Filtrer par genre
- 337 - Pod blessi Ísland #4: Hin einu sönnu Freyr og Snærós
Fjórði þáttur Pod blessi Ísland inniheldur símtal til Búdapest. Við komum síður en svo að tómum kofanum hjá fjölmiðlafólkinu fyrrverandi Frey Rögnvaldssyni og Snærós Sindradóttur. Þau segja frá því hvernig konsúll Íslands í Ungverjalandi tekur á móti kjósendum og fara yfir hvernig kosningabaráttan og slagorð flokkanna hljóma, frá sæluríki Viktors Orbán.
Tue, 12 Nov 2024 - 336 - Þjóðhættir #55: Haunted: Minningar um miðborg Reykjavíkur
Í þessum þætti af Þjóðháttum er fjallað um hvernig borgarlandslagið í miðbæ Reykjavíkur getur virkað sem minningarbrunnur fyrir þá sem þar fara um.
Tue, 12 Nov 2024 - 335 - Flækjusagan: Ný frétt: Slapp Hitler lifandi?
Á sínum tíma las Illugi Jökulsson með mestu athygli fréttir um að nýbirt skjöl FBI gæfu til kynna að foringi þýskra nasista, Adolf Hitler, hefði komist undan til Argentínu. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem slíkar fréttir bárust.
Sun, 10 Nov 2024 - 334 - Pressa #28: Ræða hækkandi matvöruverð í Pressu
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur hjá stéttarfélaginu Visku, verða gestir Pressu í dag. Þar mun hækkandi matvöruverð vera til umræðu. Aldrei hefur verið meiri hagnaður fólginn í því að selja íslenskum neytendum matvöru.
Fri, 08 Nov 2024 - 333 - Pod blessi Ísland #3: Karen Kjartansdóttir segir frá því af hverju maðurinn hennar elskar Ingu Sæland
Karen Kjartansdóttir almannatengill og fyrrverandi fjölmiðlakona er fyrsti gestur hlaðvarpsins Pod blessi Ísland. Hún ræddi við Aðalstein og Arnar Þór um fyrstu vikur kosningabaráttunnar, hápunktana úr kappræðum síðasta föstudags og hvað Sigurður Ingi er góður maður (fyrirvari: hún er aðeins að vinna fyrir Framsóknarflokkinn þessa dagana). Einnig ræðum við um hvernig Samfylkingunni hefur tekist að hætta að tala um Sjálfstæðisflokkinn og hvort Píratar séu orðnir jafn þreyttir á túristum og íbúar í smábæ í Svartfjallalandi. Þemalag þáttarins er Grætur í hljóði eftir Prins Póló.
Tue, 05 Nov 2024 - 332 - Þjóðhættir #54: Frískápar og samkennd, matur og rusl
Gestur þáttarins hefur rannsakað allt frá ofgnótt matar, matarmenningu og matarsóunn til ruslsins sem safnast upp í kringum okkur.
Tue, 05 Nov 2024 - 331 - Út fyrir boxið #1: Bandaríski „fasisminn“ hefur áhrif á Ísland
Á sama tíma og einræðisríki rísa upp eiga Íslendingar varnir sínar undir Bandaríkjunum, þar sem stór hluti þjóðarinnar styður stefnu sem líkist sífellt meir fasisma. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur ræðir um fallvaltleika lýðræðisins í Bandaríkjunum og hvernig Íslendingar geta brugðist við hættulegri heimi.
Mon, 04 Nov 2024 - 330 - Flækjusagan: Hin ægilegasta uppreisnSun, 03 Nov 2024
- 329 - Pod blessi Ísland #2: Kappræðugreining: Innblásinn Sigurður Ingi, Kristrúnarplanið á xS.is og tilhugalíf Sigmundar og Bjarna
Gleðilegan kosningamánuð. Í öðrum þætti Pod blessi Ísland fara Aðalsteinn og Arnar Þór yfir kappræður gærkvöldsins. Þáttarstjórnendurnir sjálfir íhuga framboð eins lista í NV-kjördæmi í næstu kosningum til að fá vettvang til að viðra skoðanir sínar í kappræðum ríkismiðilsins. Farið yfir frammistöðu Jóhannesar Loftssonar og allra hinna leiðtoganna í íslenskri pólitík, það sem kom á óvart og það sem gerði það ekki. Þemalag þáttarins er Grætur í Hljóði eftir Prins Póló.
Sat, 02 Nov 2024 - 328 - Pressa #27: Hægri bylgjan til umræðu í Pressu
Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík norður, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður, mætast í Pressu.
