarveru Gísla Marteins Baldurssonar og í þættinum mun hann máta sig við hlutverkið.
Fri, 12 Apr 2024 - 1h 04min - 20 - #18. Stjórnarkreppa í kortunum?
Spursmálaþáttur vikunnar verður helgaður yfirvofandi forsetakosningum þar sem kafað verður ofan í kjölinn á þeirri fordæmalausu stöðu sem nú er komin upp í íslenskum stjórnmálum.
Þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, Heiða Kristín Helgadóttir, sem situr í kosningastjórn hjá Jóni Gnarr, og Snorri Másson, ritstjóri Ritstjóra, mæta í settið til að ræða nýjasta útspil forsætisráðherra sem mun biðjast lausnar sem forsætisráðherra og hyggst bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Viðmælendur þáttarins velta fyrir sér með fróðlegum og athyglisverðum hætti hvers sé næst að vænta miðað við stöðuna sem nú er yfirstandandi.
Fri, 05 Apr 2024 - 50min - 19 - #17. - Hvað tefur vaxtalækkanir?
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála.
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í vikunni um að staða stýrivaxta héldist óbreytt og yrði áfram í 9,25 prósentum. Ákvörðunin hefur valdið þó nokkru upphlaupi einkum í samhengi við nýundirritaða kjarasamninga sem ætlað var að hafa áhrif á lækkun og þróun verðbólgu. Í þættinum verður krefjandi spurningum beint að seðlabankastjóra um horfurnar á efnahagsmarkaði hér á landi.
Yfirferð á stærstu fréttum vikunnar verður í góðum höndum þessa vikuna. Þær Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri flugfélagsins Play, og Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Brú Strategy, mæta í settið til að rýna helstu fréttir líðandi viku.
Samhliða störfum sínum halda þær Nadine og Þórhildur úti hlaðvarpsþáttunum Eftirmál sem notið hafa mikilla vinsælda.
Fri, 22 Mar 2024 - 1h 05min - 18 - #16. - Forsetamambó, hvellsprungið fasteignamat og fiskeldiskarp
Í þættinum takast þeir Jens Garðar Helgason aðstoðarforstjóri Fiskeldis Austfjarða og Jón Kaldal, talsmaður Íslenska Náttúruverndarsjóðsins og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins á um sjókvíaeldi við strendur Íslands. Þingkonan Diljá Mist Einarsdóttir fer yfir fréttir vikunnar sem er að líða ásamt Mörtu Maríu Winkel Jónasdóttur fréttastjóra dægurmála hjá Morgunblaðinu sem er vitaskuld þekkt fyrir að vera alltaf með puttann á púlsinum.
Fri, 15 Mar 2024 - 1h 13min - 17 - #15. - Logi kyndir upp í Sigmundi Davíð
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, takast á um stóru mál samfélagsins í nýjasta þætti Spursmála. Þar verða útlendingamálin kapprædd, kjaramálin gerð upp og ríkisstjórnarsamstarfið rætt í þaula.
Ekki er hægt að tala um að fréttaþurrð hafi einkennt vikuna sem senn er á enda. Þau Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, og leikarinn og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, rýna helstu fréttir líðandi viku með einstaklega fjörum og líflegum hætti.
Fri, 08 Mar 2024 - 1h 10min - 16 - #14. – Íslenskt ölæði og framtíðar stjórnarmynstur
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum vikunnar. Þar ræðir hún útlendingamálin, ríkisstjórnarsamstarfið og möguleg stjórnarmynstur í náinni framtíð. Þorgerður hefur bent á að margt megi betur fara í málaflokki innflytjenda og flóttafólks en varasamt sé þó að gera útlendingamálin að kosningamáli.
Í þættinum verða fréttir vikunnar að stórum hluta tileinkaðar 35 ára afmæli bjórsins. Arnar Sigurðsson, eigandi vínverslunarinnar Santé, mætir í settið ásamt bjórsérfræðingnum Kjartani Vídó Ólafssyni, markaðsstjóra HSÍ og bruggmeistara hjá The Brothers Brewery, til að ræða sögu bjórsins og rýna helstu fréttamál liðinnar viku.
