Filtra per genere

Spursmál

Spursmál

Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14. Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á mbl.is.

49 - #47. - Stóra plan Kristrúnar og fornleifar í stjórnmálunum
0:00 / 0:00
1x
  • 49 - #47. - Stóra plan Kristrúnar og fornleifar í stjórnmálunum

    Öll spjót standa á Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­manni Sam­fylk­ing­ar en flokk­ur henn­ar mæl­ist enn sem fyrr stærst­ur í öll­um skoðana­könn­un­um.

    Kristrún mæt­ir nú í Spurs­mál og svar­ar fyr­ir stefnu flokks­ins, sem þess­ar kann­an­ir benda til að muni hljóta fram­gang að lokn­um kosn­ing­um. Ætlar Kristrún að hækka skatta og ef svo er hvaða skatta? Hverju eiga auðlinda­gjöld að skila og hvernig lýs­ir Kristrún hinu svo­kallaða ehf.-gati sem Sam­fylk­ing­unni er tíðrætt um.

    Þá mæta þau Vala Garðars­dótt­ir forn­leifa­fræðing­ur og Þórður Snær Júlí­us­son blaðamaður. Hún býður sig fram fyr­ir hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins og verm­ir 3. sætið í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Þórður Snær er í Sam­fylk­ing­unni og sit­ur í 3. sæt­inu í Reykja­vík norður.

    Þau fara yfir frétt­ir vik­unn­ar, m.a. vend­ing­ar tengd­ar Jóni Gunn­ars­syni og njósn­um sem son­ur hans hef­ur orðið fyr­ir.

    Sneisa­full­ur þátt­ur af spenn­andi umræðu um stjórn­mál dags­ins og kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber næst­kom­andi.

    Tue, 12 Nov 2024 - 1h 25min
  • 48 - #.46 - Bjarni svarar fyrir fylgið

    Bjarni Benediktsson er gestur Stefáns í þetta skiptið. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur flökkt tals­vert síðustu vik­ur en flokkn­um hef­ur reynst erfitt að halda í þann ár­ang­ur sem kom fram í könn­un­um í kjöl­far þess að stjórn­inni var slitið.

    Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu fer yfir nýja könnun á fylgi flokka.

    Þá mæta tveir frétta­menn RÚV í settið til Stef­áns Ein­ars og ræða frétt­ir vik­unn­ar, bæði inn­lend­ar og er­lend­ar. Það eru þau Odd­ur Þórðar­son og Urður Örlygs­dótt­ir.

    Sneisa­full­ur þátt­ur af áhuga­verðum frétt­um og lif­andi umræðu um mik­il­væg­ustu mál­efni landsins.

    Fri, 08 Nov 2024 - 1h 20min
  • 47 - #45. - Þjarmað að Ingu og Stefán hlýðir Víði yfir

    Inga Sæland formaður Flokks fólksins situr fyrir svörum. Í síðustu skoðana­könn­un­um Pró­sents hef­ur fylgi flokksins verið í hæstu hæðum en sam­kvæmt nýj­ustu könn­un mæl­ist hann ein­ung­is með þrem­ur pró­sentu­stig­um lægra fylgi en Sjálf­stæðis­flokk­ur og Miðflokk­ur og mæl­ist nú í 11,2%.

    Má því segja að Flokk­ur fólks­ins sé á hvín­andi sigl­ingu þrátt fyr­ir að stefnu­mál flokks­ins séu enn frek­ar óljós. Það verður því at­hygl­is­vert að fylgj­ast með hvort breyt­ing­ar kunni að verða á fylg­inu þegar stefnu­skrá flokks­ins verður gerð op­in­ber.

    Í þætt­in­um verður þjarmað að Ingu og knúið á um svör við því hver helstu áherslu­mál flokks­ins verða í þeirri kosn­inga­bar­áttu sem nú stend­ur yfir og hvers verður að vænta af Flokki fólks­ins þegar að mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar kemur. Ásamt Ingu mæta tveir sterk­ir fram­bjóðend­ur í þátt­inn til að fara yfir stöðuna í stjórn­mál­un­um sem rík­ir um þess­ar mund­ir. Það eru þeir Víðir Reyn­is­son, lög­reglu­v­arðstjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suður­kjör­dæmi, og Pawel Bartoszek, vara­borg­ar­full­trúi, en hann sit­ur nú í öðru sæti á lista Viðreisn­ar í Reykja­vík norður. 

    Tue, 05 Nov 2024 - 1h 42min
  • 46 - #44. - Nauðvörn Svandísar, skattaparadísin og Viðreisn á flugi

    Svandís Svavarsdóttir formaður VG mætir Stefáni Einari í hressilegu spjalli um pólitíkina. Í skoðana­könn­un Pró­sents í liðinni viku mæld­ist flokk­ur Svandís­ar, Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð, með sögu­lega lágt fylgi. Svo virðist sem brott­hvarf Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur sé að draga dilk á eft­ir sér og hafi áhrif á fylgi flokks­ins í þeirri kosn­inga­bar­áttu sem nú stend­ur yfir. Svandís hyggst nú leggja allt sitt kapp á að auka fylgi flokks­ins um land allt ásamt sínu fólki og verður spenn­andi að fylgj­ast með hvernig til tekst.

    Auk hennar mæta þeir Gunn­ar Úlfars­son, hag­fræðing­ur Viðskiptaráðs og Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar í settið og rýna helstu frétt­ir vik­unn­ar þar sem mest hef­ur farið fyr­ir stjórn­mál­un­um.  Þá fer Andrés Magnús­son, full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, yfir nýj­ustu töl­ur úr könn­un Pró­sents í þætt­in­um sem snerta á fylgi flokk­anna og þykja nýj­ustu töl­ur tíðind­um sækja. 

    Fri, 01 Nov 2024 - 1h 23min
  • 45 - #43. - Djúpríkið í klandri, vaxtaþak á bankana og vika í uppgjör í USA

    Arn­ar Þór Jóns­son, er formaður hins nýja Lýðræðis­flokks. Hann vill fá umboð til þess að um­bylta pen­inga­markaðnum á Íslandi, taka á djúpríkinu og í viðtalinu kynn­ir hann leiðir til þess að draga úr verðbólgu.

    Auk hans eru þær mætt­ar í Há­deg­is­mó­ana, þing­kon­urn­ar Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir og Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir. Flokk­ur Þór­unn­ar er á mik­illi sigl­ingu og mæl­ist trekk í trekk með 24% fylgi eða meira. Á sama tíma er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, flokk­ur Rann­veig­ar, í kröpp­um dansi og í sum­um könn­un­um virðist hann á barmi þess að falla út af þingi. Það eru mik­il tíðindi fyr­ir elsta stjórn­mála­flokka lands­ins.

    Þær stöll­ur ræða stöðuna í stjórn­mál­un­um heima og Þór­unn fer meðal ann­ars yfir ný­lega uppá­komu þar sem Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, talaði niður til Dags B. Eggerts­son­ar í tölvu­póst­sam­skipt­um við kjós­anda.

    Tue, 29 Oct 2024 - 1h 23min
Mostra altri episodi