Fri, 01 Nov 2024 - 327 - Pod blessi Ísland #1: Gnarr jarðsetur Pírata, óvinsæl spurning til Selenskí, einkaskilaboð Kristrúnar og Klaustur-endurfundir
Í fyrsta þætti Pod blessi Ísland, í umsjá Aðalsteins Kjartanssonar og Arnars Þórs Ingólfssonar, blaðamanna Heimildarinnar, er farið yfir nýjustu vendingar í stjórnmálum og rýnt í líklegar ríkisstjórnir út frá nýrri þingsætaspá Heimildarinnar og Dr. Baldurs Héðinssonar. Var það taktísk snilld hjá Viðreisn að setja Jón Gnarr í 2. sæti? Munu Egilsstaðabúar hætta við að kjósa Samfylkinguna af því að Dagur B. er á lista í Reykjavík? Er Ragnar Þór Ingólfsson hægrimaður? Við fáum ferðasögu Aðalsteins frá Þingvöllum og frásögn af blaðamannafundi þar sem hann lagði óvænta spurningu fyrir Volodimír Selenskí um áframhaldandi viðskipti Íslendinga við Rússa eftir innrás Pútíns í Úkraínu. Í lok þáttar er svo farið stuttlega yfir nýja bók Steingríms J. Sigfússonar, sem fjalla um alla snillingana sem hann kynntist í stjórnmálum. En svo droppar hann líka nokkrum sprengjum. Þemalag þáttarins er Grætur í Hljóði eftir Prins Póló
Tue, 29 Oct 2024 - 326 - Þjóðhættir #53: Symbiosis: Súrdeig, melting, molta, skyr og aðrar óstýrlátar örverur
Í dag í Þjóðháttum hittum við tvo þjóðfræðinga sem síðan 2021 hafa verið að skyggnast inn í heim sem er okkur venjulega hulinn og fæst okkur hugsa mikið um, þ.e. hvernig samlífi manna og örvera lýsir sér.
Tue, 29 Oct 2024 - 325 - Flækjusagan: 80 ár frá Bagration, mestu sókn Rauða hersins
Í júní var þess minnst að 80 ár voru frá innrásinni í Normandí. Hún skipti miklu máli við að sigra Hitler og nóta hans en seinna í mánuðinum hóf Rauði herinn svo aðra innrás sem varð ekki síður afdrifarík.
Sun, 27 Oct 2024 - 324 - Eitt og annað: Bílaframleiðendur með öndina í hálsinum
Evrópskir bílaframleiðendur eru uggandi vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Donald Trump hefur heitið því að leggja innflutningstolla á evrópskar vörur verði hann kjörinn forseti. Slíkir tollar hefðu mikil áhrif, ekki síst á bílainnflutning.
Sun, 27 Oct 2024 - 323 - Pressa #26: Unga fólkið tekst á í Pressu
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík Norður, verður gestur Pressu í dag ásamt Snorra Mássyni fjölmiðlamanni, sem sækist eftir oddvitasæti hjá Miðflokknum og Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar.
Fri, 25 Oct 2024 - 322 - Flækjusagan: Ógæfusamasta drottning sögunnar
Illugi Jökulsson rekur hér harmsögu um Önnu drottningu á Bretlandi sem bókstaflega varð að eignast barn, hvað sem það kostaði.
Sun, 20 Oct 2024 - 321 - Eitt og annað: Mengandi stjórnendur danskra stórfyrirtækja
Nokkur dönsk stórfyrirtæki segjast leggja mikla áherslu á umhverfismál í starfsemi sinni. Ný rannsókn sýnir að sú áhersla nær ekki til æðstu stjórnenda sem ferðast milli staða í einkaþotum, sem valda hlutfallslega 17 sinnum meiri mengun en vélar í áætlunarflugi.
Sun, 20 Oct 2024 - 320 - Flækjusagan: Þegar Óðinn hermaður fór um Evrópu
Illugi Jökulsson gluggaði í nýja bók sem leiðir rök að því að Snorri Sturluson hafi ekki farið með neitt fleipur.
Sun, 13 Oct 2024 - 319 - Flækjusagan: Þegar Lenín bað Stalín að útvega sér eitur
Illugi Jökulsson veltir fyrir sér hvort næstmesta ógæfa rússnesku þjóðarinnar hafi kannski verið gæfa eftir allt saman.
Sun, 06 Oct 2024 - 318 - Eitt og annað: Hægpóstur í flösku
Það var jafngott að skilaboðin sem franskur fornleifafræðingur setti í flösku, og lokaði vel, voru ekki áríðandi. Það liðu nefnilega næstum 200 ár áður en flaskan fannst, fyrir skömmu. Sennilega elsti flöskupóstur í heimi.
Sun, 06 Oct 2024 - 317 - Flækjusagan: Kóngur glímir við erfitt sakamál
Það er ekki erfitt að finna dæmi úr sögunni um hvernig óttinn við „útlendinginn“ tók öll völd af réttsýni og sanngirni.
Sun, 29 Sep 2024 - 316 - Eitt og annað: Rispur í lakkinu
Í splunkunýrri danskri bók er fjallað um samskipti dönsku konungsfjölskyldunnar við stjórn nasista í Þýskalandi í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Höfundurinn segir þessi samskipti hjúpuð leynd og vill að Friðrik konungur heimili aðgang að dagbókum Kristjáns X frá þessum tíma.
Sun, 29 Sep 2024 - 315 - Flækjusagan: Þegar kínverjar hættu við heimsyfirráð
Illugi Jökulsson rifjar upp söguna af Zheng He sem hóf siglingar sem hefðu getað komið í veg fyrir útrás Evrópumanna.
Sun, 22 Sep 2024 - 314 - Flækjusagan: Keisarinn sem vildi ekki vera keisari
Illugi Jökulsson er vanur keisurum sem gera hvaðeina til að halda í völd sín. En keisarinn í Brasilíu var öðruvísi.