Sat, 02 Mar 2024 - 55min - 15 - #13. – Fokdýr hönnunarbrú og Inga Sæland í forsetann?
Bergþóra Þorkelsdóttir forstóri Vegagerðarinnar situr fyrir svörum um samgöngumál höfuðborgarsvæðisins í nýjasta þætti Spursmála. Framkvæmdaráætlun Fossvogsbrúar er í forgrunni þar sem knúið er á um svör við krefjandi spurningum um umfram kostnaðaráætlun og tillögu að hönnun brúarinnar. Hvort tveggja hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu.
Yfirferð á helstu fréttum vikunnar verður einnig á sínum stað í þættinum. Bragi Valdimar Skúlason, orðasnillingur, þáttagerðarmaður og textasmiður með meiru mætir í settið ásamt þingkonunni Ingu Sæland, til að fara yfir þær fréttir sem voru í eldlínunni í líðandi viku. Þar kemur margt áhugavert upp úr dúrnum.
Fri, 23 Feb 2024 - 1h 06min - 14 - #12. – Rekstur Landspítala, Víkingur Heiðar, Donald Trump, RÚV og pípulagnir
Hvað eiga rekstrartölur Landspítalans, Víkingur Heiðar, Donald Trump, RÚV og Pípulagningasveit Almannavarna sameiginlegt? Jú, allt þetta og meira er til umræðu í tólfta þætti Spursmála.
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala situr fyrir svörum um rekstur spítalans í nýjasta þætti af Spursmálum. Rætt verður um stöðu spítalans í samanburði við tölur sem nýlega voru birtar úr nýju bráðabirgðauppgjöri og sýndu jákvæða afkomu.
Fréttir vikunnar verða að vanda á sínum stað. Að þessu sinni mæta þau Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Sigmar Guðmundsson alþingismaður í settið til að fara yfir það sem var efst á baugi í líðandi viku. Vænta má að allt verði látið flakka í þeirri yfirferð.
Fri, 16 Feb 2024 - 1h 03min - 13 - #11. - Rökrætt um orkukrísu og eldsumbrot.
Í þessum ellefta þætti af Spursmálum situr Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri hjá Orkustofnun, fyrir svörum við krefjandi spurningum um þá stöðu sem upp er komin í orkumálum hér á landi. Staðan hefur um hríð þótt heldur óljós og yfirvofandi orkuskortur á raforku og heitu vatni ekki útilokaður. Hefur orkumálastjóri sætt harðri gagnrýni að undanförnu í ljósi stöðunnar.
Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, fara yfir helstu fréttir vikunnar sem að stórum hluta tengjast eldsumbrotunum á Reykjanesskaga.
Fri, 09 Feb 2024 - 1h 09min - 12 - #10. - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Bergur Ebbi og Björt Ólafsdóttir.
Mikið hefur farið fyrir innflytjenda- og flóttamannamálum í samfélagsumræðunni síðustu daga og vikur. Í þættinum mun Stefán Einar Stefánsson beina krefjandi spurningum að ráðherra í takt við þann glundroða sem virðist eiga sér stað í útlendingamálum hér á landi.
Einnig má búast við fjörugri yfirferð á fréttum vikunnar þegar þau Björt Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og fyrrum þingkona, og Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og grínisti, mæta í settið og láta skoðanir sínar í ljós á því sem var efst á baugi í líðandi viku.
Fri, 02 Feb 2024 - 1h 14min - 11 - Spursmál - Forsetakjör framundan.Thu, 01 Feb 2024 - 12min
- 10 - #9. - Vilhjálmur Birgisson, Dagbjört Hákonardóttir og Hermann Guðmundsson
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og Verkalýðsfélags Akraness, er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í þessum níunda þætti af Spursmálum. Mikill hiti hefur færst í kjaradeilu breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka Atvinnulífsins (SA) en slitnað hefur upp úr viðræðum samningsaðila og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í vikunni.
