Filtrar por gênero

Heimildin - Hlaðvörp

Heimildin - Hlaðvörp

Heimildin

Hlaðvarp Heimildarinnar

346 - Pod blessi Ísland #5: Forskot á þingsætaspá: Hverjir eru líklegir á þing?
0:00 / 0:00
1x
  • 346 - Pod blessi Ísland #5: Forskot á þingsætaspá: Hverjir eru líklegir á þing?

    Arnar og Aðalsteinn eru tveir í hljóðveri í þætti dagsins og rýna í upphaf lokaspretts kosningabaráttunnar. Forskot tekið á sæluna og rýnt í funheita þingsætaspá Heimildarinnar og dr. Baldurs Héðinssonar, sem er væntanleg á vefinn. Eru blaðamannafundir, borðaklippingar og rannsóknir liður í kosningabaráttunni? Við spyrjum spurninga í þætti dagsins. Þemalag þáttarins er Grætur í Hljóði eftir Prins Póló.

    Tue, 19 Nov 2024
  • 345 - Þjóðhættir #56: Náttúran, stofnfrumur og minjar og minningar í Grindavík

    Björg Erlingsdóttir er gestur þáttarins. Hún fór erlendis til Svíþjóðar til að læra þjóðfræði og hefur meðal annars rannsakað tengsl mannsins við náttúruna, en það er áhugavert hvernig hugmyndir okkar hafa tekið breytingar á undanförnum árum og milli kynslóða.

    Tue, 19 Nov 2024
  • 344 - Flækjusagan: Hin stoltu skip

    Illugi Jökulsson rifjar upp að um mánaðamótin maí-júní árið 1916 var haldin mesta sjóorrusta sögunnar þar sem fallbyssuskip voru í aðalhlutverki.

    Sun, 17 Nov 2024
  • 343 - Eitt og annað: Ástvinir geta þurft að bíða vikum saman eftir jarðarför

    Víða í Danmörku hefur árum saman vantað fleiri presta en ástandið hefur aldrei verið jafnslæmt og núna. Ættingjar geta þurft að bíða vikum saman eftir að geta kvatt ástvini vegna annríkis hjá prestum.

    Sun, 17 Nov 2024
  • 342 - Formannaviðtöl #5: Síðasta tilraun Ingu Sæland

    Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

    Fri, 15 Nov 2024
Mostrar mais episódios