Sun, 15 Sep 2024 - 313 - Flækjusagan: Uns lengra varð ekki komistSun, 08 Sep 2024
- 312 - Eitt og annað: Heimilisvandræðin í norsku konungshöllinni
Marius Borg Høiby, sonur norsku krónprinsessunnar Mette-Marit, er aðalpersónan í einhverri verstu krísu sem norska konungsfjölskyldan hefur lent í, að minnsta kosti á síðari tímum. Þar koma eiturlyf og ofbeldi við sögu.
Sun, 08 Sep 2024 - 311 - Flækjusagan: Þegar Tarzan hitti Presta-Jón
Illugi Jökulsson komst fyrst í kynni við hið einangraða kristna ríki Eþíópíu með því að lesa Tarzanbækur Edgars Rice Burroughs.
Sun, 01 Sep 2024 - 310 - Eitt og annað: Að þéra eða þúa
Meðan Margrét Þórhildur var þjóðhöfðingi Dana var það ófrávíkjanleg regla að hún skyldi þéruð, Deres majestæt, nema í þröngum hópi fjölskyldu og náinna vina. Eftir að sonurinn Friðrik tók við krúnunni hefur það flækst fyrir mörgum hvernig ávarpa skuli kónginn og sama gildir um drottninguna Mary.
Sun, 01 Sep 2024 - 309 - Flækjusagan: Melódrama Verdis var miklu merkilegri harmsaga
Illugi Jökulsson sá ekki sýningu Íslensku óperunnar á Don Carlo en kynnti sér ævi fyrirmyndarinnar, Carlosar krónprins.
Sun, 25 Aug 2024 - 308 - Eitt og annað: Meistaraverkið friðað
Eftir mikla óvissu mánuðum saman hefur SAS hótelið við Vesterbrogade, eitt þekktasta kennileiti Kaupmannahafnar, verið friðað. Húsið er talið merkasta verk hins heimsfræga arkitekts Arne Jacobsen. Eigendurnir ætluðu að gera miklar breytingar á útliti hússins en friðlýsingin kemur í veg fyrir það.
Sun, 25 Aug 2024 - 307 - Eitt og annað: Borga ungum drengjum fyrir að vinna óhæfuverkin
Glæpaflokkar borga í auknum mæli ungum drengjum fyrir að fremja margs konar óhæfuverk, jafnvel morð. Tveir sænskir piltar voru fyrir skömmu handteknir í Kaupmannahöfn eftir morðtilraun.
Sun, 18 Aug 2024 - 306 - Flækjusagan: Að skrökva upp á sig fjöldamorðum
Illugi Jökulsson var duglegur að læra Biblíusögurnar sínar í barnaskóla. En fór seinna að efast um ýmislegt af því sem þar stóð.
Sun, 18 Aug 2024 - 305 - Flækjusagan: Gætum við þurft að henda sögubókunum okkar?
Illugi Jökulsson bíður eftir nýjustu tíðindum frá Gunung Padang en þar var verið að grafa eitthvað afar óvænt upp úr frumskógarmoldinni.
Sun, 11 Aug 2024 - 304 - Flækjusagan: Djöflar og villidýr og guðsorð á eyðieyju
Illugi Jökulsson las ungur söguna um Robinson Crusoe en komst löngu seinna að því að til var enn merkilegri saga um fólk á eyðieyju, og sú var meira að segja sönn.
Sun, 04 Aug 2024 - 303 - Á vettvangi #5: Konur í viðkvæmri stöðu
Teymisstjóri Bjarkarhlíðar segir öll ofbeldisbrot í tíunda veldi í fíkniefnaheiminum. „Við erum oft að sjá mjög ungar stelpur í þessum aðstæðum og við vitum af stelpum sem eru fimm árum eldri sem hafa lent í sömu mönnum, tíu árum eldri sem hafa lent í sömu mönnum,“ segir Jenný Kristín Valberg. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaþætti hlaðvarpsseríunnar Á vettvangi þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fri, 02 Aug 2024 - 302 - Eitt og annað: Vítamíntöflurnar lengja ekki lífið
Daglega má sjá í fjölmiðlum auglýsingar um hvernig við getum bætt og lengt líf okkar, bara ef við gleypum reglulega réttu pillurnar, vítamín og heilsubótarefni. Ný viðamikil rannsókn hefur leitt í ljós að vítamínspillurnar lengja ekki lífið.
Thu, 04 Jul 2024 - 301 - Flækjusagan: Rósamunda hin fagra og eiturmorðið
Illugi Jökulsson vildi svo gjarnan skrifa eingöngu um hina djúpu þungu strauma sem knýja elfu sögunnar áfram, en lendir þó einlægt í blóðugum þverám þar sem kóngar og drottningar og launmorðingjar halda til.
Sun, 28 Jul 2024 - 300 - Flækjusagan: Vitlaus vísindi
Illugi Jökulsson hélt að hann fengi ekki að upplifa margt nýtt í sögulegum rannsóknum á sinni ævi. Þeim mun kátari varð hann þegar splunkunýjar rannsóknir fyrir nokkrum árum skiluðu óvæntum niðurstöðum.
Sun, 21 Jul 2024 - 299 - Flækjusagan: Ógeðsverk á eyðieyju - seinni hluti
Þessi Flækjusaga er framhald af annari sem heitir Vald og maktsýki á eyðieyju og þar hóf ég að fjalla um hollenska austurindíafarið Batavíu. Af þeirri sögu má draga ýmsa lærdóma – og flesta ófagra.