Dagbjört Hákonardóttir, þinkona Samfylkingarinnar, og Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, fara einnig yfir helstu fréttir vikunnar undir stjórn Stefáns Einars og er svo sannarlega á nógu að taka í þeim efnum.
Fri, 26 Jan 2024 - 1h 09min - 9 - #8. - Sigurður Kári Kristjánsson, Ólöf Skaftadóttir og Björn Ingi Hrafnsson
Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður NTÍ, situr fyrir svörum í áttunda þætti af Spursmálum. Í þættinum verður knúið á um svör við krefjandi spurningum um hlutverk náttúruhamfarasjóðsins og yfirvofandi aðgerðiráætlanir í ljósi atburðanna í Grindavík. Nístandi óvissa Grindvíkinga hefur sett mikinn svip á samfélagsumræðuna og ljóst að framtíð þeirra liggur í höndum ríkisstjórnarinnar og Náttúruhamfaratrygginga Íslands (NTÍ).
Auk Sigurðar Kára mæta þau Ólöf Skaftadóttir, laxabóndi og fjölmiðlakona, og Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður, í sett til að rýna í helstu fréttir vikunnar.
Fri, 19 Jan 2024 - 1h 01min - 8 - #7. - Willum Þór Þórsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Orri Páll Jóhannsson
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, situr fyrir svörum í sjöunda þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Þar er staða heilbrigðiskerfisins höfð í brennidepli og knúið á um svör með hvaða hætti hægt sé að bæta ástand heilbrigðisþjónustunnar hér á landi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, og Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG, takast einnig á um helstu fréttir vikunnar og létu ólíkar skoðanir sínar í ljós á áliti umboðsmanns Alþingis um ákvörðun matvælaráðherra á frestun hvalveiða.
Fri, 12 Jan 2024 - 1h 08min - 7 - #6. - Brynjar Níelsson, Ingibjörg Isaksen, Runólfur Ágústsson og Erna Mist Yamagata
Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins eru viðmælendur Stefáns Einars Stefánssonar í þessum sjötta þætti af Spursmálum. Þar takast þau á um ríkisstjórnarsamstarfið sem mörgum þykir vera að líða undir lok.
Auk Ingibjargar og Brynjars ræðir Stefán Einar við Runólf Ágústsson framkvæmdastjóra og Ernu Mist Yamagata, listakonu og pistlahöfund um helstu fréttir líðandi viku þar sem hvort þeirra hefur sína skoðun á því sem helst bar á góma í samfélagsumræðunni.
Fri, 05 Jan 2024 - 1h 00min - 6 - #5 - Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson, Sigríður Mogensen og Björg Eva Erlendsdóttir.
Kjarnorkuver í Búðardal og sátt um deifikerfið.
Orkumálin eru í brennidepli í Spursmálum þar sem þær Björg Eva Erlendsdóttir frá Landvernd og Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins eru mættar til að ræða um stöðuna sem er komin upp í orkumálum hér á landi.
Þá ætla þeir Tvíhöfðabræður Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson rýna í árið sem er fram undan.
Fri, 29 Dec 2023 - 1h 07min - 5 - #4 - Simmi Vill, Gunnar Smári, Svanhildur Hólm og Þorvaldur Þórðarson.
Líflegar umræður sköpuðust í Spursmálum um kjaramál og stöðuna í aðdraganda kjarasamninga þar sem þeir Gunnar Smári Egilsson, talsmaður Sósíalista, og Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og formaður Atvinnufjelagsins, mættu í settið til Stefáns Einars. Í aðdraganda kjarasamninga er staða kjaramála afar viðkvæm í ljósi mikillar verðbólgu og þá hefur kjaradeila flugumferðarstjóra undanfarnar vikur sett umræðuna í nýtt samhengi. Í vikunni dró svo til tíðinda þegar ekki náðist samstaða meðal aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þá fóru þau Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur yfir fréttir vikunnar.
