Filtrer par genre

Spursmál

Spursmál

Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14. Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á mbl.is.

51 - #49. - Hægri eða vinstri Viðreisn og splunkunýr metill
0:00 / 0:00
1x
  • 51 - #49. - Hægri eða vinstri Viðreisn og splunkunýr metill

    Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, gæti staðið með pálm­ann í hönd­un­um að lokn­um kosn­ing­um ef þær fara eins og kann­an­ir benda nú til. Vill hún vinstri- eða hægri­stjórn?

    Á vett­vang Spurs­mála mæta einnig stjórn­mála­fræðipró­fess­or­inn Ei­rík­ur Berg­mann Ein­ars­son og Brynj­ólf­ur Gauti Guðrún­ar Jóns­son, doktorsnemi í töl­fræði við Há­skóla Íslands. Hann held­ur úti vefsíðunni www.metill.is þar sem gef­in er út kosn­inga­spá, byggð á nýj­ustu könn­un­um á fylgi flokk­anna.

    Tue, 19 Nov 2024 - 1h 28min
  • 50 - #.48 - Sparkað í franska ostagerðamenn

    Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins situr fyr­ir svör­um í leiðtoga­spjalli und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála.

    Flokk­ur Sig­mund­ar Davíðs hef­ur verið í sókn að und­an­förnu og nú hef­ur hann, líkt og aðrir, kynnt odd­vita í hverju kjör­dæmi ásamt fram­boðslist­um.

    Hvert stefni Sig­mund­ur ef niðurstaða kosn­inga verður með þeim hætti sem kann­an­ir gefa til kynna? Sér hann sam­starfs­flöt við aðra flokk og hvar er hann reiðubú­inn að gefa eft­ir?

    Auk Sig­mund­ar mættu þau Erna Mist Yama­gata, lista­kona og pistla­höf­und­ur, sem sit­ur í 9. sæti á fram­boðslista Viðreisn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, og Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu og sér­fræðing­ur í banda­rísk­um stjórn­mál­um, í settið til að fara yfir það sem er efst á baugi á hinu póli­tíska sviði hér­lend­is og er­lend­is.

    Líkt og und­an­farna föstu­daga mætti Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra Morg­un­blaðsins, til leiks og fór yfir nýj­ustu töl­ur úr skoðana­könn­un Pró­sents í þætt­in­um og varpaði ljósi á fylgi flokk­anna sem bjóða fram á landsvísu.


    Fri, 15 Nov 2024 - 1h 27min
  • 49 - #47. - Stóra plan Kristrúnar og fornleifar í stjórnmálunum

    Öll spjót standa á Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­manni Sam­fylk­ing­ar en flokk­ur henn­ar mæl­ist enn sem fyrr stærst­ur í öll­um skoðana­könn­un­um.

    Kristrún mæt­ir nú í Spurs­mál og svar­ar fyr­ir stefnu flokks­ins, sem þess­ar kann­an­ir benda til að muni hljóta fram­gang að lokn­um kosn­ing­um. Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er hvaða skatta? Hverju eiga auðlinda­gjöld að skila og hvernig lýs­ir Kristrún hinu svo­kallaða ehf.-gati sem Sam­fylk­ing­unni er tíðrætt um.

    Þá mæta þau Vala Garðars­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur og Þórður Snær Júlí­us­son blaðamaður. Hún býður sig fram fyr­ir hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins og verm­ir 3. sætið í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Þórður Snær er í Sam­fylk­ing­unni og sit­ur í 3. sæt­inu í Reykja­vík norður.

    Þau fara yfir frétt­ir vik­unn­ar, m.a. vend­ing­ar tengd­ar Jóni Gunn­ars­syni og njósn­um sem son­ur hans hef­ur orðið fyr­ir.

    Sneisa­full­ur þátt­ur af spenn­andi umræðu um stjórn­mál dags­ins og kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber næst­kom­andi.

    Tue, 12 Nov 2024 - 1h 25min
  • 48 - #.46 - Bjarni svarar fyrir fylgið

    Bjarni Benediktsson er gestur Stefáns í þetta skiptið. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur flökkt tals­vert síðustu vik­ur en flokkn­um hef­ur reynst erfitt að halda í þann ár­ang­ur sem kom fram í könn­un­um í kjöl­far þess að stjórn­inni var slitið.

    Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu fer yfir nýja könnun á fylgi flokka.

    Þá mæta tveir frétta­menn RÚV í settið til Stef­áns Ein­ars og ræða frétt­ir vik­unn­ar, bæði inn­lend­ar og er­lend­ar. Það eru þau Odd­ur Þórðar­son og Urður Örlygs­dótt­ir.

    Sneisa­full­ur þátt­ur af áhuga­verðum frétt­um og lif­andi umræðu um mik­il­væg­ustu mál­efni landsins.

    Fri, 08 Nov 2024 - 1h 20min
  • 47 - #45. - Þjarmað að Ingu og Stefán hlýðir Víði yfir

    Inga Sæland formaður Flokks fólksins situr fyrir svörum. Í síðustu skoðana­könn­un­um Pró­sents hef­ur fylgi flokksins verið í hæstu hæðum en sam­kvæmt nýj­ustu könn­un mæl­ist hann ein­ung­is með þrem­ur pró­sentu­stig­um lægra fylgi en Sjálf­stæðis­flokk­ur og Miðflokk­ur og mæl­ist nú í 11,2%.

    Má því segja að Flokk­ur fólks­ins sé á hvín­andi sigl­ingu þrátt fyr­ir að stefnu­mál flokks­ins séu enn frek­ar óljós. Það verður því at­hygl­is­vert að fylgj­ast með hvort breyt­ing­ar kunni að verða á fylg­inu þegar stefnu­skrá flokks­ins verður gerð op­in­ber.

    Í þætt­in­um verður þjarmað að Ingu og knúið á um svör við því hver helstu áherslu­mál flokks­ins verða í þeirri kosn­inga­bar­áttu sem nú stend­ur yfir og hvers verður að vænta af Flokki fólks­ins þegar að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar kemur. Ásamt Ingu mæta tveir sterk­ir fram­bjóðend­ur í þátt­inn til að fara yfir stöðuna í stjórn­mál­un­um sem rík­ir um þess­ar mund­ir. Það eru þeir Víðir Reyn­is­son, lög­reglu­v­arðstjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suður­kjör­dæmi, og Pawel Bartoszek, vara­borg­ar­full­trúi, en hann sit­ur nú í öðru sæti á lista Viðreisn­ar í Reykja­vík norður. 

    Tue, 05 Nov 2024 - 1h 42min
Afficher plus d'épisodes