Sun, 14 Jul 2024 - 298 - Flækjusagan: Vald og maktsýki á eyðieyjum - fyrri hluti
Illugi Jökulsson furðar sig á því hvað maðurinn er alltaf fljótur að efna til valdabaráttu og framapots, þótt samvinna virðist affarasælli.
Sun, 14 Jul 2024 - 297 - Eitt og annað: Deilan um marmarastytturnar
Grikkir og Danir hafa árum saman deilt um grískar marmarastyttur sem voru fluttar frá Grikklandi til Danmerkur fyrir 340 árum. Grikkir vilja fá stytturnar til baka en Danir vilja ekki láta þær af hendi.
Sun, 07 Jul 2024 - 296 - Eitt og annað: Joðtöflur, dósakavíar, rafhlöður, kerti og peningaseðlar
Kannski virðist ekki augljóst hvað það sem nefnt er í fyrirsögninni á sameiginlegt. En eftir að varnarmálaráðherrann nefndi þetta og fleira í ávarpi sem hann flutti fyrir skömmu skilja allir Danir samhengið.
Sun, 30 Jun 2024 - 295 - Eitt og annað: Alvarlegt feilspor í ballettinum
Ný úttekt á kennsluháttum og framkoma kennara við Ballettskóla konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn gagnvart nemendum er áfellisdómur yfir stjórnendum skólans og leikhússins. Úttektin var gerð í kjölfar umfjöllunar eins af dönsku dagblöðunum og vakti mikla athygli.
Sun, 23 Jun 2024 - 294 - Eitt og annað: 158 ára og sýnir engin ellimerki
Ritzau, elsta og stærsta fréttastofa á Norðurlöndum tók til starfa árið 1866. Fjölmiðlaheimurinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á þeim 158 árum sem liðin er frá stofnun fréttastofunnar en Ritzau heldur alltaf sínu striki. Starfsmenn eru um 180.
Sun, 16 Jun 2024 - 293 - Eitt og annað: Að drukkna í fatafjallinu
Evrópulöndin, og mörg önnur lönd, eru bókstaflega að drukkna í fatafjallinu sem stækkar og stækkar. Íbúar Evrópu losa sig árlega við fjórar milljónir tonna af fatnaði og skóm. Nú vill Evrópusambandið auka ábyrgð framleiðenda í því skyni að draga úr framleiðslunni.
Sun, 09 Jun 2024 - 292 - Eitt og annað: Evrópa kýs sér 720 þingmenn
Dagana 6. til 9. júní fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Kosið er á fimm ára fresti í aðildarríkjunum sem nú eru 27 og íbúarnir um 450 milljónir. Áhugi fyrir kosningunum virðist meiri en oft áður.
Sun, 02 Jun 2024 - 291 - Þjóðhættir #52: Þjóðtrú Íslendinga: Huldufólk og geimverur
Í þættinum fá Dagrún og Sigurlaug til sín Terry Gunnell, prófessor emeritus í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Terry er nýhættur að kenna við HÍ en situr ekki auðum höndum.
Tue, 28 May 2024 - 290 - Eitt og annað: Spjöldin komin upp
Þegar kosningar nálgast breytast óteljandi danskir ljósastaurar í auglýsingasúlur fyrir þá sem vilja þjóna fólkinu, eins og það er orðað. Nú stendur yfir eitt slíkt auglýsingatímabil, kosningar til Evrópuþingsins fara fram í júní. Strangar reglur gilda um kosningaspjöldin.
Sun, 26 May 2024 - 289 - Þjóðhættir #51: Húmor í mannréttindabaráttu
Í þessum þætti af Þjóðháttum tala Dagrún og Sigurlaug við hana Önnu Margréti Hrólfsdóttur, þjóðfræðing og framkvæmdastjóra Endó samtakanna.
Wed, 22 May 2024 - 288 - Eitt og annað: Á hraða snigilsins
Hægagangur og umferðartafir kosta Dani árlega fjármuni sem svara til 620 milljarða íslenskra króna. Umferðin á vegum landsins hefur nær þrefaldast á tiltölulega fáum árum og útlit fyrir að hún aukist enn frekar á næstu árum. Vegakerfið ræður ekki við aukninguna.
Sun, 19 May 2024 - 287 - Þjóðhættir #50: Að tala um veðrið og hlæja að tengdamæðrum
Sigurlaug og Dagrún fá hann Eirík Valdimarsson, þjóðfræðing í þáttinn en Eiríkur starfar á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofu.
Tue, 14 May 2024 - 286 - Á vettvangi #4: Skaðleg áhrif kláms
„Við sjáum í rauninni allan þennan ljótleika sem tilheyrir þessum brotaflokki gerast í nánum samböndum,“ segir Jenný Krístín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Jóhannes Kr. Kristjánsson er á vettvangi og fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Mon, 13 May 2024 - 285 - Pressa #22: Þrír forsetaframbjóðendur mætastFri, 03 May 2024
- 284 - Eitt og annað: Sendur í heilaskönnun 2400 árum eftir fæðingu
Að næturlagi í lok apríl sl. var litlum fólksbíl ekið frá Silkeborg á Jótlandi til Árósa, um 40 kílómetra leið. Tveir farþegar voru í bílnum, annar á miðjum aldri en hinn mun eldri, kom í heiminn löngu fyrir Krists burð. Það var þó einungis höfuð þess gamla sem var með í ökuferðinni.