Fri, 22 Dec 2023 - 1h 01min - 4 - #3. Spursmál - Guðlaugur Þór, Dóri DNA og Ásthildur Sturludóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í þriðja þætti af Spursmálum. Guðlaugur Þór hefur hlotið þó nokkra gagnrýni að undanförnu þar sem mörgum þykir komin upp fremur neyðarleg staða í orkumálum sem ekki sér fyrir endann á haldist staðan óbreytt. Til umræðu í þættinum eru mál sem brunnið hafa á þjóðinni undanfarið; Breytingar á raforkulögum, yfirvofandi orkuskortur í landinu og niðurfelling á ívilnunum á rafbílakaupum, svo eitthvað sé nefnt.
Auk Guðlaugs Þórs mæta þau Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar og skemmtikrafturinn Halldór Laxness, betur þekktur sem Dóri DNA, í settið til að ræða það sem bar hæst í fréttum liðinnar viku með bráðskemmtilegum hætti.
Fri, 15 Dec 2023 - 1h 06min - 3 - #2. Spursmál - Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og aðgerðasinni er aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í öðrum þætti Spursmála. Skapaðist spennuþrungið samtal þeirra á milli um starfsemi verkalýðshreyfingarinnar og stöðu vinnumarkaðarins. Auk Sólveigar Önnu ræðir Stefán Einar við þau Áslaugu Huldu Jónsdóttur, aðstoðarmann háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Björn Brynjúlf Björnsson, hagfræðing, um það sem bar efst á góma í fréttum vikunnar með líflegum og skemmtilegum hætti.
Umsjónarmaður Spursmála er blaðamaðurinn Stefán Einar Stefánsson sem mun stýra afdráttarlausri samfélagsumræðu og fá vikulega til sín valinkunna viðmælendur í settið til að kryfja umræðuna og fara yfir málefni líðandi stundar.
Fri, 08 Dec 2023 - 1h 02min - 2 - #1. Spursmál - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Kristrún Frostadóttir
Umsjónarmaður Spursmála er blaðamaðurinn Stefán Einar Stefánsson sem mun stýra afdráttarlausri samfélagsumræðu og fá vikulega til sín valinkunna viðmælendur í settið til að kryfja umræðuna og fara yfir málefni líðandi stundar.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sitja fyrir svörum í þessum fyrsta þætti. Auk þeirra ræðir Stefán Einar við Ragnhildi Sverrisdóttur, fyrrum fréttastjóra á Morgunblaðinu sem nú starfar hjá Landsvirkjun og Snorra Másson, ritstjóra Ritstjóra, um það sem var efst á baugi í líðandi viku.Fri, 01 Dec 2023 - 1h 05min - 1 - Spursmál - KynningWed, 29 Nov 2023 - 00min
Podcasts similaires à Spursmál
- Álhatturinn Álhatturinn
- Global News Podcast BBC World Service
- El Partidazo de COPE COPE
- Herrera en COPE COPE
- The Dan Bongino Show Cumulus Podcast Network | Dan Bongino
- The Parkinson's Podcast Davis Phinney Foundation
- Es la Mañana de Federico esRadio
- La Noche de Dieter esRadio
- Hondelatte Raconte - Christophe Hondelatte Europe 1
- Express Biedrzyckiej - seria DOBRZE POSŁUCHAĆ Kamila Biedrzycka
- La rosa de los vientos OndaCero
- Más de uno OndaCero
- La Zanzara Radio 24
- Frjálsar hendur RÚV
- Í ljósi sögunnar RÚV
- El Larguero SER Podcast
- Nadie Sabe Nada SER Podcast
- SER Historia SER Podcast
- Todo Concostrina SER Podcast
- Hvað er málið? Sigrún Sigurpáls
- 安住紳一郎の日曜天国 TBS RADIO
- The Tucker Carlson Show Tucker Carlson Network
- Ja i moje przyjaciółki idiotki Tu Okuniewska
- 辛坊治郎 ズーム そこまで言うか! ニッポン放送