Sun, 12 May 2024 - 283 - Pressa #23: Ástþór, Ásdís Rán, Viktor og Eiríkur Ingi í Pressu
Í hádeginu í dag, föstudag, er komið að Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, Ástþóri Magnússyni, Eiríki Inga Jóhannssyni og Viktori Traustasyni að mætast í kappræðum í Pressu, umræðuþætti Heimildarinnar.
Fri, 10 May 2024 - 282 - Þjóðhættir #49: „Heilagar meyjar og kattafrumvarpið alræmda“
Í þættinum ræða Dagrún og Sigurlaug við Helgu Einarsdóttur, þjóðfræðing, en Helga starfar nú hjá Alþingi sem verkefnastjóri á fræðslusviði.
Tue, 07 May 2024 - 281 - Á vettvangi #3: Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
„Nýlega vorum við með mál þar sem ungur maður kynnist einni á netinu og gerir þetta og hann endaði með því á einni helgi að borga viðkomandi aðila alla sumarhýruna eftir sumarvinnuna og síðan bætti hann við smáláni þannig að hann borgaði alls eina og hálfa milljón krónur en þrátt fyrir það var birt,“ segir Kristján lngi lögreglufulltrúi. Jóhannes Kr. Kristjánsson er á vettvangi og fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.
Mon, 06 May 2024 - 280 - Pressa #21: Fjögur efstu mætastFri, 26 Apr 2024
- 279 - Þjóðhættir #48: Sundlaugamenning á Íslandi: Hversdagsmenning og lifandi hefðTue, 30 Apr 2024
- 278 - Á vettvangi #2: Hljóðin eru verst
„Ég fæ bara gæsahúð sjálf þegar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síðan ég sá þetta myndskeið,“ segir Bylgja lögreglufulltrúi sem hefur það hlutverk að myndgreina barnaníðsefni. Það felur meðal annars í sér að hún þarf að horfa á myndskeið þar sem verið er að beita börn ofbeldi. Jóhannes Kr. Kristjánsson er á vettvangi og fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Heimildarinnar.
Mon, 29 Apr 2024 - 277 - Eitt og annað: Eldsvoði aldarinnar
Talið er að endurbygging Børsen, einnar þekktustu byggingar Kaupmannahafnar, geti tekið 10 ár og kostnaðurinn verði að minnsta kosti einn milljarður danskra króna. Eigandinn, Danska viðskiptaráðið, hefur lýst yfir að húsið verði endurbyggt, en spurningin er hvort nýbyggingin eigi að vera nákvæm endurgerð hins upprunalega og hvort það sé framkvæmanlegt.
Sun, 28 Apr 2024 - 276 - Þjóðhættir #47: Slysafrásagnir, skilningarvitin og lykt
Í þættinum ræða Dagrún og Sigurlaug við Vilborgu Bjarkadóttur þjóðfræðing. Vilborg hafði lokið myndlistarnámi þegar hún kom inn í þjóðræðina og hefur sá bakgrunnur mótað hana sem rannsakanda, en strax í listnáminu fékk hún áhuga á sögnum og þá sérstaklega veikindasögum.
Tue, 23 Apr 2024 - 275 - Á vettvangi #1: Leigubílstjórinn handtekinn
„Halló. Þú þarft að koma með okkur,“ segir lögreglan við mann sem verður færður á lögreglustöð vegna gruns um kynferðisbrot. Áður hafði leigubílsstjóri verið handtekinn vegna sama máls. Báðir mennirnir eru komnir í farbann. Á vettvangi er ný hlaðvarpssería þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hér er fyrsti þáttur.
Mon, 22 Apr 2024 - 274 - Eitt og annað: OK til bjargar Coop
Danska verslanasamsteypan Coop hefur um langa hríð glímt við rekstrarerfiðleika. Margs konar hagræðingar hafa ekki dugað til að koma rekstrinum í viðunandi horf. Nú hefur orkufyrirtækið OK ákveðið að koma Coop til bjargar og leggur til verulegt fjármagn.
Sun, 21 Apr 2024 - 273 - Pressa #20: Barist í bökkum velferðarsamfélags
Í 20. þætti af Pressu verður fjallað um versnandi fjárhagsstöðu fjölda heimila á Íslandi og hvað sé til ráða. Ýmsar kannanir hafa að undanförnu sýnt að byrðar fjölda fólks hafa þyngst. Þannig eiga fjögur af hverjum tíu sem eru á vinnumarkaði erfitt með að ná endum saman og tveir af hverjum tíu öryrkjum búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt.
Fri, 19 Apr 2024 - 272 - Eitt og annað: Mesta listaverkarán sögunnar
Á veggjum þekkts listasafns í Boston má sjá 13 tóma myndaramma. Myndunum úr römmunum var stolið fyrir 34 árum og hafa ekki fundist. Næturvörður á safninu hefur alla tíð legið undir grun um aðild að málinu, sem er talið mesta listaverkarán sögunnar. Hann lést fyrir nokkrum vikum.
Sun, 14 Apr 2024 - 271 - Eitt og annað: Húðkremsnotkun ungra stúlkna veldur áhyggjum
Sænskt fyrirtæki sem rekur 400 apótek í heimalandinu hefur lagt bann við að ungmenni yngri en 15 ára geti keypt tilteknar húðvörur sem ætlaðar eru eldra fólki. Húðsjúkdómalæknar vara við síaukinni notkun ungra stúlkna á slíkum vörum.
Sun, 07 Apr 2024 - 270 - Eitt og annað: Danski fólksfækkunarvandinn
Ef ekki verður gripið til sérstakra aðgerða verður íbúafjöldi Danmerkur um næstu aldamót aðeins helmingur þess sem hann er í dag. Fækkar úr sex milljónum í 2,5 milljónir og fækkunin verður enn meiri sé litið lengra fram í tímann. Danski utanríkisráðherrann hvetur landa sína til barneigna.
Sun, 24 Mar 2024 - 269 - Eitt og annað: Kínverjar sagðir niðurgreiða útfluttar vörur til að selja ódýrt
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins jókst útflutningur Kínverja langtum meira en spáð hafði verið. Evrópusambandið og Bandaríkin gruna Kínverja um að beita óeðlilegum aðferðum til að halda uppi framleiðslunni og selja varning á undirverði til annarra landa.
Sun, 24 Mar 2024 - 268 - Eitt og annað: Úr 600 fermetra lúxusvillu í sjö fermetra fangaklefa
Áhyggjulaust líf með sand af seðlum fékk skjótan endi þegar laganna verðir bönkuðu upp á hjá Sanjay Shah í lúxusvillu hans í Dubai í lok maí árið 2022 og smelltu á hann handjárnum. Nú er hann fyrir rétti í Danmörku, ákærður fyrir stærsta fjármálasvindl í sögu landsins.
Sun, 17 Mar 2024 - 267 - Eitt og annað: Þjóðarréttur fyrir Hæstarétt
Indversk matargerð er þekkt víða um heim og heiti margra rétta frá fjölmennasta ríki heims lætur kunnuglega í eyrum. Ef hægt er að tala um indverskan þjóðarrétt verður rauðgulur og bragðmildur réttur oft fyrir valinu. Nú er deilt um hver eigi heiðurinn af þessum rétti.
Sun, 10 Mar 2024 - 266 - Eitt og annað: Danski utanríkisráðherrann í innkaupaferð
Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur var nýlega á Indlandi og heimsótti stærsta sjúkrahús landsins. Hann kvaðst vonast til að indverskir hjúkrunarfræðingar vilji flytja til Danmerkur þar sem mikill skortur er á hjúkrunarfólki. Slíkar hugmyndir hafa vakið gagnrýni.
Sun, 03 Mar 2024 - 265 - Eitt og annað: Eins og hænsn í myrkri
Í dönsku tímariti um varnar- og öryggismál birtist fyrir skömmu grein ásamt viðtali við Henrik Lyhne, liðsforingja í danska hernum. Þar líkir hann hernum við hænsn, sem eru varnarlaus í myrkri. Herinn skorti allan búnað til næturhernaðar, fyrir utan allt annað, þrátt fyrir fögur loforð stjórnmálamanna.
Sun, 25 Feb 2024 - 264 - Pressa #19: Samkeppnistríóið
Í 19. þætti af Pressu verður til umræðu umdeild lagasetning sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér mikla samvinnu og umfangsmikið samstarf. Gestir verða þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Fri, 12 Apr 2024 - 263 - Á vettvangi: Sýnishorn - Á vettvangi
Þáttaröðin Á vettvangi fer í loftið á Heimildinni þann 22. apríl og verða þættirnir fjórir og birtir vikulega.
Tue, 26 Mar 2024 - 262 - Leiðarar #46: Leiðari: Af hverju eru Íslendingar hræddir við að verða betri?
Leiðari Þórðar Snæs Júlíussonar úr 44. tölublaði Heimildarinnar, sem kom út 15. mars 2024. „Það þarf ekki að hræðast stanslaust framtíðina. Hún er björt. Ísland er eitt besta, öruggasta og ríkasta land í heimi. Það þarf bara að taka aðeins til og láta gangverkið virka fyrir fjöldann, ekki fyrst og síðast fyrir hina fáu valdamiklu,“ skrifar hann.
Tue, 26 Mar 2024 - 261 - Leiðarar #44: Leiðari: Sprengja 412 manns innviði?
Leiðari Þórðar Snæs Júlíussonar úr 44. tölublaði Heimildarinnar, sem kom út 1. mars 2024. „Við þurfum aðallega að hætta að tala, og fara að gera. Með því er hægt að sækja fjármögnun til að rétta við innviði landsins. Veita íbúum jöfn tækifæri í lífinu. Líka þessum 412 sem fá vernd hér árlega,“ segir hann um innviði og flóttafólk.
Fri, 01 Mar 2024 - 260 - Flækjusagan #57: Vissuði að frændur Marokkómanna eru Samar í Skandinavíu?
Marokkómenn hafa komið ærlega á óvart á heimsmeistaramóti karla í fótbolta. Hér segir Illugi Jökulsson sögu landsins.
Wed, 14 Dec 2022 - 259 - Viðtal: Rithöfundurinn Sjón ræðir um safn verka sinna í viðtali: „Hér má eiginlega hafa Sjón allan“
Rithöfundurinn Sjón varð nýlega sextugur og gaf Forlagið út ritsafn hans af því tilefni. Verk Sjóns spanna tæpa hálfa öld. Hann settist niður með blaðamanni Stundarinnar og ræddi um bækurnar sínar og ferðalag sitt sem skrifandi manns.
Tue, 08 Nov 2022 - 258 - Flækjusagan #56: Furðufyrirbæri á valdastóli keisara
Illugi Jökulsson veltir því fyrir sér hvernig sá undarlegi maður Elagabalus entist í fjögur löng ár á valdastóli Rómaveldis þótt margir miklu hæfileikaríkari keisarar entust mun skemur.
Tue, 25 Oct 2022 - 257 - Flækjusagan #55: Í innyflum jarðarinnar geisar aflmesta höfuðskepnanFri, 21 Oct 2022
- 256 - Flækjusagan #54: 27 þúsund Frakkar voru drepnir í gær
Illugi Jökulsson minnist þess að fyrir rúmum hundrað árum síðan voru manndráp fyrri heimsstyrjaldar komin í fullan gang.
Tue, 18 Oct 2022 - 255 - Flækjusagan #53: Örlagaríkasta sjóorrustan?
Illugi Jökulsson hafði á táningsaldri mikinn áhuga á sjóorrustum og las af áfergju um þær stærstu þeirra. Löngu seinna komst hann að því að lítt þekkt orrusta skipti kannski meira máli en þær flestar.
Fri, 07 Oct 2022 - 254 - Flækjusagan #52: Gufuvél Rómaveldis
Illugi Jökulsson býr hér til sögu um það sem hefði getað gerst ef vísindamenn á tímum Rómaveldis hefðu fylgt eftir uppfinningu sem búið var að gera– en enginn vissi til hvers átti að nota.
Tue, 04 Oct 2022 - 253 - Á bakvið fréttirnar #3: Dagbók skólastúlku um Jón Baldvin
Blaðamenn Stundarinnar ræða efni og vinnslu nýjasta tölublaðs Stundarinnar. Margrét Marteinsdóttir ræðir uppljóstrun úr hálfrar aldar gömlum dagbókum unglingsstúlku sem lýsir kynferðislegum samskiptum sínum við gagnfræðaskólakennarann Jón Baldvin Hannibalsson. Valgerður Þorsteinsdóttir, segir frá fundi dagbókanna, sem móðir hennar heitin, Þóra Hreinsdóttir, skrifaði um samband sitt við Jón og dularfullum draumi sem leiddi til þess að lykilgagn í málinu kom í leitirnar. Blaðamaðurinn Ingi Freyr Vilhjálmsson rekur sögu ásakana og málsvarnar Jóns Baldvins, þann áratug sem liðin er frá því fyrst var fjallað um ásakanir gegn honum. Aðalsteinn Kjartansson lýsir raunum blaðamanns við að fjalla um mikilvægt málefni á mannamáli og Freyr Rögnvaldsson fer yfir rannsóknarskýrslu um Laugalandsheimilið og viðbrögð þeirra sem þar dvöldu.
Fri, 30 Sep 2022 - 252 - Flækjusagan #51: Viljum við vera Herúlar?
Illugi Jökulsson heldur áfram að rekja sögu Herúla og þeirrar kenningar að þessi dularfulla þjóð hafi endað hér uppi á Íslandi.
Tue, 27 Sep 2022 - 251 - Flækjusagan #50: Eru Íslendingar Herúlar?
Illugi Jökulsson var spurður í Bónus einu sinni, og síðan á Facebook, hvenær hann ætlaði að skrifa um Herúlakenninguna. Ekki seinna en núna!
Fri, 23 Sep 2022 - 250 - Flækjusagan #49: Píndur á dögum Pontíusar Pílatusar
Illugi Jökulsson furðar sig á því að venjulegur embættismaður í Rómaveldi hinu forna skuli lentur í trúarjátningu okkar. Og reynir að sjá fyrir sér íslenskan embættismann í sömu stöðu.
Tue, 20 Sep 2022 - 249 - Flækjusagan #48: Þegar rádýr og villisvín bjuggu í Reykjavík
Illugi Jökulsson velti því fyrir sér af hverju höfuðborg Íslands skyldi endilega rísa á sama stað og fyrsti landnámsmaðurinn byggði sinn bæ. En komst svo að því að spurningin var á misskilningi byggð.
Fri, 16 Sep 2022 - 248 - Flækjusagan #47: Metsöluhöfundurinn sem réðst á orrustuskip
Illugi Jökulsson segir frá afdrifaríkri loftárás á þýska orrustuskipið Tirpitz sem metsöluhöfundurinn Alistair MacLean tók þátt í. MacLean var á sínum tíma einn vinsælasti spennusagnahöfundur í heimi og alltént hér á Íslandi.
Tue, 13 Sep 2022 - 247 - Viðtal: Kristrún boðar samstöðustjórnmál
Hvorki Evrópusambandið né ný stjórnarskrá eru forgangsmál í nýrri kjarnastefnu sem Kristrún Frostadóttir vinnur að sem formannsframbjóðandi í Samfylkingunni. Hún leitar til landsbyggðarinnar og vill að fólk með háar tekjur sjái hag sinn í að kjósa Samfylkinguna. Hún segir að sér hafi brugðið þegar umfjöllun um hana hófst fyrir síðustu kosningar.
Sat, 10 Sep 2022 - 246 - Flækjusagan #46: Að kunna að velja sér eftirmenn
Illugi Jökulsson rekur hér eitt af sárafáum dæmum sem sagan kann að greina frá um að öflugir leiðtogar óttist ekki að velja öfluga eftirmenn, ólíkt til dæmis Alex Ferguson!
Fri, 09 Sep 2022 - 245 - Flækjusagan #45: Þegar Tékkóslóvakía var myrt
Illugi Jökulsson reynir ekki einu sinni að draga fjöður yfir hvað honum finnst Úkraínumálið núna svipað haustinu 1938 þegar Adolf Hitler þóttist þurfa að „vernda“ þýska íbúa Súdetalanda.
Tue, 06 Sep 2022 - 244 - Flækjusagan #44: Þegar Tyrkland var að hverfa
Illugi Jökulsson rifjar upp vel þekktan atburð frá árinu 1920, en þá var framtíð Tyrklands mjög óráðin eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það munaði furðulega litlu að þetta stóra land yrði limað alveg sundur.
Fri, 02 Sep 2022 - 243 - Flækjusagan #43: Þegar pabbastrákurinn var gerður kóngur
Illugi Jökulsson segir gamla sögu um líklega fyrstu alþýðubyltingu sem gerð hefur verið í veröldinni.
Tue, 30 Aug 2022 - 242 - Flækjusagan #42: Labbakútar þeir sem hræddir verða
Illugi Jökulsson lítur svo á að hann hafi sloppið naumlega við að verða því hugarfari Íslendingasagnanna að bráð, sem heltók Snæbjörn í Hergilsey og allt hans fólk.
Fri, 26 Aug 2022 - 241 - Flækjusagan #41: Fórnuðu Karþagómenn virkilega börnum?
Illugi Jökulsson "hélt alltaf" með Karþagómönnum í styrjöldum þeirra við Rómverja, þótt stuðningurinn hafi komið meira en 2.000 árum of seint. Og hann hefur alltaf fussað yfir áróðri Rómverja um grimmilegar mannfórnir fjenda þeirra.
Tue, 23 Aug 2022 - 240 - Flækjusagan #40: Stríð í þúsund daga
Illugi Jökulsson fór að skoða hverjir væru fyrirmyndirnar að uppáhaldspersónu hans í uppáhaldsskáldsögu hans, Hundrað ára einsemd eftir García Márquez.
Fri, 19 Aug 2022 - 239 - Flækjusagan #39: Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?Fri, 12 Aug 2022
- 238 - Flækjusagan #38: Rússland III: Hefði Trotskí endað í Berlín?
Illugi Jökulsson hefur í undanförnum flækjusögum verið að kanna hvað hæft sér í þeirri þjóðsögu, sem Rússar og stuðningsmenn þeirra halda gjarnan fram, að Rússar hafi sífellt og einlægt mátt þola grimmar innrásir úr vestri og Vesturlönd hafi alltaf viljað þeim illt.
Fri, 03 Jun 2022
Podcasts similaires à Heimildin - Hlaðvörp
- Álhatturinn Álhatturinn
- Global News Podcast BBC World Service
- El Partidazo de COPE COPE
- Herrera en COPE COPE
- The Dan Bongino Show Cumulus Podcast Network | Dan Bongino
- The Parkinson's Podcast Davis Phinney Foundation
- Es la Mañana de Federico esRadio
- La Noche de Dieter esRadio
- Hondelatte Raconte - Christophe Hondelatte Europe 1
- La rosa de los vientos OndaCero
- La Zanzara Radio 24
- Frjálsar hendur RÚV
- Í ljósi sögunnar RÚV
- El Larguero SER Podcast
- Nadie Sabe Nada SER Podcast
- SER Historia SER Podcast
- Todo Concostrina SER Podcast
- Hvað er málið? Sigrún Sigurpáls
- The Tucker Carlson Show Tucker Carlson Network
- Ja i moje przyjaciółki idiotki Tu Okuniewska
- 辛坊治郎 ズーム そこまで言うか! ニッポン放送
Autres podcasts de Actualités et Politique
- Spursmál Ritstjórn Morgunblaðsins
- Samstöðin Samstöðin
- Crónica Rosa esRadio
- Puls Tygodnia Dla Dorosłych Radiowcy Bez Cenzury
- Más de uno OndaCero
- Express Biedrzyckiej - seria DOBRZE POSŁUCHAĆ Kamila Biedrzycka
- Haschimitenfürst – Der Bobcast Die drei ???
- Gość Radia ZET Beata Lubecka
- Matteo Caccia racconta Radio 24
- Dział Zagraniczny Maciej Okraszewski
- The News Agents Global
- Raport o stanie świata Dariusza Rosiaka Dariusz Rosiak
- El Bueno, la Mala y el Feo Uforia Podcasts
- Genstart DR
- Crónicas de Ruperto Concha Resumen.cl
- Thema des Tages DER STANDARD
- Ö1 Journale ORF Ö1
- La Trinchera de Llamas esRadio
- Acasa La Maruta Catalin Maruta
- نیوز بلیٹن - وائس آف امریکہ VOA Urdu